Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 17:26 Fagradalsfjall á Reykjanesi Vísir/Vilhelm Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar halda áfram á Reykjanesskaga en óróapúls sem greindist fyrst á miðvikudag og benti til yfirvofandi eldgoss hefur ekki greinst í dag. Í tilkynningu frá vísindaráðinu segir að álit þess frá því í gær að ekki sé miklar líkur á eldgosi að svo stöddu sé óbreytt. Áfram þurfi þó að gera ráð fyrir þeim möguleika að staðan geti breyst hratt. Komi til eldgoss bendi öll gögn til þess að það verði á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Spennuáhrif frá umbrotasvæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis skýri að öllum líkindum jarðskjálfta sem orðið hafa í Svartsengi og í grennd við Trölladyngju undanfarna daga, enda hafi engin aflögun mælst sem tengja megi því að kvika sé þar á leið til yfirborðs. Því sé ekki ástæða til að ætla að eldgos séu yfirvofandi á þessum stöðum nú, né annarstaðar á Reykjanesskaga utan umbrotasvæðisins við Fagradalsfjall og Keili. Líkt og Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði Vísi eftir fund vísindaráðsins í dag er talið að kvikugangur liggi nær lóðrétt í jarðskopunni og áætlað að hann nái upp á um tveggja kílómetra dýpi. Mesta opnun jarðskorpunnar sé þar fyrir neðan og nái niður á um fimm kílómetra dýpi. Gangurinn gæti verið fimm til sex kílómetra langur. Líkanareikningar benda til að ef til goss kæmi gæti sprunga opnast einhvers staðar á því sem hefur verið virkast undanfarið, frá miðju Fagradalsfjalli að Keili. Stóri skjálfti ein af sviðsmyndunum Vísindaráðið telur nokkrar sviðsmyndir líklegastar um framhaldið. Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð Einnig var farið yfir stöðuna á uppsetningu nýrra mælitækja. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskólans og annarra samstarfsaðila hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að fjölgun mælitækja á svæðinu til að geta gefið skýrari mynd af framvindu atburðarrásarinnar á Reykjanesskaga. Síritandi GPS stöðvum hefur þegar verið fjölgað í vikunni og unnið verður áfram að uppsetningu fleiri slíkra stöðva um helgina ásamt uppsetningu á jarðskjálftamælum. Öll mælitækin eru svo tengd við vöktunarkerfi Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar halda áfram á Reykjanesskaga en óróapúls sem greindist fyrst á miðvikudag og benti til yfirvofandi eldgoss hefur ekki greinst í dag. Í tilkynningu frá vísindaráðinu segir að álit þess frá því í gær að ekki sé miklar líkur á eldgosi að svo stöddu sé óbreytt. Áfram þurfi þó að gera ráð fyrir þeim möguleika að staðan geti breyst hratt. Komi til eldgoss bendi öll gögn til þess að það verði á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Spennuáhrif frá umbrotasvæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis skýri að öllum líkindum jarðskjálfta sem orðið hafa í Svartsengi og í grennd við Trölladyngju undanfarna daga, enda hafi engin aflögun mælst sem tengja megi því að kvika sé þar á leið til yfirborðs. Því sé ekki ástæða til að ætla að eldgos séu yfirvofandi á þessum stöðum nú, né annarstaðar á Reykjanesskaga utan umbrotasvæðisins við Fagradalsfjall og Keili. Líkt og Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði Vísi eftir fund vísindaráðsins í dag er talið að kvikugangur liggi nær lóðrétt í jarðskopunni og áætlað að hann nái upp á um tveggja kílómetra dýpi. Mesta opnun jarðskorpunnar sé þar fyrir neðan og nái niður á um fimm kílómetra dýpi. Gangurinn gæti verið fimm til sex kílómetra langur. Líkanareikningar benda til að ef til goss kæmi gæti sprunga opnast einhvers staðar á því sem hefur verið virkast undanfarið, frá miðju Fagradalsfjalli að Keili. Stóri skjálfti ein af sviðsmyndunum Vísindaráðið telur nokkrar sviðsmyndir líklegastar um framhaldið. Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð Einnig var farið yfir stöðuna á uppsetningu nýrra mælitækja. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskólans og annarra samstarfsaðila hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að fjölgun mælitækja á svæðinu til að geta gefið skýrari mynd af framvindu atburðarrásarinnar á Reykjanesskaga. Síritandi GPS stöðvum hefur þegar verið fjölgað í vikunni og unnið verður áfram að uppsetningu fleiri slíkra stöðva um helgina ásamt uppsetningu á jarðskjálftamælum. Öll mælitækin eru svo tengd við vöktunarkerfi Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira