Afgangur á viðskiptajöfnuði stórjókst milli fjórðunga Eiður Þór Árnason skrifar 2. mars 2021 10:00 Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.441 milljarði króna í lok síðasta árs en skuldir 3.402 milljörðum króna. Vísir/Heiða Á fjórða ársfjórðungi 2020 var 22,1 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 2,9 milljarða króna ársfjórðunginn á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 15,5 milljarðar króna en afgangur á þjónustujöfnuði var 26,4 milljarðar króna. Í lok fjórða ársfjórðungs var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.039 milljarða króna eða 35,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 83 milljarða króna eða 2,8% af VLF á fjórðungnum. Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti Seðlabanka Íslands en viðskiptaafgangur fyrir árið 2020 í heild nam 30,9 milljörðum króna samanborið við 193,9 milljarða króna fyrir árið á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 90,3 milljarðar króna en afgangur á þjónustujöfnuði var 72,8 milljarðar króna. Óhagstæðari þjónustuviðskipti skýra minni viðskiptaafgang Viðskiptaafgangur var 30,6 milljarða króna minni á fjórða ársfjórðungi en á sama ársfjórðungi árið 2019. Að sögn Seðlabankans skýrist það aðallega af mun óhagstæðari þjónustuviðskiptum um sem nemur 35,1 milljarði króna. Munar þar mest um umtalsvert minna verðmæti útfluttrar þjónustu eða sem nemur 69,9 milljarða króna. Innflutt þjónusta minnkaði um 34,7 milljarða króna. Vöruviðskipti voru hagstæðari um sem nemur 1,6 milljarða króna. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.441 milljarði króna í lok fjórða ársfjórðungs en skuldir 3.402 milljörðum króna. Hrein fjármagnsviðskipti bættu erlenda stöðu þjóðarbúsins um 77 milljarða króna á fjórðungnum en erlendar eignir minnkuðu um 13 milljarða króna vegna fjármagnsviðskipta og skuldir um 90 milljarða króna. Virði eigna lækkaði á ársfjórðungnum um 58 milljarða króna vegna gengis- og verðbreytinga og skuldir um 47 milljarða króna. Í heildina leiddu gengis- og verðbreytingar til 12 milljarða króna lækkunar á hreinni erlendri stöðu þjóðarbúsins. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hækkaði um rúm 14% og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði um 22,4%. Gengi krónunnar hækkaði um 4% miðað við gengisskráningarvog. Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðskiptaafgangurinn sjö milljarðar króna Afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd var sjö milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samanborið við 16,7 milljarðar króna afgang ársfjórðunginn á undan. 1. september 2020 09:41 Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Í lok fjórða ársfjórðungs var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.039 milljarða króna eða 35,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 83 milljarða króna eða 2,8% af VLF á fjórðungnum. Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti Seðlabanka Íslands en viðskiptaafgangur fyrir árið 2020 í heild nam 30,9 milljörðum króna samanborið við 193,9 milljarða króna fyrir árið á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 90,3 milljarðar króna en afgangur á þjónustujöfnuði var 72,8 milljarðar króna. Óhagstæðari þjónustuviðskipti skýra minni viðskiptaafgang Viðskiptaafgangur var 30,6 milljarða króna minni á fjórða ársfjórðungi en á sama ársfjórðungi árið 2019. Að sögn Seðlabankans skýrist það aðallega af mun óhagstæðari þjónustuviðskiptum um sem nemur 35,1 milljarði króna. Munar þar mest um umtalsvert minna verðmæti útfluttrar þjónustu eða sem nemur 69,9 milljarða króna. Innflutt þjónusta minnkaði um 34,7 milljarða króna. Vöruviðskipti voru hagstæðari um sem nemur 1,6 milljarða króna. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.441 milljarði króna í lok fjórða ársfjórðungs en skuldir 3.402 milljörðum króna. Hrein fjármagnsviðskipti bættu erlenda stöðu þjóðarbúsins um 77 milljarða króna á fjórðungnum en erlendar eignir minnkuðu um 13 milljarða króna vegna fjármagnsviðskipta og skuldir um 90 milljarða króna. Virði eigna lækkaði á ársfjórðungnum um 58 milljarða króna vegna gengis- og verðbreytinga og skuldir um 47 milljarða króna. Í heildina leiddu gengis- og verðbreytingar til 12 milljarða króna lækkunar á hreinni erlendri stöðu þjóðarbúsins. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hækkaði um rúm 14% og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði um 22,4%. Gengi krónunnar hækkaði um 4% miðað við gengisskráningarvog.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðskiptaafgangurinn sjö milljarðar króna Afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd var sjö milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samanborið við 16,7 milljarðar króna afgang ársfjórðunginn á undan. 1. september 2020 09:41 Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Viðskiptaafgangurinn sjö milljarðar króna Afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd var sjö milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samanborið við 16,7 milljarðar króna afgang ársfjórðunginn á undan. 1. september 2020 09:41
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent