Mikið verk fyrir höndum við uppbyggingu og lagfæringu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 17:47 Aurskriðurnar sem féllu á Seyðisfirði ollu gríðarlegu tjóni. Vísir/Egill Hreinsun rústa og björgun muna við Slippinn á Seyðisfirði er komin vel áleiðis eftir tjónið sem þar varð í aurskriðunum sem féllu á Seyðisfirði fyrr í vetur. Mikið verk er enn fyrir höndum við uppbyggingu og lagfæringu þrátt fyrir að nú sjái fyrir endann á hreinsunarstarfi. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Austurlandi. Stöðufundur fór fram í morgun með fulltrúum lögreglu, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sveitarfélagsins Múlaþings, heimastjórnar á Seyðisfirði, Veðurstofu Íslands og fleirum. „Tvær vélar eru notaðar við að móta setþró innan varnargarða ofan við Slippinn. Við Nautaklauf var verið að ganga frá grjóthleðslum í farveginum og ganga frá endum efst á varnargarðinum. Verið er að vinna að undirbúningi aðgerða við vatnsfarveg yfir Fossgötu. Hönnun og undirbúningur er enn í gangi fyrir nýja veituþverun á Búðará, en þar er flækjustigið nokkuð vegna umfangs á lögnum,“ segir í færslunni. Á stöðufundinum í morgun var farið yfir stöðuna í hreinsunarstarfi og önnur gögn á borð við bráðabirgðahættumat, líkanreikninga, vöktunarmæla og rýmingarkort. Að undanförnu hefur verið unnið að líkansreikningum á skriðum sem hugsanlega gætu fallið úr þelaurðinni undir Strandartindi og eru þeir reikningar á lokastigi. Þá hafa verið fest kaup á sex sjálfvirkum GPS stöðvum til viðbótar við þrjár sem fyrir voru. „Þegar þeim hefur verið komið upp verður staðan betri fyrir vöktun á meðan úrkoma gengur yfir og mælingar með alstöð verða torveldari sökum lélegs skyggnis. Einnig er unnið að því að streyma gögnum fyrir vaktina á eina síðu þar sem vaktin getur fylgst með öllum mælitækjum á einum stað. Unnið er að hönnun og útgáfu á skiltum til dreifingar á Seyðisfirði með ráðum til íbúa um það hvað hafa skuli í huga komi til rýmingar. Þá er rýmingarkort í vinnslu,“ segir ennfremur í færslunni. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Stöðufundur fór fram í morgun með fulltrúum lögreglu, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sveitarfélagsins Múlaþings, heimastjórnar á Seyðisfirði, Veðurstofu Íslands og fleirum. „Tvær vélar eru notaðar við að móta setþró innan varnargarða ofan við Slippinn. Við Nautaklauf var verið að ganga frá grjóthleðslum í farveginum og ganga frá endum efst á varnargarðinum. Verið er að vinna að undirbúningi aðgerða við vatnsfarveg yfir Fossgötu. Hönnun og undirbúningur er enn í gangi fyrir nýja veituþverun á Búðará, en þar er flækjustigið nokkuð vegna umfangs á lögnum,“ segir í færslunni. Á stöðufundinum í morgun var farið yfir stöðuna í hreinsunarstarfi og önnur gögn á borð við bráðabirgðahættumat, líkanreikninga, vöktunarmæla og rýmingarkort. Að undanförnu hefur verið unnið að líkansreikningum á skriðum sem hugsanlega gætu fallið úr þelaurðinni undir Strandartindi og eru þeir reikningar á lokastigi. Þá hafa verið fest kaup á sex sjálfvirkum GPS stöðvum til viðbótar við þrjár sem fyrir voru. „Þegar þeim hefur verið komið upp verður staðan betri fyrir vöktun á meðan úrkoma gengur yfir og mælingar með alstöð verða torveldari sökum lélegs skyggnis. Einnig er unnið að því að streyma gögnum fyrir vaktina á eina síðu þar sem vaktin getur fylgst með öllum mælitækjum á einum stað. Unnið er að hönnun og útgáfu á skiltum til dreifingar á Seyðisfirði með ráðum til íbúa um það hvað hafa skuli í huga komi til rýmingar. Þá er rýmingarkort í vinnslu,“ segir ennfremur í færslunni.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira