„Erfitt að breyta til á miðri leið“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2021 23:01 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson veltu vöngum yfir leikjaálaginu í Olís-deild karla, þar sem þeir hafa báðir þjálfað. stöð 2 sport „Það var farið af stað með þetta svona og ég held að það sé voðalega erfitt að breyta til á miðri leið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í umræðum um álag á leikmönnum í Olís-deild karla í handbolta. Henry Birgir Gunnarsson fór yfir málið með Bjarna og Einari Andra Einarssyni í Lokaskotinu og er hægt að sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, gagnrýndi HSÍ á mánudagskvöld fyrir þétta leikjadagskrá, eftir að Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í upphitun fyrir leik við Stjörnuna. Í síðustu viku lagði Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, skóna á hilluna eftir þrálát axlarmeiðsli. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum sumra liðanna í deildinni. Þórsarar lögðu til í desember að vegna langs hlés í Olís-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins yrði leikin einföld umferð í stað þess að hvert lið spilaði 22 leiki með tilheyrandi leikjaálagi. Sú tillaga naut ekki nægilegs stuðnings frá öðrum félögum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi í gær að leikjaálagið væri vissulega mikið og eitthvað sem að HSÍ hefði áhyggjur af. Þeim áhyggjum hefði sambandið deilt með aðildarfélögum en ekki fundist önnur lausn en að hafa mótið í fullri lengd. „Við erum að fara aftur af stað eftir Covid-pásu og það er ekki hægt að klára þetta mót nema með því að spila þétt, því miður. Það er örugglega ekkert frábært fyrir leikmenn, og við sjáum það í þessum meiðslum, en þetta er staðreyndin,“ sagði Einar Andri Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Menn byrjuðu allt of geyst „Það þurfti að funda um þetta áður en við fórum af stað aftur, hvernig við færum að þessu, og þetta var niðurstaðan. Ég veit svo sem ekki hvaða aðrar tillögur voru í boði. Það hefði verið hægt að spila bara eina umferð en mönnum hugnaðist það ekki. Ég veit ekki hver var með lausnina á því hvernig væri hægt að gera, þó að auðvitað væri betra að það væri lengri tími á milli leikja,“ sagði Einar. „Ég held að þetta sé tvíþætt varðandi meiðslin. Við erum ekki endilega að horfa upp á mikið af meiðslum í leikjunum núna… það eru oft meiðsli,“ sagði Bjarni. „En við erum líka að horfa upp á það að mörg lið eru með meiðsli í sínum herbúðum þegar þau mæta til leiks. Það er af því að það mátti ekki æfa og svo var allt í einu bara leikur eftir korter. Menn byrjuðu því allt of geyst. Þess vegna held ég að margir hafi meiðst í undirbúningnum, vegna álagsins sem var að fara að koma,“ sagði Bjarni, sem hefði viljað sjá félögin vinna betur saman: „Þetta er allt ákveðið fyrir fram og félögin hafa alveg sitt að segja um hlutina. Ég held að vandamálið sé að félögin hafi ekki unnið saman til að gera þetta eins vel og þau gætu.“ Vilja menn spila langt fram á sumar? Ein leið til að minnka leikjaálagið er að færa bikarkeppnina til eða sleppa henni að þessu sinni. Einnig væri hægt að draga mótið enn lengra fram á sumarið: „Vilja leikmenn það? Mótinu á að ljúka um miðjan júní. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara lengra var sú að U21-landsliðið var að fara á stórmót í sumar, sem nú er búið að blása af. Það er þá mögulega hægt að lengja mótið en vilja menn það? Flestir samningar renna út í maí eða júní svo þar er líka flækjustig,“ sagði Einar. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór yfir málið með Bjarna og Einari Andra Einarssyni í Lokaskotinu og er hægt að sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, gagnrýndi HSÍ á mánudagskvöld fyrir þétta leikjadagskrá, eftir að Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í upphitun fyrir leik við Stjörnuna. Í síðustu viku lagði Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, skóna á hilluna eftir þrálát axlarmeiðsli. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum sumra liðanna í deildinni. Þórsarar lögðu til í desember að vegna langs hlés í Olís-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins yrði leikin einföld umferð í stað þess að hvert lið spilaði 22 leiki með tilheyrandi leikjaálagi. Sú tillaga naut ekki nægilegs stuðnings frá öðrum félögum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi í gær að leikjaálagið væri vissulega mikið og eitthvað sem að HSÍ hefði áhyggjur af. Þeim áhyggjum hefði sambandið deilt með aðildarfélögum en ekki fundist önnur lausn en að hafa mótið í fullri lengd. „Við erum að fara aftur af stað eftir Covid-pásu og það er ekki hægt að klára þetta mót nema með því að spila þétt, því miður. Það er örugglega ekkert frábært fyrir leikmenn, og við sjáum það í þessum meiðslum, en þetta er staðreyndin,“ sagði Einar Andri Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Menn byrjuðu allt of geyst „Það þurfti að funda um þetta áður en við fórum af stað aftur, hvernig við færum að þessu, og þetta var niðurstaðan. Ég veit svo sem ekki hvaða aðrar tillögur voru í boði. Það hefði verið hægt að spila bara eina umferð en mönnum hugnaðist það ekki. Ég veit ekki hver var með lausnina á því hvernig væri hægt að gera, þó að auðvitað væri betra að það væri lengri tími á milli leikja,“ sagði Einar. „Ég held að þetta sé tvíþætt varðandi meiðslin. Við erum ekki endilega að horfa upp á mikið af meiðslum í leikjunum núna… það eru oft meiðsli,“ sagði Bjarni. „En við erum líka að horfa upp á það að mörg lið eru með meiðsli í sínum herbúðum þegar þau mæta til leiks. Það er af því að það mátti ekki æfa og svo var allt í einu bara leikur eftir korter. Menn byrjuðu því allt of geyst. Þess vegna held ég að margir hafi meiðst í undirbúningnum, vegna álagsins sem var að fara að koma,“ sagði Bjarni, sem hefði viljað sjá félögin vinna betur saman: „Þetta er allt ákveðið fyrir fram og félögin hafa alveg sitt að segja um hlutina. Ég held að vandamálið sé að félögin hafi ekki unnið saman til að gera þetta eins vel og þau gætu.“ Vilja menn spila langt fram á sumar? Ein leið til að minnka leikjaálagið er að færa bikarkeppnina til eða sleppa henni að þessu sinni. Einnig væri hægt að draga mótið enn lengra fram á sumarið: „Vilja leikmenn það? Mótinu á að ljúka um miðjan júní. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara lengra var sú að U21-landsliðið var að fara á stórmót í sumar, sem nú er búið að blása af. Það er þá mögulega hægt að lengja mótið en vilja menn það? Flestir samningar renna út í maí eða júní svo þar er líka flækjustig,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira