Óskar eftir fólki til að útbúa skemmtilegan þjóðhagfræðitölvuleik Eiður Þór Árnason skrifar 5. mars 2021 12:36 Svanhildur Hólm segist kunna vel við sig í nýju starfi. Skemmtilegt sé að vera komin hinum megin við borðið og gera kröfur á stjórnvöld. Vísir/Vilhelm Svanhildur Hólm Valsdóttir kallar eftir því að frumkvöðlar útbúi sérstakan efnahagshermi svo stjórnvöld og almenningur geti betur áttað sig á áhrifum skattabreytinga. Hún hætti í fyrra sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra og tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hún telur að það hafi verið til bóta að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra og segir að starfið sé á við tvær háskólagráður. Tæp átta ár eru síðan Svanhildur varð aðstoðarmaður en hún fylgdi Bjarna Benediktssyni inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið árið 2013. Fram að því hafði hún gengt stöðu aðstoðarmanns Bjarna sem formanns Sjálfstæðisflokksins og þar áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokksins. Svanhildur var viðmælandi Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Hún segir að starf aðstoðarmanns ráðherra sé fjölbreytt og verkefnin séu mismunandi eftir ráðherrum, ráðuneytum og bakgrunni aðstoðarmanna. Þeir séu á vissan hátt framlenging á ráðherranum þó þeir beri vissulega ekki ábyrgð á stjórnarathöfnum. „Aðstoðarmaður hjálpar til við stefnumótun og að fylgja eftir stefnumálum ráðherrans, hann skrifar ræður og greinar og undirbýr þingmál með starfsmönnum ráðuneytisins og hann fylgir ráðherra eftir á fundum og sér um samskipti við fjölmiðla. Það er eiginlega allt sem mögulega getur komið upp í einu ráðuneyti sem aðstoðarmaður getur haft eitthvað um að segja.“ Svanhildur segir um að ræða nokkuð óvenjulegt starf sem sé oft erfitt að njörva niður. „Það getur oft verið erfitt að útskýra fyrir kollegum manns erlendis hvað maður er akkúrat, vegna þess að maður er eitthvað svona á milli þess að vera aðstoðarráðherra eða chief of staff [yfirmaður starfsliðs], það sem er kannski kallað í Noregi statssekreter. Þetta er ekki alveg sambærilegt við eitthvað eitt starf sem þú sérð. Ég held að Danir kalli þetta stundum sérstakan ráðgjafa eða pólitískan ráðgjafa svona sitt á hvað, við erum eiginlega blanda af því.“ Jákvætt að fjölga aðstoðarmönnum Svanhildur telur það vera til bóta að aðstoðarmönnum ráðherra hafi verið fjölgað á undanförnum árum. Lögum um Stjórnarráð Íslands var breytt árið 2011 og hverjum ráðherra heimilt að ráða tvo aðstoðarmenn auk þess sem ríkisstjórninni var leyft að ráða þrjá til viðbótar. Sitjandi ríkisstjórn hefur fullnýtt þá heimild og starfa nú alls 25 aðstoðarmenn fyrir ráðherra og ríkisstjórn. Svanhildur var í fyrstu eini aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Þetta starf er eiginlega þannig að þú þarft helst að hafa fleiri til að deila því með. Þegar við Bjarni komum inn ætli það hafi ekki verið einhvers staðar á milli 80 og 90 starfsmenn í fjármálaráðuneytinu, þannig að þú sérð að tveir pólitískir vega ekkert svo þungt í þeim samanburði.“ „Ég held að þetta sé til bóta, þetta gerir það að verkum að mögulega getur ráðherrann þá veitt almenningi betri þjónustu. Hann verður ínáanlegri í gegnum aðstoðarmenn sína ef hann er með tvo til að svara en ekki bara einn sem er náttúrlega hluti af verkahring aðstoðarmanna að ræða við þá sem ráðherrann er að þjónusta, sem er almenningur.“ Virðisaukaskattur um þriðjungur af skatttekjum Svanhildur hefur komið nálægt undirbúningi þó nokkurra fjárlagafrumvarpanna og fjármálaáætlananna á árum sínum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún segir að tekjustofnar ríkisins séu mismikilvægir fyrir ríkissjóð en skattar á vöru og þjónustu sé einn sá stærsti. „Virðisaukaskatturinn er langstærsti hlutinn þar en það er gert ráð fyrir því árið 2021 að virðisaukaskatturinn verði um 230 milljarðar króna. Þegar gert er ráð fyrir að þessar hreinu skatttekjur ríkisins verði kannski rúmlega 600 milljarðar þá sérðu hvað þetta er stór hluti.“ Næst séu skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og fyrirtækja sem áætlað er að nemi um 260 milljörðum á þessu ári. „Þar af er tekjuskattur einstaklinga 185 milljarðar en það segir ekki alla söguna vegna þess að við borgum miklu hærri tekjuskatt en svo stór hluti af honum rennur til sveitarfélaga.“ Borga um 750 þúsund krónur á ári til heilbrigðiskerfisins Svanhildur segir að ef horft sé á útgjöld ríkissjóðs þá fari stærstur hluti þeirra í félags-, húsnæðis-, heilbrigðis- og tryggingamál. „Þetta eru um það bil helmingur af útgjöldum ríkisins sem eru áætluð í kringum þúsund milljarðar á þessu ári. Um það bil 500 milljarðar fara í þetta og svo talsvert langt þar á eftir koma mennta- og menningarmál sem taka um tíu prósent af útgjöldum,“ segir Svanhildur en bendir þó á að þessir málaflokkar séu ekki alltaf samanburðarhæfir. „Ef við skoðum þetta frá öðru sjónarhorni, til dæmis hvað maður er að borga á mann, þá fara 750 þúsund krónur á mann til heilbrigðiskerfisins á ári. Svo koma málefni aldraðra með 250 þúsund á mann eða einhvers staðar þar í kringum 90 milljarða.“ Á eftir komi örorkugreiðslur sem nemi rúmlega 200 þúsund krónum á mann á ári og svo samgöngur sem eru 150 þúsund krónur og svo háskólar með 140 þúsund. Vill að útbúinn verði skattatölvuleikur Svanhildur vill auka umræðu um tekju- og skattamál ríkisins og segir Íslendinga vanta betri módel til að áætla áhrif skattabreytinga. Vill hún sjá útbúinn einhvers konar efnahagshermi sem spái fyrir um það hvaða þýðingu hækkun eða lækkun skatta hafi fyrir efnahagslífið og tekjur ríkisins. „Tekjuskatturinn á einstaklinga var til dæmis lækkaður í tveimur skrefum um 21 milljarð króna. Þegar verið er að reikna inn breytingar á skattkerfinu til dæmis við fjárlagagerð eða gerð fjármálaáætlunar þá er þetta rosa mikill plús og mínus. Þetta er bara 21 milljarður sem þú rukkar skattgreiðendur ekki um sem þýðir bara 21 milljarð í tekjutap fyrir ríkið og þannig er það lagt fram. En við vitum auðvitað að það er ekkert þannig, þessir peningar hverfa ekkert út úr hagkerfinu, það verður eitthvað um þá. Þeir skila sér kannski inn sem virðisaukaskattur, þeir fara kannski í einhverja vinnu, þeir gera eitthvað. Mér finnst við oft ekki alveg ná að meta það nógu vel hver raunverulegu áhrifin eru, við getum kannski sett aðeins puttann upp í loftið og sagt að við höldum að áhrifin verði svona vegna þess að hagfræðikenningarnar segja okkur það. Við eigum svo mikið af kláru fólki, er ekki einhver annar þarna úti sem langar að búa til rosalega skemmtilegan tölvuleik um efnahagsmál?“ spyr Svanhildur og hlær. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt í samstarfi við Umboðsmann skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Efnahagsmál Skattar og tollar Leitin að peningunum Tengdar fréttir Aldrei verið auðveldara að kaupa húsnæði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja. 26. febrúar 2021 07:31 Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01 Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01 Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. 4. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Tæp átta ár eru síðan Svanhildur varð aðstoðarmaður en hún fylgdi Bjarna Benediktssyni inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið árið 2013. Fram að því hafði hún gengt stöðu aðstoðarmanns Bjarna sem formanns Sjálfstæðisflokksins og þar áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokksins. Svanhildur var viðmælandi Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Hún segir að starf aðstoðarmanns ráðherra sé fjölbreytt og verkefnin séu mismunandi eftir ráðherrum, ráðuneytum og bakgrunni aðstoðarmanna. Þeir séu á vissan hátt framlenging á ráðherranum þó þeir beri vissulega ekki ábyrgð á stjórnarathöfnum. „Aðstoðarmaður hjálpar til við stefnumótun og að fylgja eftir stefnumálum ráðherrans, hann skrifar ræður og greinar og undirbýr þingmál með starfsmönnum ráðuneytisins og hann fylgir ráðherra eftir á fundum og sér um samskipti við fjölmiðla. Það er eiginlega allt sem mögulega getur komið upp í einu ráðuneyti sem aðstoðarmaður getur haft eitthvað um að segja.“ Svanhildur segir um að ræða nokkuð óvenjulegt starf sem sé oft erfitt að njörva niður. „Það getur oft verið erfitt að útskýra fyrir kollegum manns erlendis hvað maður er akkúrat, vegna þess að maður er eitthvað svona á milli þess að vera aðstoðarráðherra eða chief of staff [yfirmaður starfsliðs], það sem er kannski kallað í Noregi statssekreter. Þetta er ekki alveg sambærilegt við eitthvað eitt starf sem þú sérð. Ég held að Danir kalli þetta stundum sérstakan ráðgjafa eða pólitískan ráðgjafa svona sitt á hvað, við erum eiginlega blanda af því.“ Jákvætt að fjölga aðstoðarmönnum Svanhildur telur það vera til bóta að aðstoðarmönnum ráðherra hafi verið fjölgað á undanförnum árum. Lögum um Stjórnarráð Íslands var breytt árið 2011 og hverjum ráðherra heimilt að ráða tvo aðstoðarmenn auk þess sem ríkisstjórninni var leyft að ráða þrjá til viðbótar. Sitjandi ríkisstjórn hefur fullnýtt þá heimild og starfa nú alls 25 aðstoðarmenn fyrir ráðherra og ríkisstjórn. Svanhildur var í fyrstu eini aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Þetta starf er eiginlega þannig að þú þarft helst að hafa fleiri til að deila því með. Þegar við Bjarni komum inn ætli það hafi ekki verið einhvers staðar á milli 80 og 90 starfsmenn í fjármálaráðuneytinu, þannig að þú sérð að tveir pólitískir vega ekkert svo þungt í þeim samanburði.“ „Ég held að þetta sé til bóta, þetta gerir það að verkum að mögulega getur ráðherrann þá veitt almenningi betri þjónustu. Hann verður ínáanlegri í gegnum aðstoðarmenn sína ef hann er með tvo til að svara en ekki bara einn sem er náttúrlega hluti af verkahring aðstoðarmanna að ræða við þá sem ráðherrann er að þjónusta, sem er almenningur.“ Virðisaukaskattur um þriðjungur af skatttekjum Svanhildur hefur komið nálægt undirbúningi þó nokkurra fjárlagafrumvarpanna og fjármálaáætlananna á árum sínum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún segir að tekjustofnar ríkisins séu mismikilvægir fyrir ríkissjóð en skattar á vöru og þjónustu sé einn sá stærsti. „Virðisaukaskatturinn er langstærsti hlutinn þar en það er gert ráð fyrir því árið 2021 að virðisaukaskatturinn verði um 230 milljarðar króna. Þegar gert er ráð fyrir að þessar hreinu skatttekjur ríkisins verði kannski rúmlega 600 milljarðar þá sérðu hvað þetta er stór hluti.“ Næst séu skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og fyrirtækja sem áætlað er að nemi um 260 milljörðum á þessu ári. „Þar af er tekjuskattur einstaklinga 185 milljarðar en það segir ekki alla söguna vegna þess að við borgum miklu hærri tekjuskatt en svo stór hluti af honum rennur til sveitarfélaga.“ Borga um 750 þúsund krónur á ári til heilbrigðiskerfisins Svanhildur segir að ef horft sé á útgjöld ríkissjóðs þá fari stærstur hluti þeirra í félags-, húsnæðis-, heilbrigðis- og tryggingamál. „Þetta eru um það bil helmingur af útgjöldum ríkisins sem eru áætluð í kringum þúsund milljarðar á þessu ári. Um það bil 500 milljarðar fara í þetta og svo talsvert langt þar á eftir koma mennta- og menningarmál sem taka um tíu prósent af útgjöldum,“ segir Svanhildur en bendir þó á að þessir málaflokkar séu ekki alltaf samanburðarhæfir. „Ef við skoðum þetta frá öðru sjónarhorni, til dæmis hvað maður er að borga á mann, þá fara 750 þúsund krónur á mann til heilbrigðiskerfisins á ári. Svo koma málefni aldraðra með 250 þúsund á mann eða einhvers staðar þar í kringum 90 milljarða.“ Á eftir komi örorkugreiðslur sem nemi rúmlega 200 þúsund krónum á mann á ári og svo samgöngur sem eru 150 þúsund krónur og svo háskólar með 140 þúsund. Vill að útbúinn verði skattatölvuleikur Svanhildur vill auka umræðu um tekju- og skattamál ríkisins og segir Íslendinga vanta betri módel til að áætla áhrif skattabreytinga. Vill hún sjá útbúinn einhvers konar efnahagshermi sem spái fyrir um það hvaða þýðingu hækkun eða lækkun skatta hafi fyrir efnahagslífið og tekjur ríkisins. „Tekjuskatturinn á einstaklinga var til dæmis lækkaður í tveimur skrefum um 21 milljarð króna. Þegar verið er að reikna inn breytingar á skattkerfinu til dæmis við fjárlagagerð eða gerð fjármálaáætlunar þá er þetta rosa mikill plús og mínus. Þetta er bara 21 milljarður sem þú rukkar skattgreiðendur ekki um sem þýðir bara 21 milljarð í tekjutap fyrir ríkið og þannig er það lagt fram. En við vitum auðvitað að það er ekkert þannig, þessir peningar hverfa ekkert út úr hagkerfinu, það verður eitthvað um þá. Þeir skila sér kannski inn sem virðisaukaskattur, þeir fara kannski í einhverja vinnu, þeir gera eitthvað. Mér finnst við oft ekki alveg ná að meta það nógu vel hver raunverulegu áhrifin eru, við getum kannski sett aðeins puttann upp í loftið og sagt að við höldum að áhrifin verði svona vegna þess að hagfræðikenningarnar segja okkur það. Við eigum svo mikið af kláru fólki, er ekki einhver annar þarna úti sem langar að búa til rosalega skemmtilegan tölvuleik um efnahagsmál?“ spyr Svanhildur og hlær. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt í samstarfi við Umboðsmann skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Efnahagsmál Skattar og tollar Leitin að peningunum Tengdar fréttir Aldrei verið auðveldara að kaupa húsnæði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja. 26. febrúar 2021 07:31 Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01 Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01 Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. 4. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Aldrei verið auðveldara að kaupa húsnæði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja. 26. febrúar 2021 07:31
Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01
Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01
Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. 4. febrúar 2021 07:31