Pep segir að City-liðið hafi komist í gegnum helvíti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 10:30 Leikmenn Manchester City fagna hér marki Gabriel Jesus á móti Úlfunum í gær. AP/Carl Recine Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er áfram varkár í yfirlýsingum sínum þrátt fyrir að lið hans hafi í gær náð fimmtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City vann 4-1 sigur á Wolves í gær og er nú með 65 stig eða fimmtán fleiri en Manchester United í öðru sæti. Þetta var 21. sigur Manchester City í röð í öllum keppnum en liðið er með yfirburðastöðu í deildinni, í góðri stöðu eftir sigur á Gladbach í fyrri leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar, komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins og í úrslitaleik enska deildabikarsins. Pep Guardiola hrósaði sínum mönnum fyrir að komast svo vel í gegnum mjög erfiðan hluta tímabilsins með allt leikjaálagið yfir háveturinn. "The record we will talk about in the future. In Winter time - November, December, January in England, it is hell! It s more than remarkable." #MCFC https://t.co/dKdvGbSdEe— Football365 (@F365) March 2, 2021 „Það er vetur í Englandi og hann er algjört helvíti. Við gerðum eitthvað ótrúlegt. Þetta er meira en magnað,“ sagði Pep Guardiola við breska ríkisútvarpið. „Leikmennirnir eiga skilið hrós frá mér en Liverpool er enn með krúnuna. Við þurfum að ná í öll þessi stig til að vinna ensku úrvalsdeildina,“ sagði Guardiola. Sigurganga Manchester City hófst með 1-0 útisigri á Southampton 19. desember en City liðið hefur ekki tapað leik síðan að liðið tapaði 2-0 á móti Tottenham 21. nóvember. City hefur því unnið alla leiki sína undanfarna 77 daga og hefur enn fremur ekki tapað leik í öllum keppnum í meira en hundrað daga. Man City 4-1 Wolves: Pep Guardiola says side 'came through hell' https://t.co/LbPoBCxh4w— BBC News (UK) (@BBCNews) March 2, 2021 Næsti leikur City er á móti Manchester United um næstu helgi og þar gæti liðið endanlega gengið frá titilbaráttunnu. „Við fáum einn eða tvo daga til að hvíla okkur og átta okkur um leið hversu sterkir þeir eru. Þetta verður ótrúlegt tækifæri til að taka risaskref og við ætlum að reyna að ná því,“ sagði Guardiola. Manchester City hefur skorað 55 mörk í þessum 21 sigurleik í röð og aðeins fengið á sig átta mörk. Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Manchester City vann 4-1 sigur á Wolves í gær og er nú með 65 stig eða fimmtán fleiri en Manchester United í öðru sæti. Þetta var 21. sigur Manchester City í röð í öllum keppnum en liðið er með yfirburðastöðu í deildinni, í góðri stöðu eftir sigur á Gladbach í fyrri leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar, komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins og í úrslitaleik enska deildabikarsins. Pep Guardiola hrósaði sínum mönnum fyrir að komast svo vel í gegnum mjög erfiðan hluta tímabilsins með allt leikjaálagið yfir háveturinn. "The record we will talk about in the future. In Winter time - November, December, January in England, it is hell! It s more than remarkable." #MCFC https://t.co/dKdvGbSdEe— Football365 (@F365) March 2, 2021 „Það er vetur í Englandi og hann er algjört helvíti. Við gerðum eitthvað ótrúlegt. Þetta er meira en magnað,“ sagði Pep Guardiola við breska ríkisútvarpið. „Leikmennirnir eiga skilið hrós frá mér en Liverpool er enn með krúnuna. Við þurfum að ná í öll þessi stig til að vinna ensku úrvalsdeildina,“ sagði Guardiola. Sigurganga Manchester City hófst með 1-0 útisigri á Southampton 19. desember en City liðið hefur ekki tapað leik síðan að liðið tapaði 2-0 á móti Tottenham 21. nóvember. City hefur því unnið alla leiki sína undanfarna 77 daga og hefur enn fremur ekki tapað leik í öllum keppnum í meira en hundrað daga. Man City 4-1 Wolves: Pep Guardiola says side 'came through hell' https://t.co/LbPoBCxh4w— BBC News (UK) (@BBCNews) March 2, 2021 Næsti leikur City er á móti Manchester United um næstu helgi og þar gæti liðið endanlega gengið frá titilbaráttunnu. „Við fáum einn eða tvo daga til að hvíla okkur og átta okkur um leið hversu sterkir þeir eru. Þetta verður ótrúlegt tækifæri til að taka risaskref og við ætlum að reyna að ná því,“ sagði Guardiola. Manchester City hefur skorað 55 mörk í þessum 21 sigurleik í röð og aðeins fengið á sig átta mörk.
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira