Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Kviku, TM og Lykils Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2021 12:49 Stjórnir fyrirtækjanna samþykktu að sameina félögin í lok nóvember. Vísir/Rakel Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á samruna Kviku banka, tryggingafélagsins TM og Lykils fjármögnunar. Er það mat eftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni, leiði til myndunar á markaðsráðandi stöðu eða raski samkeppni með umtalsverðum hætti. Stjórnir fyrirtækjanna samþykktu í lok nóvember að sameina félögin eftir nokkrar viðræður. Á föstudag tilkynnti Fjármálaeftirlitið Kviku þá niðurstöðu sína að eftirlitið teldi félagið hæft til að fara með eignarhald á virkum eignarhlut í dótturfélögum TM. Enn á eftir að uppfylla fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir samruna fyrirtækjanna og samþykki hluthafa á aðalfundum félaganna áður en samruninn nær fram að ganga. Fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að að fyrirtækin starfi aðeins að litlu leyti á sömu mörkuðum, geti ekki talist nánir keppinautar og séu minni en ýmsir helstu keppinautar þeirra. „Sú lítillega aukna samþjöppun á sviði lánastarfsemi sem samruninn leiðir af sér er ekki líkleg til þess að raska samkeppni þar sem annars vegar starfa samrunaaðilar á mismunandi undirmörkuðum lánamarkaðar og hins vegar etja þeir kappi við nokkra mun stærri keppinauta á lánamarkaði. Lárétt áhrif samrunans eru því mjög takmörkuð. Ekki fæst heldur séð að samruninn sé til þess fallinn að stuðla að eða auka hættu á samhæfðri hegðun á lánamarkaði, vátryggingamarkaði né öðrum mörkuðum þar sem hið sameinaða félag starfar,“ segir í ákvörðun eftirlitsins. TM og Lykill renna inn í Kviku Að sögn fyrirtækjanna fer samruninn fram með þeim hætti að TM og Lykli verður slitið og félögin sameinuð Kviku. Þá fái hluthafar TM hluti í Kviku í skiptum fyrir hluti sína í TM en hlutabréf Lykils falla úr gildi við samrunann. TM lauk kaupum á Lykli í byrjun síðasta árs. Í kjölfar samrunans verður vátryggingastarfsemi samstæðunnar í tveimur dótturfélögum Kviku, TM tryggingum hf. og TM líftryggingum hf. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ sagði í tilkynningu frá félögunum þann 25. nóvember. Samkvæmt samrunasamningnum stendur til að skipta fjármála- og rekstrarsviði Kviku upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021,“ sagði ennfremur í tilkynningunni sem var send út í nóvember. Er gert ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar og að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022. Fréttin hefur verið uppfærð. Markaðir Tryggingar Íslenskir bankar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika og TM hefja sameiningarviðræður Stjórnir Kviku Banka og TM hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu félaganna. 28. september 2020 23:10 Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. 10. október 2019 12:04 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Stjórnir fyrirtækjanna samþykktu í lok nóvember að sameina félögin eftir nokkrar viðræður. Á föstudag tilkynnti Fjármálaeftirlitið Kviku þá niðurstöðu sína að eftirlitið teldi félagið hæft til að fara með eignarhald á virkum eignarhlut í dótturfélögum TM. Enn á eftir að uppfylla fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir samruna fyrirtækjanna og samþykki hluthafa á aðalfundum félaganna áður en samruninn nær fram að ganga. Fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að að fyrirtækin starfi aðeins að litlu leyti á sömu mörkuðum, geti ekki talist nánir keppinautar og séu minni en ýmsir helstu keppinautar þeirra. „Sú lítillega aukna samþjöppun á sviði lánastarfsemi sem samruninn leiðir af sér er ekki líkleg til þess að raska samkeppni þar sem annars vegar starfa samrunaaðilar á mismunandi undirmörkuðum lánamarkaðar og hins vegar etja þeir kappi við nokkra mun stærri keppinauta á lánamarkaði. Lárétt áhrif samrunans eru því mjög takmörkuð. Ekki fæst heldur séð að samruninn sé til þess fallinn að stuðla að eða auka hættu á samhæfðri hegðun á lánamarkaði, vátryggingamarkaði né öðrum mörkuðum þar sem hið sameinaða félag starfar,“ segir í ákvörðun eftirlitsins. TM og Lykill renna inn í Kviku Að sögn fyrirtækjanna fer samruninn fram með þeim hætti að TM og Lykli verður slitið og félögin sameinuð Kviku. Þá fái hluthafar TM hluti í Kviku í skiptum fyrir hluti sína í TM en hlutabréf Lykils falla úr gildi við samrunann. TM lauk kaupum á Lykli í byrjun síðasta árs. Í kjölfar samrunans verður vátryggingastarfsemi samstæðunnar í tveimur dótturfélögum Kviku, TM tryggingum hf. og TM líftryggingum hf. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ sagði í tilkynningu frá félögunum þann 25. nóvember. Samkvæmt samrunasamningnum stendur til að skipta fjármála- og rekstrarsviði Kviku upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021,“ sagði ennfremur í tilkynningunni sem var send út í nóvember. Er gert ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar og að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022. Fréttin hefur verið uppfærð.
Markaðir Tryggingar Íslenskir bankar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika og TM hefja sameiningarviðræður Stjórnir Kviku Banka og TM hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu félaganna. 28. september 2020 23:10 Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. 10. október 2019 12:04 Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Kvika og TM hefja sameiningarviðræður Stjórnir Kviku Banka og TM hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu félaganna. 28. september 2020 23:10
Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. 10. október 2019 12:04