Margfalt fleiri skjálftar á viku en heilu ári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2021 23:20 Skjálftavirkni á Reykjanesskaga er enn að mestu bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili. Vísir/Vilhelm Enn mælist mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Nú síðdegis hefur fjöldi skjálfta á svæðinu mælst svipaður og síðustu daga en skjálftarnir verið heldur minni. Frá upphafi hrinunnar í síðustu viku hafa mælst rúmlega fjórfalt fleiri skjálftar á svæðinu en allt árið 2019. „Það er enginn skjálfti yfir þremur síðan í hádeginu, en samt sem áður yfir 2.000 skjálftar í kerfinu í dag. Virknin er áfram að mestu leyti bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir of snemmt að segja til um hvort skjálftahrinan sem gengið hefur yfir Reykjanesskagann sé að deyja út. Í hrinum sem þessari sjáist oft lotur með minni skjálftum en stórir skjálftar geti þó enn gert vart við sig. Enn séu líkur á jarðskjálftum að svipaðri stærð og hafa skekið suðvesturhorn landsins síðustu daga. „Ég myndi ekki lesa mikið í þessar breytingar á stærð skjálftanna seinni partinn í dag. Við erum enn með sama fjölda skjálfta og það sýnir að það er enn mikil virkni á svæðinu,“ segir Einar Bessi. Margfalt fleiri skjálftar á viku en allt 2019 Til marks um hversu óvenju mikil jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur verið að undanförnu bendir Einar Bessi á að árið 2019 hafi um 3.200 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Síðan núverandi hrina hófst í síðustu viku hafa þeir verið um fjórtán þúsund. „Þetta er margfalt meiri virkni en við erum að horfa á í venjulegu árferði.“ Einar Bessi segir að litlar breytingar sé að sjá á virkninni, þegar allt er tekið með í reikninginn. Á síðustu dögum hafa skjálftar yfir fjórum og upp í fimm að stærð riðið yfir. Helsta breytingin sé líklega sú sviðsmynd sem sett var fram í gær, eftir að svæðið var skoðað á gervihnattamyndum, um mögulegt kvikuinnskot. „Það mun ekkert breytast fyrr en það kemur ný gervitunglamynd og verður búið að vinna úr henni á fimmtudagsmorgun. Þá sjáum við hver þróunin er í aflögun,“ segir Einar Bessi. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
„Það er enginn skjálfti yfir þremur síðan í hádeginu, en samt sem áður yfir 2.000 skjálftar í kerfinu í dag. Virknin er áfram að mestu leyti bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir of snemmt að segja til um hvort skjálftahrinan sem gengið hefur yfir Reykjanesskagann sé að deyja út. Í hrinum sem þessari sjáist oft lotur með minni skjálftum en stórir skjálftar geti þó enn gert vart við sig. Enn séu líkur á jarðskjálftum að svipaðri stærð og hafa skekið suðvesturhorn landsins síðustu daga. „Ég myndi ekki lesa mikið í þessar breytingar á stærð skjálftanna seinni partinn í dag. Við erum enn með sama fjölda skjálfta og það sýnir að það er enn mikil virkni á svæðinu,“ segir Einar Bessi. Margfalt fleiri skjálftar á viku en allt 2019 Til marks um hversu óvenju mikil jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur verið að undanförnu bendir Einar Bessi á að árið 2019 hafi um 3.200 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Síðan núverandi hrina hófst í síðustu viku hafa þeir verið um fjórtán þúsund. „Þetta er margfalt meiri virkni en við erum að horfa á í venjulegu árferði.“ Einar Bessi segir að litlar breytingar sé að sjá á virkninni, þegar allt er tekið með í reikninginn. Á síðustu dögum hafa skjálftar yfir fjórum og upp í fimm að stærð riðið yfir. Helsta breytingin sé líklega sú sviðsmynd sem sett var fram í gær, eftir að svæðið var skoðað á gervihnattamyndum, um mögulegt kvikuinnskot. „Það mun ekkert breytast fyrr en það kemur ný gervitunglamynd og verður búið að vinna úr henni á fimmtudagsmorgun. Þá sjáum við hver þróunin er í aflögun,“ segir Einar Bessi.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira