Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Kviku, TM og Lykils Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2021 12:49 Stjórnir fyrirtækjanna samþykktu að sameina félögin í lok nóvember. Vísir/Rakel Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á samruna Kviku banka, tryggingafélagsins TM og Lykils fjármögnunar. Er það mat eftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni, leiði til myndunar á markaðsráðandi stöðu eða raski samkeppni með umtalsverðum hætti. Stjórnir fyrirtækjanna samþykktu í lok nóvember að sameina félögin eftir nokkrar viðræður. Á föstudag tilkynnti Fjármálaeftirlitið Kviku þá niðurstöðu sína að eftirlitið teldi félagið hæft til að fara með eignarhald á virkum eignarhlut í dótturfélögum TM. Enn á eftir að uppfylla fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir samruna fyrirtækjanna og samþykki hluthafa á aðalfundum félaganna áður en samruninn nær fram að ganga. Fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að að fyrirtækin starfi aðeins að litlu leyti á sömu mörkuðum, geti ekki talist nánir keppinautar og séu minni en ýmsir helstu keppinautar þeirra. „Sú lítillega aukna samþjöppun á sviði lánastarfsemi sem samruninn leiðir af sér er ekki líkleg til þess að raska samkeppni þar sem annars vegar starfa samrunaaðilar á mismunandi undirmörkuðum lánamarkaðar og hins vegar etja þeir kappi við nokkra mun stærri keppinauta á lánamarkaði. Lárétt áhrif samrunans eru því mjög takmörkuð. Ekki fæst heldur séð að samruninn sé til þess fallinn að stuðla að eða auka hættu á samhæfðri hegðun á lánamarkaði, vátryggingamarkaði né öðrum mörkuðum þar sem hið sameinaða félag starfar,“ segir í ákvörðun eftirlitsins. TM og Lykill renna inn í Kviku Að sögn fyrirtækjanna fer samruninn fram með þeim hætti að TM og Lykli verður slitið og félögin sameinuð Kviku. Þá fái hluthafar TM hluti í Kviku í skiptum fyrir hluti sína í TM en hlutabréf Lykils falla úr gildi við samrunann. TM lauk kaupum á Lykli í byrjun síðasta árs. Í kjölfar samrunans verður vátryggingastarfsemi samstæðunnar í tveimur dótturfélögum Kviku, TM tryggingum hf. og TM líftryggingum hf. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ sagði í tilkynningu frá félögunum þann 25. nóvember. Samkvæmt samrunasamningnum stendur til að skipta fjármála- og rekstrarsviði Kviku upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021,“ sagði ennfremur í tilkynningunni sem var send út í nóvember. Er gert ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar og að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022. Fréttin hefur verið uppfærð. Markaðir Tryggingar Íslenskir bankar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika og TM hefja sameiningarviðræður Stjórnir Kviku Banka og TM hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu félaganna. 28. september 2020 23:10 Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. 10. október 2019 12:04 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Stjórnir fyrirtækjanna samþykktu í lok nóvember að sameina félögin eftir nokkrar viðræður. Á föstudag tilkynnti Fjármálaeftirlitið Kviku þá niðurstöðu sína að eftirlitið teldi félagið hæft til að fara með eignarhald á virkum eignarhlut í dótturfélögum TM. Enn á eftir að uppfylla fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir samruna fyrirtækjanna og samþykki hluthafa á aðalfundum félaganna áður en samruninn nær fram að ganga. Fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að að fyrirtækin starfi aðeins að litlu leyti á sömu mörkuðum, geti ekki talist nánir keppinautar og séu minni en ýmsir helstu keppinautar þeirra. „Sú lítillega aukna samþjöppun á sviði lánastarfsemi sem samruninn leiðir af sér er ekki líkleg til þess að raska samkeppni þar sem annars vegar starfa samrunaaðilar á mismunandi undirmörkuðum lánamarkaðar og hins vegar etja þeir kappi við nokkra mun stærri keppinauta á lánamarkaði. Lárétt áhrif samrunans eru því mjög takmörkuð. Ekki fæst heldur séð að samruninn sé til þess fallinn að stuðla að eða auka hættu á samhæfðri hegðun á lánamarkaði, vátryggingamarkaði né öðrum mörkuðum þar sem hið sameinaða félag starfar,“ segir í ákvörðun eftirlitsins. TM og Lykill renna inn í Kviku Að sögn fyrirtækjanna fer samruninn fram með þeim hætti að TM og Lykli verður slitið og félögin sameinuð Kviku. Þá fái hluthafar TM hluti í Kviku í skiptum fyrir hluti sína í TM en hlutabréf Lykils falla úr gildi við samrunann. TM lauk kaupum á Lykli í byrjun síðasta árs. Í kjölfar samrunans verður vátryggingastarfsemi samstæðunnar í tveimur dótturfélögum Kviku, TM tryggingum hf. og TM líftryggingum hf. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ sagði í tilkynningu frá félögunum þann 25. nóvember. Samkvæmt samrunasamningnum stendur til að skipta fjármála- og rekstrarsviði Kviku upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021,“ sagði ennfremur í tilkynningunni sem var send út í nóvember. Er gert ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar og að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022. Fréttin hefur verið uppfærð.
Markaðir Tryggingar Íslenskir bankar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika og TM hefja sameiningarviðræður Stjórnir Kviku Banka og TM hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu félaganna. 28. september 2020 23:10 Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. 10. október 2019 12:04 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Kvika og TM hefja sameiningarviðræður Stjórnir Kviku Banka og TM hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu félaganna. 28. september 2020 23:10
Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. 10. október 2019 12:04