Að vængstífa fólk Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 2. mars 2021 08:31 Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð. Suðurnesin hafa orðið einna verst úti hérlendis vegna atvinnuleysis og minnkandi umsvifa. Atvinnuleysi þar hefur mælst á milli 20-30% síðustu tólf mánuði. Við getum leitt að því líkum að töluverður fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum hafi fyrir löngu fullnýtt sinn bótarétt og reiði sig nú á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjanesbæ nemur kr. 174.297 á mánuði. Við verðum að horfast í augu við mannlegan harmleik, fjárhagsáhyggjur og framfærsluvanda sem þessu fylgir. En það er fleira. Bótakerfi hins opinbera vængstífir einstaklinga. Bótaréttur fellur niður við hverskonar viðleitni við að bjarga sér. Þessi vandi blasti við sl. vor. Í maí sl. spurði ég sveitarstjórnarráðherra úr ræðustól Alþingis hvað hann ætlaði að gera til þess að aðstoða íbúa og sveitarfélög. Sveitarfélögin ráða illa við þessi stórauknu útgjöld, hvað þá að hækka fjárhagsaðstoðina upp í lágmarks framfærsluviðmið. Ég spurði sérstaklega um Suðurnesin sem þá glímdi við 28% atvinnuleysi og þau sveitarfélög sem þá þegar stóðu frammi fyrir miklum vanda: Skaftárhrepp, Vík í Mýrdal, Skútustaðahrepp, Bláskógabyggð og Höfn í Hornafirði. Svör ráðherrans voru heldur rýr. Hann skýrði frá því að vandinn væri í greiningu hjá Byggðastofnun. Það væri verið að skoða málið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann vonaðist til að vera með lausnir fyrir haustið. En haustið kom og nú er aftur að koma vor. Enn er verið að skoða leiðir til að mæta framfærsluvanda þessa fólks. Og nú á að fjármagna lausnir við að koma því í virkni. En fólk er fullfært og virkt þegar það er ekki vængstíft. Fjármögnum frekar framfærslu fjölskyldna. Fjarlægjum hindranir bótakerfisins við allri sjálfsbjargarviðleitni. Skilyrðislaus grunnframfærsla kemur þessu til leiðar. Hækkum bætur og fjárhagsaðstoð upp í lágmarksframfærsluviðmið. Gefum atvinnulausum kost á því að mennta sig, stunda nýsköpun í heimabyggð, stofna fyrirtæki, leggja stund á listsköpun og hverskyns menningarstarfsemi. Gefum fólki frelsi og tækifæri til athafna. Án þess að skerða. Án þess að taka af því framfærslulífeyri. Hættum að vængstífa fólk og tökum upp Borgaralaun. Nú er tími fyrir þá tilraun og byrjum á Suðurnesjum. Álfheiður Eymarsdóttir Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð. Suðurnesin hafa orðið einna verst úti hérlendis vegna atvinnuleysis og minnkandi umsvifa. Atvinnuleysi þar hefur mælst á milli 20-30% síðustu tólf mánuði. Við getum leitt að því líkum að töluverður fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum hafi fyrir löngu fullnýtt sinn bótarétt og reiði sig nú á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjanesbæ nemur kr. 174.297 á mánuði. Við verðum að horfast í augu við mannlegan harmleik, fjárhagsáhyggjur og framfærsluvanda sem þessu fylgir. En það er fleira. Bótakerfi hins opinbera vængstífir einstaklinga. Bótaréttur fellur niður við hverskonar viðleitni við að bjarga sér. Þessi vandi blasti við sl. vor. Í maí sl. spurði ég sveitarstjórnarráðherra úr ræðustól Alþingis hvað hann ætlaði að gera til þess að aðstoða íbúa og sveitarfélög. Sveitarfélögin ráða illa við þessi stórauknu útgjöld, hvað þá að hækka fjárhagsaðstoðina upp í lágmarks framfærsluviðmið. Ég spurði sérstaklega um Suðurnesin sem þá glímdi við 28% atvinnuleysi og þau sveitarfélög sem þá þegar stóðu frammi fyrir miklum vanda: Skaftárhrepp, Vík í Mýrdal, Skútustaðahrepp, Bláskógabyggð og Höfn í Hornafirði. Svör ráðherrans voru heldur rýr. Hann skýrði frá því að vandinn væri í greiningu hjá Byggðastofnun. Það væri verið að skoða málið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann vonaðist til að vera með lausnir fyrir haustið. En haustið kom og nú er aftur að koma vor. Enn er verið að skoða leiðir til að mæta framfærsluvanda þessa fólks. Og nú á að fjármagna lausnir við að koma því í virkni. En fólk er fullfært og virkt þegar það er ekki vængstíft. Fjármögnum frekar framfærslu fjölskyldna. Fjarlægjum hindranir bótakerfisins við allri sjálfsbjargarviðleitni. Skilyrðislaus grunnframfærsla kemur þessu til leiðar. Hækkum bætur og fjárhagsaðstoð upp í lágmarksframfærsluviðmið. Gefum atvinnulausum kost á því að mennta sig, stunda nýsköpun í heimabyggð, stofna fyrirtæki, leggja stund á listsköpun og hverskyns menningarstarfsemi. Gefum fólki frelsi og tækifæri til athafna. Án þess að skerða. Án þess að taka af því framfærslulífeyri. Hættum að vængstífa fólk og tökum upp Borgaralaun. Nú er tími fyrir þá tilraun og byrjum á Suðurnesjum. Álfheiður Eymarsdóttir Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun