Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2021 19:21 Mögulegt flugvallastæði í Hvassahrauni. Grafík/HÞ Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. Í nýju hraunflæðilíkani er gert ráð fyrir að hraun muni renna í nágrenni og jafnvel yfir mögulegt flugvallastæði í Hvassahrauni eins og sést á bleiku flekkjunum á meðfylgjandi mynd, ef gos hæfist á Reykjanesi í yfirstandandi jarðhræringum. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ekki vænlegt að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Hann er einn helstu baráttumanna fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur fái að starfa áfram.Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson kom inn á þessi mál í sérstakri umræðu um innviði og þjóðaröryggi á Alþingi í dag. „Værum við til dæmis þessa dagana vel sett með innanlandsflugvöll í Hvassahrauni. Væri það skynsamlegt ef til meiriháttar hamfara kæmi að vera með innanlandsflugið í uppnámi vegna staðsetningar í Hvassahrauni, Reykjanesbrautina lokaða vegna hraunrennslis og þar af leiðandi ótryggar samgöngur við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík,“ spurði Njáll Trausti en hann hefur farið framarlega í baráttunni fyrir því að ekki verði hreyft við Reykjavíkurflugvelli. Samgönguráðherra segir samkomulag við Reykjavíkurborg frá nóvember 2019 um tveggja ára rannsóknir á kostum flugvallar í Hvassahrauni standa. En núverandi staða hljóti að koma til skoðunar í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samkomulag ríkis og borgar um könnun á kostum Hvassahrauns enn standa. En fyrstu rannsóknum á að ljúka undir lok þessa árs. „Hins vegar er náttúrlega ljóst að ef þarna er að fara að gerast atburðir af þessari stærðargráðu þá mun það örugglega koma til endurmats,“ segir Sigurður Ingi. Þorvaldur Þórðarson sem er einn helsti sérfræðingur landsins í hraunflæði segir að ef eldgos verði á þeim stað sem mestar líkur væru á því nú yrði flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði.Stöð 2/Sigurjón Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur segir að samkvæmt nýjustu spá myndi annað hvort gjósa rétt sunnan við Keili eða austan við Trölladyngju í Móhálsadal, gjósi á annað borð á næstunni. „Þá myndi hraun flæða norður og niður Hrútagjágengjuna í átt að Hafnarfirði og síðan í áttina líka að fyrirætluðu flugvallarstæði.“ Að hraun færi að minnsta kosti í kringum flugvallarsvæðið og jafnvel á það? „Það gæti þess vegna farið yfir það. En mjög líklega í grennd við það. Einfaldasta leiðin til að líta á þetta er að flugvallarstæðið er inn á hættusvæði hvað hraunflæði varðar,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Ljós- og dökkbleiku flekkirnir á þessari mynd frá sérfræðingum Háskóla Íslands sýna hvar hraun mun líklegast flæða gjósi þar sem mestar líkur eru á gosi miðað við stöðuna í dag. Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Í nýju hraunflæðilíkani er gert ráð fyrir að hraun muni renna í nágrenni og jafnvel yfir mögulegt flugvallastæði í Hvassahrauni eins og sést á bleiku flekkjunum á meðfylgjandi mynd, ef gos hæfist á Reykjanesi í yfirstandandi jarðhræringum. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ekki vænlegt að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Hann er einn helstu baráttumanna fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur fái að starfa áfram.Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson kom inn á þessi mál í sérstakri umræðu um innviði og þjóðaröryggi á Alþingi í dag. „Værum við til dæmis þessa dagana vel sett með innanlandsflugvöll í Hvassahrauni. Væri það skynsamlegt ef til meiriháttar hamfara kæmi að vera með innanlandsflugið í uppnámi vegna staðsetningar í Hvassahrauni, Reykjanesbrautina lokaða vegna hraunrennslis og þar af leiðandi ótryggar samgöngur við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík,“ spurði Njáll Trausti en hann hefur farið framarlega í baráttunni fyrir því að ekki verði hreyft við Reykjavíkurflugvelli. Samgönguráðherra segir samkomulag við Reykjavíkurborg frá nóvember 2019 um tveggja ára rannsóknir á kostum flugvallar í Hvassahrauni standa. En núverandi staða hljóti að koma til skoðunar í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samkomulag ríkis og borgar um könnun á kostum Hvassahrauns enn standa. En fyrstu rannsóknum á að ljúka undir lok þessa árs. „Hins vegar er náttúrlega ljóst að ef þarna er að fara að gerast atburðir af þessari stærðargráðu þá mun það örugglega koma til endurmats,“ segir Sigurður Ingi. Þorvaldur Þórðarson sem er einn helsti sérfræðingur landsins í hraunflæði segir að ef eldgos verði á þeim stað sem mestar líkur væru á því nú yrði flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði.Stöð 2/Sigurjón Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur segir að samkvæmt nýjustu spá myndi annað hvort gjósa rétt sunnan við Keili eða austan við Trölladyngju í Móhálsadal, gjósi á annað borð á næstunni. „Þá myndi hraun flæða norður og niður Hrútagjágengjuna í átt að Hafnarfirði og síðan í áttina líka að fyrirætluðu flugvallarstæði.“ Að hraun færi að minnsta kosti í kringum flugvallarsvæðið og jafnvel á það? „Það gæti þess vegna farið yfir það. En mjög líklega í grennd við það. Einfaldasta leiðin til að líta á þetta er að flugvallarstæðið er inn á hættusvæði hvað hraunflæði varðar,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Ljós- og dökkbleiku flekkirnir á þessari mynd frá sérfræðingum Háskóla Íslands sýna hvar hraun mun líklegast flæða gjósi þar sem mestar líkur eru á gosi miðað við stöðuna í dag.
Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira