Kristín, Víðir og Þorvaldur í Pallborðinu á Vísi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2021 14:30 Allt klárt fyrir Pallborðið á Vísi. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra og Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur mæta í Pallborðið á Vísi klukkan þrjú í dag og ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu hér fyrir neðan og í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Þá mæta einnig þær Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands og Elfa Dögg Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna og sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, til þess að ræða jarðskjálftahrinuna. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju síðustu daga og í nótt hafa nokkrir skjálftar mælst stærri en fjórir. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi og möguleg eldsumbrot hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Engin merki sjást um gosóróa en sérfræðingar munu fara um svæðið í dag til þess að mæla í sprungum. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í gær að líklegasta skýring jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesi vera að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu. Gervihnattamyndir sýna meiri færslu á landinu en áður var vitað. Talið er að kvikuinnskotið sé undir Fagradalsfjalli. Almenningi gefst kostur á að senda spurningar í þáttinn í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is og við beinu útsendinguna á Facebook-síðu Vísis. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, á Facebook eða í spilaranum hér fyrir ofan og einnig fylgjast með í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.
Þá mæta einnig þær Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands og Elfa Dögg Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna og sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, til þess að ræða jarðskjálftahrinuna. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju síðustu daga og í nótt hafa nokkrir skjálftar mælst stærri en fjórir. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi og möguleg eldsumbrot hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Engin merki sjást um gosóróa en sérfræðingar munu fara um svæðið í dag til þess að mæla í sprungum. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í gær að líklegasta skýring jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesi vera að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu. Gervihnattamyndir sýna meiri færslu á landinu en áður var vitað. Talið er að kvikuinnskotið sé undir Fagradalsfjalli. Almenningi gefst kostur á að senda spurningar í þáttinn í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is og við beinu útsendinguna á Facebook-síðu Vísis. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, á Facebook eða í spilaranum hér fyrir ofan og einnig fylgjast með í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.
Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira