„Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 00:35 Sérfræðingar Veðurstofu Íslands á vettvangi í dag. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands munu standa vaktina í alla nótt, venju samkvæmt, og fylgjast með jarðhræringunum á Reykjanesi. Unnið er á tvöföldum þessa dagana en staðan nú um miðnætti var óbreitt frá því fyrr í kvöld; Enn eru merki um óróa þótt nokkuð hafi dregið úr frá því síðdegis, en jarðskjálftavirkni er enn mikil. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi.“ Vísir náði tali af Bjarka á miðjum vaktaskiptum um miðnætti í kvöld. „Einar er að fara heim núna og Salóme er komin og svo er einn veðurfræðingur í viðbót. Og svo auðvitað ef að eitthvað gerist þá getur maður verið viss um að það verður troðfullt af fólki hérna,“ segir Bjarki og vísar þar til kollega sinna á Veðurstofunni. „Við erum tvöföld vakt hérna, við erum búin að vera það síðan þetta byrjaði og erum að reyna yfirfara skjálfta og skrifa tilkynningar ef það er eitthvað að tilkynna um og svo passa að við sjáum eitthvað ef það byrjar einhvern tímann. Eða ekki,“ segir Bjarki. Ekki fólk á svæðinu núna Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa jafnframt staðið vaktina og fylgst með gangi mála á vettvangi í grennd við Keili í dag. „Við erum ekki með fólk á svæðinu núna. Það er búið að vera fólk á svæðinu frá okkur í kvöld og ég veit ekki allt saman sem þau eru búin að gera en þau eru alla veganna búin að setja upp nýja vefmyndavél við Hvassahraun sem bendir í suður, svo við getum séð eitthvað,“ segir Bjarki. „En það eru alla veganna allir á leiðinni heim eða komnir í bæinn.“ Bjarki kveðst ekki vita til þess hvort flogið hafi verið aftur yfir svæðið í kvöld til að kanna hvort eitthvað sé að sjá. „Þau flugu yfir með Gæslunni í eftirmiðdaginn en það hefur ekkert verið flogið með Gæslunni aftur í kvöld, og auðvitað heldur ekkert æðislegt veður yfir svæðinu þarna. En ég veit ekki hvort það standi til að fljúga yfir á morgun,“ segir Bjarki. Gögn úr gervitungli geta varpað ljósi á stöðuna Von var á gervitunglamynd í kvöld sem að fer í vinnslu í kvöld og í nótt og viðbúið að niðurstöður úr greiningu þeirra gagna liggi fyrir um hádegisbil á morgun. „Það fer allt eftir því hversu hratt þau geta unnið úr gögnunum,“ segir Bjarki. Spurður hvort skjálftavirknin sé eitthvað færast til á beltinu segir hann erfitt að segja til um það á þessari stundu. „Það eru sumir skjálftar sem eru í suður enda á þessu sprungukerfi sem við erum með en það eru ekkert svo margir svo það er erfitt að segja til um það að svo stöddu, hvort þeir eru að færast suðvestur eða ekki. En skjálftavirknin sem er þarna og er búin að vera síðustu daga, hún er alltaf að færast upp og niður meðfram þessari sprungu sem fer suðvestur af Keili. Ég held að það sé lítið búið að vera að hoppa austur eins og er, og lítið í nótt líka. Hún er aðallega búin að liggja á þessu svæði suðvestur af Keili,“ útskýrir Bjarki. Hann segir að yfirfara þurfi enn fleiri skjálfta til að geta sagt til um hvort virknin sé að færast meira til. Í öllu falli standa sérfræðingar Veðurstofunnar vaktina og senda frá sér tilkynningar jafnóðum ef eitthvað breytist. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi.“ Vísir náði tali af Bjarka á miðjum vaktaskiptum um miðnætti í kvöld. „Einar er að fara heim núna og Salóme er komin og svo er einn veðurfræðingur í viðbót. Og svo auðvitað ef að eitthvað gerist þá getur maður verið viss um að það verður troðfullt af fólki hérna,“ segir Bjarki og vísar þar til kollega sinna á Veðurstofunni. „Við erum tvöföld vakt hérna, við erum búin að vera það síðan þetta byrjaði og erum að reyna yfirfara skjálfta og skrifa tilkynningar ef það er eitthvað að tilkynna um og svo passa að við sjáum eitthvað ef það byrjar einhvern tímann. Eða ekki,“ segir Bjarki. Ekki fólk á svæðinu núna Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa jafnframt staðið vaktina og fylgst með gangi mála á vettvangi í grennd við Keili í dag. „Við erum ekki með fólk á svæðinu núna. Það er búið að vera fólk á svæðinu frá okkur í kvöld og ég veit ekki allt saman sem þau eru búin að gera en þau eru alla veganna búin að setja upp nýja vefmyndavél við Hvassahraun sem bendir í suður, svo við getum séð eitthvað,“ segir Bjarki. „En það eru alla veganna allir á leiðinni heim eða komnir í bæinn.“ Bjarki kveðst ekki vita til þess hvort flogið hafi verið aftur yfir svæðið í kvöld til að kanna hvort eitthvað sé að sjá. „Þau flugu yfir með Gæslunni í eftirmiðdaginn en það hefur ekkert verið flogið með Gæslunni aftur í kvöld, og auðvitað heldur ekkert æðislegt veður yfir svæðinu þarna. En ég veit ekki hvort það standi til að fljúga yfir á morgun,“ segir Bjarki. Gögn úr gervitungli geta varpað ljósi á stöðuna Von var á gervitunglamynd í kvöld sem að fer í vinnslu í kvöld og í nótt og viðbúið að niðurstöður úr greiningu þeirra gagna liggi fyrir um hádegisbil á morgun. „Það fer allt eftir því hversu hratt þau geta unnið úr gögnunum,“ segir Bjarki. Spurður hvort skjálftavirknin sé eitthvað færast til á beltinu segir hann erfitt að segja til um það á þessari stundu. „Það eru sumir skjálftar sem eru í suður enda á þessu sprungukerfi sem við erum með en það eru ekkert svo margir svo það er erfitt að segja til um það að svo stöddu, hvort þeir eru að færast suðvestur eða ekki. En skjálftavirknin sem er þarna og er búin að vera síðustu daga, hún er alltaf að færast upp og niður meðfram þessari sprungu sem fer suðvestur af Keili. Ég held að það sé lítið búið að vera að hoppa austur eins og er, og lítið í nótt líka. Hún er aðallega búin að liggja á þessu svæði suðvestur af Keili,“ útskýrir Bjarki. Hann segir að yfirfara þurfi enn fleiri skjálfta til að geta sagt til um hvort virknin sé að færast meira til. Í öllu falli standa sérfræðingar Veðurstofunnar vaktina og senda frá sér tilkynningar jafnóðum ef eitthvað breytist.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira