Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði Eiður Þór Árnason skrifar 5. mars 2021 16:59 Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og deildarforseti Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands. Almannavarnir „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. Freysteinn sat fund vísindaráðs almannavarna í hádeginu þar sem meðal annars var farið yfir nýjustu mæligögn og líkanreikninga. Hann segir að niðurstöðurnar séu í samræmi við það sem talað var um í gær og að virknin haldi áfram á svipuðum nótum. Nú sé hins vegar komin skýrari mynd á stöðuna. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort kvikan komist upp úr jarðskorpunni og á yfirborðið en núverandi ástand kallar á áframhaldandi aðgæslu á svæðinu, að sögn Freysteins. Í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna sem barst á sjötta tímanum segir að engar vísbendingar séu um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Að sögn Freysteins benda líkönin til að kvikugangurinn sé mögulega um fimm kílómetrar að lengd frá suðvestri í norðaustur, frá Fagradalsfjalli að Keili, um einn metri að þykkt og nái frá tveggja kílómetra dýpi og niður á fimm kílómetra dýpi. Minna hefur verið um stóra skjálfta að undanförnu en Freysteinn segir mikilvægt að fylgjast vel með, sérstaklega ef aftur mælist óróapúls eða jarðskjálftavirkni breytist snögglega. Óvissan liggi í því hve mikil kvika komist fyrir Freysteinn segir stóru óvissuna felast í því hvað það rúmast mikið af bergkviku ofan í jarðskorpunni áður en hún kemur upp á yfirborðið. „Óvissan er svona mikil vegna þess að flekahreyfingarnar hafa teygt á jarðskorpunni yfir síðustu áratugi og jafnvel árhunduði og við vitum ekki hvað hefur losnað um spennu á fyrri öldum á svæðinu. Svo kannski er pláss til að koma meiri kviku þar fyrir eftir spennulosunina sem kemur til vegna flekahreyfinganna.“ Heilt yfir segir Freysteinn að staðan sé nokkuð óbreytt en nýju gögnin staðfesti fyrri túlkanir vísindamanna og sé frekari staðfesting á því að kvikan hafi komist þetta nálægt yfirborði. „Jarðskorpuhreyfingarnar og jarðskjálftarnir halda áfram sem segir okkur að kvikugangurinn er enn í þróun og það er ný kvika komin í hann. Það er erfitt að segja til um framhaldið en það er lykilatriði að þessi mikla vöktun sem er komin í gang haldi áfram,“ segir Freysteinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48 Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Freysteinn sat fund vísindaráðs almannavarna í hádeginu þar sem meðal annars var farið yfir nýjustu mæligögn og líkanreikninga. Hann segir að niðurstöðurnar séu í samræmi við það sem talað var um í gær og að virknin haldi áfram á svipuðum nótum. Nú sé hins vegar komin skýrari mynd á stöðuna. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort kvikan komist upp úr jarðskorpunni og á yfirborðið en núverandi ástand kallar á áframhaldandi aðgæslu á svæðinu, að sögn Freysteins. Í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna sem barst á sjötta tímanum segir að engar vísbendingar séu um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Að sögn Freysteins benda líkönin til að kvikugangurinn sé mögulega um fimm kílómetrar að lengd frá suðvestri í norðaustur, frá Fagradalsfjalli að Keili, um einn metri að þykkt og nái frá tveggja kílómetra dýpi og niður á fimm kílómetra dýpi. Minna hefur verið um stóra skjálfta að undanförnu en Freysteinn segir mikilvægt að fylgjast vel með, sérstaklega ef aftur mælist óróapúls eða jarðskjálftavirkni breytist snögglega. Óvissan liggi í því hve mikil kvika komist fyrir Freysteinn segir stóru óvissuna felast í því hvað það rúmast mikið af bergkviku ofan í jarðskorpunni áður en hún kemur upp á yfirborðið. „Óvissan er svona mikil vegna þess að flekahreyfingarnar hafa teygt á jarðskorpunni yfir síðustu áratugi og jafnvel árhunduði og við vitum ekki hvað hefur losnað um spennu á fyrri öldum á svæðinu. Svo kannski er pláss til að koma meiri kviku þar fyrir eftir spennulosunina sem kemur til vegna flekahreyfinganna.“ Heilt yfir segir Freysteinn að staðan sé nokkuð óbreytt en nýju gögnin staðfesti fyrri túlkanir vísindamanna og sé frekari staðfesting á því að kvikan hafi komist þetta nálægt yfirborði. „Jarðskorpuhreyfingarnar og jarðskjálftarnir halda áfram sem segir okkur að kvikugangurinn er enn í þróun og það er ný kvika komin í hann. Það er erfitt að segja til um framhaldið en það er lykilatriði að þessi mikla vöktun sem er komin í gang haldi áfram,“ segir Freysteinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48 Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36
Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39
Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48
Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42