Banvæn féþúfa Gunnlaugur Stefánsson skrifar 5. mars 2021 10:00 Ísland er líklega eina landið í heiminum sem leyfir að nota útlenskan og kynbættan stofn í laxeldi. Það skapar óhjákvæmilega erfðablöndun við villta og staðbundna laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir geta komið í veg fyrir það, mesta lagi hægt á þróuninni. Táknrænt um það eru myndavélar sem menn dýfa niður í árvötnin með ærnum kostnaði til að mynda göngufiska og ætla svo að skilja eldisfiskana frá. En stærstur hluti sleppifiska úr opnum sjókvíum eru að uppruna seiði sem sluppu og verða ekki greindir af myndum sem fullorðnir eldisfiskar á göngu upp árnar til hrygningar, en merkingarskylda seiða í kvíum hefur verið afnumin. Þetta vita sérfræðingar, en láta eins og vind um eyru þjóta, og stjórnmálamenn glepjast af „gróðanum“ í eldinu og sjá ekki annað. Fyrr en varir birtast niðurstöður úr rannsóknum sem sýna umtalsverða erfðablöndun í villtum laxastofnum. Eldislax er t.d. þegar kominn í flestar árnar í Arnarfirði. Það er fórnin fyrir gróða norskra auðrisa af nýlendu sinni á Íslandi. Þetta heitir að svíkja umhverfið í banvænar greipar og fórna villta laxinum. Hin pólitíska hugsjón, sem horfir upp á það aðgerðalaus, hlýtur að vera æði dofin og köld. En norsku eldisrisarnir hrósa sér af því heima hjá sér að framtíðin felist ekki í opna sjókvíaeldinu heldfur landeldi og risaseldiskvíum langt úti á hafi víðsfjarri viðkvæmum fjörðum. Reynslan af opna eldinu í fjörðunum í Noregi hefur reynst svo skaðleg fyrir umhverfið og villta fiskistofna að fullreynt þykir. En hér á landi er flest leyfilegt og umhverfisverndin þvælist ekki fyrir. Þá dugar að norskir eldisrisar monti sig af því að bjarga „örmagna“ byggðum og fá svo eldisleyfin nánast ókeypis á silfurfati sem kosta tugi milljarða í Noregi. Líklega hefur landsbyggðarpólitíkin ekki lagst lægra í seinni tíð að verða svo auðblekkt féþúfa fyrir fáeina norska eldisrisa og í boði íslenskra stjórnmálamanna sem virðast uppgefnir á að skapa skilyrði fyrir trausta búsetu og afkomu í dreifðum byggðum. Svo ætla sömu stjórnmálamenn að berja á dyr fólks fyrir kosningar og telja því trú um að þeim sé sérstaklega annt um græna atvinnu og umhverfisvernd. Við lifum örugglega í raunheimum? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er líklega eina landið í heiminum sem leyfir að nota útlenskan og kynbættan stofn í laxeldi. Það skapar óhjákvæmilega erfðablöndun við villta og staðbundna laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir geta komið í veg fyrir það, mesta lagi hægt á þróuninni. Táknrænt um það eru myndavélar sem menn dýfa niður í árvötnin með ærnum kostnaði til að mynda göngufiska og ætla svo að skilja eldisfiskana frá. En stærstur hluti sleppifiska úr opnum sjókvíum eru að uppruna seiði sem sluppu og verða ekki greindir af myndum sem fullorðnir eldisfiskar á göngu upp árnar til hrygningar, en merkingarskylda seiða í kvíum hefur verið afnumin. Þetta vita sérfræðingar, en láta eins og vind um eyru þjóta, og stjórnmálamenn glepjast af „gróðanum“ í eldinu og sjá ekki annað. Fyrr en varir birtast niðurstöður úr rannsóknum sem sýna umtalsverða erfðablöndun í villtum laxastofnum. Eldislax er t.d. þegar kominn í flestar árnar í Arnarfirði. Það er fórnin fyrir gróða norskra auðrisa af nýlendu sinni á Íslandi. Þetta heitir að svíkja umhverfið í banvænar greipar og fórna villta laxinum. Hin pólitíska hugsjón, sem horfir upp á það aðgerðalaus, hlýtur að vera æði dofin og köld. En norsku eldisrisarnir hrósa sér af því heima hjá sér að framtíðin felist ekki í opna sjókvíaeldinu heldfur landeldi og risaseldiskvíum langt úti á hafi víðsfjarri viðkvæmum fjörðum. Reynslan af opna eldinu í fjörðunum í Noregi hefur reynst svo skaðleg fyrir umhverfið og villta fiskistofna að fullreynt þykir. En hér á landi er flest leyfilegt og umhverfisverndin þvælist ekki fyrir. Þá dugar að norskir eldisrisar monti sig af því að bjarga „örmagna“ byggðum og fá svo eldisleyfin nánast ókeypis á silfurfati sem kosta tugi milljarða í Noregi. Líklega hefur landsbyggðarpólitíkin ekki lagst lægra í seinni tíð að verða svo auðblekkt féþúfa fyrir fáeina norska eldisrisa og í boði íslenskra stjórnmálamanna sem virðast uppgefnir á að skapa skilyrði fyrir trausta búsetu og afkomu í dreifðum byggðum. Svo ætla sömu stjórnmálamenn að berja á dyr fólks fyrir kosningar og telja því trú um að þeim sé sérstaklega annt um græna atvinnu og umhverfisvernd. Við lifum örugglega í raunheimum? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar