Selur allar vörur á 100 krónur og hefur ekki þurft að sækja í reynslubanka pabba síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2021 12:02 Stefán Franz Jónsson, eigandi 100kr.is, er sonur kaupsýslumannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem sjálfur átti dollaraverslanir í Bandaríkjunum um aldamótin. Aðsend „Þú sérð ekki oft þetta verð, hundrað krónur fyrir allt. Og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Stefán Franz Jónsson, stofnandi verslunarinnar 100kr.is í samtali við Vísi. Verslunin ber nafn með rentu – allar vörur sem þar eru til sölu kosta 100 krónur. Stefán er 23 ára og hefur lengst af búið í Bandaríkjunum, þar sem hann útskrifaðist með BS-próf í hagfræði og viðskiptum. Hann segir að hugmyndin að 100kr.is hafi kviknað út frá svokölluðum „Dollar stores“ sem algengar eru vestanhafs, þar sem allar vörur kosta yfirleitt einn bandaríkjadal. Undirbúningur hófst svo í janúar og verslunin opnaði nú í mars. Hún er eingöngu vefverslun en er með bækistöðvar á Fosshálsi. Íslendingar æstir í góðan díl En hvernig gengur það upp að bjóða svona lágt verð hér á Íslandi? Stefán kveðst hafa farið á stúfana og keypt upp vörulagera. „Það eru oft fullir lagerar, vörurnar kannski „out of season“ eða matvörur sem eru að nálgast síðasta söludag.“ Stefán segir verslunina hafa gengið afar vel og margt hafi þegar selst upp. „Mér líður eins og fólk sé glatt því að á Íslandi er allt svo svakalega dýrt og þegar fólk sér góðan díl er það æst í að nýta sér hann,“ segir Stefán. „Og svo er spurningin, þegar við erum búin með vörurnar hér, hvert næsta skref er. Nú er ég að horfa í kringum mig og spyrjast fyrir.“ Ekki þurft að sækja í reynslubankann hjá pabba Faðir Stefáns er kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, sem meðal annars rak dollaraverslanir í Bandaríkjunum undir merkjum Bill‘s dollar stores og Bonus dollar stores um aldamótin. Stefán segir að hann hafi hingað til ekki sótt í reynslubanka pabba síns í þessum efnum. „Hann er náttúrulega mjög mikið „Bónus“ og gerði það sjálfur svo hann hefur hvatt mig mikið til að prófa þetta. Hann hefur ekki hjálpað beint en ef þetta gengur vel er aldrei að vita hvað gerist.“ Neytendur Verslun Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Stefán er 23 ára og hefur lengst af búið í Bandaríkjunum, þar sem hann útskrifaðist með BS-próf í hagfræði og viðskiptum. Hann segir að hugmyndin að 100kr.is hafi kviknað út frá svokölluðum „Dollar stores“ sem algengar eru vestanhafs, þar sem allar vörur kosta yfirleitt einn bandaríkjadal. Undirbúningur hófst svo í janúar og verslunin opnaði nú í mars. Hún er eingöngu vefverslun en er með bækistöðvar á Fosshálsi. Íslendingar æstir í góðan díl En hvernig gengur það upp að bjóða svona lágt verð hér á Íslandi? Stefán kveðst hafa farið á stúfana og keypt upp vörulagera. „Það eru oft fullir lagerar, vörurnar kannski „out of season“ eða matvörur sem eru að nálgast síðasta söludag.“ Stefán segir verslunina hafa gengið afar vel og margt hafi þegar selst upp. „Mér líður eins og fólk sé glatt því að á Íslandi er allt svo svakalega dýrt og þegar fólk sér góðan díl er það æst í að nýta sér hann,“ segir Stefán. „Og svo er spurningin, þegar við erum búin með vörurnar hér, hvert næsta skref er. Nú er ég að horfa í kringum mig og spyrjast fyrir.“ Ekki þurft að sækja í reynslubankann hjá pabba Faðir Stefáns er kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, sem meðal annars rak dollaraverslanir í Bandaríkjunum undir merkjum Bill‘s dollar stores og Bonus dollar stores um aldamótin. Stefán segir að hann hafi hingað til ekki sótt í reynslubanka pabba síns í þessum efnum. „Hann er náttúrulega mjög mikið „Bónus“ og gerði það sjálfur svo hann hefur hvatt mig mikið til að prófa þetta. Hann hefur ekki hjálpað beint en ef þetta gengur vel er aldrei að vita hvað gerist.“
Neytendur Verslun Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira