Að vængstífa fólk Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 2. mars 2021 08:31 Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð. Suðurnesin hafa orðið einna verst úti hérlendis vegna atvinnuleysis og minnkandi umsvifa. Atvinnuleysi þar hefur mælst á milli 20-30% síðustu tólf mánuði. Við getum leitt að því líkum að töluverður fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum hafi fyrir löngu fullnýtt sinn bótarétt og reiði sig nú á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjanesbæ nemur kr. 174.297 á mánuði. Við verðum að horfast í augu við mannlegan harmleik, fjárhagsáhyggjur og framfærsluvanda sem þessu fylgir. En það er fleira. Bótakerfi hins opinbera vængstífir einstaklinga. Bótaréttur fellur niður við hverskonar viðleitni við að bjarga sér. Þessi vandi blasti við sl. vor. Í maí sl. spurði ég sveitarstjórnarráðherra úr ræðustól Alþingis hvað hann ætlaði að gera til þess að aðstoða íbúa og sveitarfélög. Sveitarfélögin ráða illa við þessi stórauknu útgjöld, hvað þá að hækka fjárhagsaðstoðina upp í lágmarks framfærsluviðmið. Ég spurði sérstaklega um Suðurnesin sem þá glímdi við 28% atvinnuleysi og þau sveitarfélög sem þá þegar stóðu frammi fyrir miklum vanda: Skaftárhrepp, Vík í Mýrdal, Skútustaðahrepp, Bláskógabyggð og Höfn í Hornafirði. Svör ráðherrans voru heldur rýr. Hann skýrði frá því að vandinn væri í greiningu hjá Byggðastofnun. Það væri verið að skoða málið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann vonaðist til að vera með lausnir fyrir haustið. En haustið kom og nú er aftur að koma vor. Enn er verið að skoða leiðir til að mæta framfærsluvanda þessa fólks. Og nú á að fjármagna lausnir við að koma því í virkni. En fólk er fullfært og virkt þegar það er ekki vængstíft. Fjármögnum frekar framfærslu fjölskyldna. Fjarlægjum hindranir bótakerfisins við allri sjálfsbjargarviðleitni. Skilyrðislaus grunnframfærsla kemur þessu til leiðar. Hækkum bætur og fjárhagsaðstoð upp í lágmarksframfærsluviðmið. Gefum atvinnulausum kost á því að mennta sig, stunda nýsköpun í heimabyggð, stofna fyrirtæki, leggja stund á listsköpun og hverskyns menningarstarfsemi. Gefum fólki frelsi og tækifæri til athafna. Án þess að skerða. Án þess að taka af því framfærslulífeyri. Hættum að vængstífa fólk og tökum upp Borgaralaun. Nú er tími fyrir þá tilraun og byrjum á Suðurnesjum. Álfheiður Eymarsdóttir Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð. Suðurnesin hafa orðið einna verst úti hérlendis vegna atvinnuleysis og minnkandi umsvifa. Atvinnuleysi þar hefur mælst á milli 20-30% síðustu tólf mánuði. Við getum leitt að því líkum að töluverður fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum hafi fyrir löngu fullnýtt sinn bótarétt og reiði sig nú á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjanesbæ nemur kr. 174.297 á mánuði. Við verðum að horfast í augu við mannlegan harmleik, fjárhagsáhyggjur og framfærsluvanda sem þessu fylgir. En það er fleira. Bótakerfi hins opinbera vængstífir einstaklinga. Bótaréttur fellur niður við hverskonar viðleitni við að bjarga sér. Þessi vandi blasti við sl. vor. Í maí sl. spurði ég sveitarstjórnarráðherra úr ræðustól Alþingis hvað hann ætlaði að gera til þess að aðstoða íbúa og sveitarfélög. Sveitarfélögin ráða illa við þessi stórauknu útgjöld, hvað þá að hækka fjárhagsaðstoðina upp í lágmarks framfærsluviðmið. Ég spurði sérstaklega um Suðurnesin sem þá glímdi við 28% atvinnuleysi og þau sveitarfélög sem þá þegar stóðu frammi fyrir miklum vanda: Skaftárhrepp, Vík í Mýrdal, Skútustaðahrepp, Bláskógabyggð og Höfn í Hornafirði. Svör ráðherrans voru heldur rýr. Hann skýrði frá því að vandinn væri í greiningu hjá Byggðastofnun. Það væri verið að skoða málið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann vonaðist til að vera með lausnir fyrir haustið. En haustið kom og nú er aftur að koma vor. Enn er verið að skoða leiðir til að mæta framfærsluvanda þessa fólks. Og nú á að fjármagna lausnir við að koma því í virkni. En fólk er fullfært og virkt þegar það er ekki vængstíft. Fjármögnum frekar framfærslu fjölskyldna. Fjarlægjum hindranir bótakerfisins við allri sjálfsbjargarviðleitni. Skilyrðislaus grunnframfærsla kemur þessu til leiðar. Hækkum bætur og fjárhagsaðstoð upp í lágmarksframfærsluviðmið. Gefum atvinnulausum kost á því að mennta sig, stunda nýsköpun í heimabyggð, stofna fyrirtæki, leggja stund á listsköpun og hverskyns menningarstarfsemi. Gefum fólki frelsi og tækifæri til athafna. Án þess að skerða. Án þess að taka af því framfærslulífeyri. Hættum að vængstífa fólk og tökum upp Borgaralaun. Nú er tími fyrir þá tilraun og byrjum á Suðurnesjum. Álfheiður Eymarsdóttir Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun