Margfalt fleiri skjálftar á viku en heilu ári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2021 23:20 Skjálftavirkni á Reykjanesskaga er enn að mestu bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili. Vísir/Vilhelm Enn mælist mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Nú síðdegis hefur fjöldi skjálfta á svæðinu mælst svipaður og síðustu daga en skjálftarnir verið heldur minni. Frá upphafi hrinunnar í síðustu viku hafa mælst rúmlega fjórfalt fleiri skjálftar á svæðinu en allt árið 2019. „Það er enginn skjálfti yfir þremur síðan í hádeginu, en samt sem áður yfir 2.000 skjálftar í kerfinu í dag. Virknin er áfram að mestu leyti bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir of snemmt að segja til um hvort skjálftahrinan sem gengið hefur yfir Reykjanesskagann sé að deyja út. Í hrinum sem þessari sjáist oft lotur með minni skjálftum en stórir skjálftar geti þó enn gert vart við sig. Enn séu líkur á jarðskjálftum að svipaðri stærð og hafa skekið suðvesturhorn landsins síðustu daga. „Ég myndi ekki lesa mikið í þessar breytingar á stærð skjálftanna seinni partinn í dag. Við erum enn með sama fjölda skjálfta og það sýnir að það er enn mikil virkni á svæðinu,“ segir Einar Bessi. Margfalt fleiri skjálftar á viku en allt 2019 Til marks um hversu óvenju mikil jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur verið að undanförnu bendir Einar Bessi á að árið 2019 hafi um 3.200 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Síðan núverandi hrina hófst í síðustu viku hafa þeir verið um fjórtán þúsund. „Þetta er margfalt meiri virkni en við erum að horfa á í venjulegu árferði.“ Einar Bessi segir að litlar breytingar sé að sjá á virkninni, þegar allt er tekið með í reikninginn. Á síðustu dögum hafa skjálftar yfir fjórum og upp í fimm að stærð riðið yfir. Helsta breytingin sé líklega sú sviðsmynd sem sett var fram í gær, eftir að svæðið var skoðað á gervihnattamyndum, um mögulegt kvikuinnskot. „Það mun ekkert breytast fyrr en það kemur ný gervitunglamynd og verður búið að vinna úr henni á fimmtudagsmorgun. Þá sjáum við hver þróunin er í aflögun,“ segir Einar Bessi. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Það er enginn skjálfti yfir þremur síðan í hádeginu, en samt sem áður yfir 2.000 skjálftar í kerfinu í dag. Virknin er áfram að mestu leyti bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir of snemmt að segja til um hvort skjálftahrinan sem gengið hefur yfir Reykjanesskagann sé að deyja út. Í hrinum sem þessari sjáist oft lotur með minni skjálftum en stórir skjálftar geti þó enn gert vart við sig. Enn séu líkur á jarðskjálftum að svipaðri stærð og hafa skekið suðvesturhorn landsins síðustu daga. „Ég myndi ekki lesa mikið í þessar breytingar á stærð skjálftanna seinni partinn í dag. Við erum enn með sama fjölda skjálfta og það sýnir að það er enn mikil virkni á svæðinu,“ segir Einar Bessi. Margfalt fleiri skjálftar á viku en allt 2019 Til marks um hversu óvenju mikil jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur verið að undanförnu bendir Einar Bessi á að árið 2019 hafi um 3.200 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Síðan núverandi hrina hófst í síðustu viku hafa þeir verið um fjórtán þúsund. „Þetta er margfalt meiri virkni en við erum að horfa á í venjulegu árferði.“ Einar Bessi segir að litlar breytingar sé að sjá á virkninni, þegar allt er tekið með í reikninginn. Á síðustu dögum hafa skjálftar yfir fjórum og upp í fimm að stærð riðið yfir. Helsta breytingin sé líklega sú sviðsmynd sem sett var fram í gær, eftir að svæðið var skoðað á gervihnattamyndum, um mögulegt kvikuinnskot. „Það mun ekkert breytast fyrr en það kemur ný gervitunglamynd og verður búið að vinna úr henni á fimmtudagsmorgun. Þá sjáum við hver þróunin er í aflögun,“ segir Einar Bessi.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira