Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2021 23:56 Viðskiptavinur kemur úr verslun í Dallas. Grímuskylda verður afnumin frá og með 10. mars. AP/LM Otero Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. Fleiri ríki hyggjast rýmka reglur sínar í ljósi fækkandi smita. Joe Biden, forseti, lofar því að bóluefni verði aðgengilegt öllum landsmönnum fyrr en áætlað var. Tilskipun Gregs Abbott, ríkisstjóra Texas, er umfangsmesta afnám aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum sem nokkuð ríki Bandaríkjanna hefur ráðist í til þessa. Ekki verður lengur skylda að ganga með grímu á opinberum stöðum og flest fyrirtæki fá að hefja óhefta starfsemi þegar í næstu viku. „Nú er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði repúblikaninn Abbott. Á sama tíma vara heilbrigðissérfræðingar alríkisstjórnarinnar við því að ný og meira smitandi afbrigði veirunni gætu breiðst hratt út um Bandaríkin. Því ættu yfirvöld í ríkjum ekki að sofa á verðinum. AP-fréttastofan segir að ákvörðun Abbott valdi einnig læknum og borgarstjórum stærri borga í Texas ugg. Þeir búi sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar. Fleiri en 42.000 manns hafa þegar látið lífi af völdum veirunnar í Texas, aðeins hafa fleiri látist í New York og Kaliforníu. Tilfellum þar hefur aftur á móti farið fækkandi undanfarið. Innlagnir á sjúkrahús hafa ekki verið færri frá því í október. „Ég hef bara áhyggjur af því að það eigi eftir að skella á flóðbylgja nýrra tilfella. Ég vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en því virðist sagan eiga það til að endurtaka sig,“ segir Joseph Varon, yfirlæknir á United Memorial-sjúkrahúsinu í Houston. Varon segist hafa tjáð yfirvöldum strax eftir tilkynningu Abbott um tilslakanirnar að hann þyrfti á meiri mannskap og fleiri öndunarvélum að halda. Ríkisstjórar annars staðar hafa einnig brugðist við rénun faraldursins með því að slaka á aðgerðum. Í Iowa, Mississippi, Montana og Norður-Dakóta hefur grímuskylda sem var komið á fyrr í faraldrinum þegar verið afnumin. Í Chicago-borg í Illinois ætlar borgarstjórinn Lori Lightfoot að leyfa börum, veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum að taka við fleiri viðskiptavinum en áður og hafa opið lengur. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag.AP/Evan Vucci Láti ekki deigan síga þrátt fyrir að sjái fyrir endann Biden forseti greindi frá því í dag að hann byggist við því að Bandaríkin hefðu úr nægu bóluefni að spila til þess að bólusetja alla fullorðna landsmenn fyrir lok maí. Fram að þessu hefur stefnan verið sett á lok júlí, að sögn Washington Post. Aukin framleiðsla á bóluefni og þriðja bóluefnið sem leyfi hefur fengist fyrir er ástæðan fyrir bjartsýni forsetans. Varaði Biden við því að ekki mætti láta deigan síga í baráttunni við veiruna þó að bjartari tímar væru framundan. „Nú þegar það er ljós við enda ganganna getum við ekki sofið á verðinum eða gert ráð fyrir því að sigurinn sé í höfn. Við verðum að halda vöku okkar, grípa hratt og ákveðið til aðgerða og huga hvert að öðru. Þannig vinnum við sigur á þessari veiru, komið efnahagslífinu aftur í gang og komast aftur til ástvina okkar,“ sagði forsetinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Fleiri ríki hyggjast rýmka reglur sínar í ljósi fækkandi smita. Joe Biden, forseti, lofar því að bóluefni verði aðgengilegt öllum landsmönnum fyrr en áætlað var. Tilskipun Gregs Abbott, ríkisstjóra Texas, er umfangsmesta afnám aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum sem nokkuð ríki Bandaríkjanna hefur ráðist í til þessa. Ekki verður lengur skylda að ganga með grímu á opinberum stöðum og flest fyrirtæki fá að hefja óhefta starfsemi þegar í næstu viku. „Nú er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði repúblikaninn Abbott. Á sama tíma vara heilbrigðissérfræðingar alríkisstjórnarinnar við því að ný og meira smitandi afbrigði veirunni gætu breiðst hratt út um Bandaríkin. Því ættu yfirvöld í ríkjum ekki að sofa á verðinum. AP-fréttastofan segir að ákvörðun Abbott valdi einnig læknum og borgarstjórum stærri borga í Texas ugg. Þeir búi sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar. Fleiri en 42.000 manns hafa þegar látið lífi af völdum veirunnar í Texas, aðeins hafa fleiri látist í New York og Kaliforníu. Tilfellum þar hefur aftur á móti farið fækkandi undanfarið. Innlagnir á sjúkrahús hafa ekki verið færri frá því í október. „Ég hef bara áhyggjur af því að það eigi eftir að skella á flóðbylgja nýrra tilfella. Ég vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en því virðist sagan eiga það til að endurtaka sig,“ segir Joseph Varon, yfirlæknir á United Memorial-sjúkrahúsinu í Houston. Varon segist hafa tjáð yfirvöldum strax eftir tilkynningu Abbott um tilslakanirnar að hann þyrfti á meiri mannskap og fleiri öndunarvélum að halda. Ríkisstjórar annars staðar hafa einnig brugðist við rénun faraldursins með því að slaka á aðgerðum. Í Iowa, Mississippi, Montana og Norður-Dakóta hefur grímuskylda sem var komið á fyrr í faraldrinum þegar verið afnumin. Í Chicago-borg í Illinois ætlar borgarstjórinn Lori Lightfoot að leyfa börum, veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum að taka við fleiri viðskiptavinum en áður og hafa opið lengur. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag.AP/Evan Vucci Láti ekki deigan síga þrátt fyrir að sjái fyrir endann Biden forseti greindi frá því í dag að hann byggist við því að Bandaríkin hefðu úr nægu bóluefni að spila til þess að bólusetja alla fullorðna landsmenn fyrir lok maí. Fram að þessu hefur stefnan verið sett á lok júlí, að sögn Washington Post. Aukin framleiðsla á bóluefni og þriðja bóluefnið sem leyfi hefur fengist fyrir er ástæðan fyrir bjartsýni forsetans. Varaði Biden við því að ekki mætti láta deigan síga í baráttunni við veiruna þó að bjartari tímar væru framundan. „Nú þegar það er ljós við enda ganganna getum við ekki sofið á verðinum eða gert ráð fyrir því að sigurinn sé í höfn. Við verðum að halda vöku okkar, grípa hratt og ákveðið til aðgerða og huga hvert að öðru. Þannig vinnum við sigur á þessari veiru, komið efnahagslífinu aftur í gang og komast aftur til ástvina okkar,“ sagði forsetinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira