Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2021 19:00 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. vísir/Vilhelm Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá fimm málum þar sem íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Þessar sáttir snerta allmörg hrunmál. Sáttin við Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þau hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem hæstaréttardómari átti hlutabréfaeign sem tapaðist við fall Landsbankans. Ívar Guðjónsson var dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans en Karl Emil Werneson, Sigurþór Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir í Milestone-málinu. Sátt þeirra byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, sem var dæmdur í Exeter-málinu. Í þeirra máli hafi regla um milliliðalausa sönnunarfærslu verið brotin. Sönnunargildi framburða endurmetið og sýknudómi snúið við án þess að hlýtt væri á vitnisburði. „Þetta er ekki góð einkunn fyrir refsivörsluna, að hún hafi öll verið í molum og það sé eiginlega í hverju refsimálinu á fætur öðru fundið að því að menn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar. Ríkið samþykkti að greiða öllum fimm miskabætur er nema 1,8 milljón króna. Þá eiga allir rétt á endurupptöku. Mál Sigurjóns hefur reyndar þegar verið endurupptekið samhliða máli Elínar og er niðurstöðu að vænta í því í næstu viku. Sigurður segir gott að taka málið aftur fyrir þegar lengra er liðið frá andrúmsloftinu eftir hrun. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimmenningarnir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hér á landi. Hvernig horfir það andrúmsloft við þér í dag? „Það var þannig andrúm eftir hrun að það var stofnað þetta embætti sérstaks saksóknara og einhvern veginn töldu þeir að þeir hefðu ríkari heimildir en lög almennt gerðu ráð fyrir og tíðarandinn var dálítið með þeim,“ segir Sigurður. „Hleruðu grimmt símtöl sakborninga og verjenda og það er búið að setja ofan í við þá mörgum sinnum út af því. Fóru líka í massívar handtökur og húsleitir sem virtust í stórum huta algjörlega tilgangslausar til þess að sýna samfélaginu að það væri verið að taka á mönnum sem settu höfðu sett samfélagið á hausinn. En ég held að þegar uppi er staðið, og það er farið að viðurkenna það víðar en áður, að hrunið á Íslandi var bara angi af alþjóðlegu bankahruni og það voru örugglega ekki framin hér alvarlegri afbrot en gengist og gerist í fyrirtækjarekstri almennt,“ segir Sigurður. „Ég held að menn hafi ekki haft sérstakan áhuga á því, eða ásetning, að skaða íslenskt samfélag eða setja fyrirtækið sitt á hausinn. Allir held ég voru að reyna róa í rétta átt og bjarga því sem bjargað varð.“ Hrunið Efnahagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá fimm málum þar sem íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Þessar sáttir snerta allmörg hrunmál. Sáttin við Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þau hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem hæstaréttardómari átti hlutabréfaeign sem tapaðist við fall Landsbankans. Ívar Guðjónsson var dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans en Karl Emil Werneson, Sigurþór Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir í Milestone-málinu. Sátt þeirra byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, sem var dæmdur í Exeter-málinu. Í þeirra máli hafi regla um milliliðalausa sönnunarfærslu verið brotin. Sönnunargildi framburða endurmetið og sýknudómi snúið við án þess að hlýtt væri á vitnisburði. „Þetta er ekki góð einkunn fyrir refsivörsluna, að hún hafi öll verið í molum og það sé eiginlega í hverju refsimálinu á fætur öðru fundið að því að menn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar. Ríkið samþykkti að greiða öllum fimm miskabætur er nema 1,8 milljón króna. Þá eiga allir rétt á endurupptöku. Mál Sigurjóns hefur reyndar þegar verið endurupptekið samhliða máli Elínar og er niðurstöðu að vænta í því í næstu viku. Sigurður segir gott að taka málið aftur fyrir þegar lengra er liðið frá andrúmsloftinu eftir hrun. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimmenningarnir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hér á landi. Hvernig horfir það andrúmsloft við þér í dag? „Það var þannig andrúm eftir hrun að það var stofnað þetta embætti sérstaks saksóknara og einhvern veginn töldu þeir að þeir hefðu ríkari heimildir en lög almennt gerðu ráð fyrir og tíðarandinn var dálítið með þeim,“ segir Sigurður. „Hleruðu grimmt símtöl sakborninga og verjenda og það er búið að setja ofan í við þá mörgum sinnum út af því. Fóru líka í massívar handtökur og húsleitir sem virtust í stórum huta algjörlega tilgangslausar til þess að sýna samfélaginu að það væri verið að taka á mönnum sem settu höfðu sett samfélagið á hausinn. En ég held að þegar uppi er staðið, og það er farið að viðurkenna það víðar en áður, að hrunið á Íslandi var bara angi af alþjóðlegu bankahruni og það voru örugglega ekki framin hér alvarlegri afbrot en gengist og gerist í fyrirtækjarekstri almennt,“ segir Sigurður. „Ég held að menn hafi ekki haft sérstakan áhuga á því, eða ásetning, að skaða íslenskt samfélag eða setja fyrirtækið sitt á hausinn. Allir held ég voru að reyna róa í rétta átt og bjarga því sem bjargað varð.“
Hrunið Efnahagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira