Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2021 12:04 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir. vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. Líkt og fram hefur komið ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnarbrot í samkvæmi í Ásmundarsal, þar sem fjármálaráðherra var staddur. Dómsmálaráðherra hefur sagst hafa hringt í lögreglustjóra til þess að spyrjast fyrir um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var boðuð á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á að Áslaug Arna yrði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að greina nánar frá samskiptunum. „Vegna þess að þarna erum við að horfa á þessa fínu línu sem er á milli eftirlitshlutverks ráðherrans og þess sem geta verið óeðlileg afskipti af rannsókn sem er í gangi hjá lögreglu. Það er eitthvað sem dómsmálaráðherra þarf alltaf að hafa í huga og eftirlitsnefnd þingsins fylgist með þegar svona mál koma upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir yfirferð nefndarinnar hafa verið nokkuð yfirgripsmikila og að ráðherra hafi svarað spurningum greiðlega, svörin hafi verið í samræmi við fyrri svör ráðherra í fjölmiðlum. „Hún hafi verið að bregðast við fyrirspurnum fjölmiðla og ekki verið með á hreinu hvernig verklagið er við þessa upplýsingagjöf og verið að fylla inn í það,“ segir Andrés. „En í ljósi þess sem kom fram á fundinum var ákveðið að boða lögreglustjórann líka á fund til að fá hennar sýn á þessi samskipti.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, verður boðuð á fund nefndarinnar.vísir/Vilhelm Halla Bergþóra verður því kölluð fyrir nefndina á næstunni. Andrés Ingi telur eðlilegt að ráðherra haldi samskiptum formlegum þegar þau varða einstök mál og þá sérstaklega þegar þau tengjast ráðherra með einherjum hætti. „Ráðherra tjáði sig ekkert um málið í desember út á við sem er eðlilegt í ljósi stöðunnar en með sömu rökum hefði sennilega verið heppilegra að sleppa þessum milliliðalausu símtölum við lögreglustjórann og færa upplýsingaleit ráðherrans í formlegri búning á milli embættismanna. En eins og ég segi eigum við eftir að skoða þetta nánar í nefndinni til að komast að einhverri endanlegri niðustöðu,“ segir Andrés Ingi. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Alþingi Lögreglan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Líkt og fram hefur komið ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnarbrot í samkvæmi í Ásmundarsal, þar sem fjármálaráðherra var staddur. Dómsmálaráðherra hefur sagst hafa hringt í lögreglustjóra til þess að spyrjast fyrir um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var boðuð á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á að Áslaug Arna yrði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að greina nánar frá samskiptunum. „Vegna þess að þarna erum við að horfa á þessa fínu línu sem er á milli eftirlitshlutverks ráðherrans og þess sem geta verið óeðlileg afskipti af rannsókn sem er í gangi hjá lögreglu. Það er eitthvað sem dómsmálaráðherra þarf alltaf að hafa í huga og eftirlitsnefnd þingsins fylgist með þegar svona mál koma upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir yfirferð nefndarinnar hafa verið nokkuð yfirgripsmikila og að ráðherra hafi svarað spurningum greiðlega, svörin hafi verið í samræmi við fyrri svör ráðherra í fjölmiðlum. „Hún hafi verið að bregðast við fyrirspurnum fjölmiðla og ekki verið með á hreinu hvernig verklagið er við þessa upplýsingagjöf og verið að fylla inn í það,“ segir Andrés. „En í ljósi þess sem kom fram á fundinum var ákveðið að boða lögreglustjórann líka á fund til að fá hennar sýn á þessi samskipti.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, verður boðuð á fund nefndarinnar.vísir/Vilhelm Halla Bergþóra verður því kölluð fyrir nefndina á næstunni. Andrés Ingi telur eðlilegt að ráðherra haldi samskiptum formlegum þegar þau varða einstök mál og þá sérstaklega þegar þau tengjast ráðherra með einherjum hætti. „Ráðherra tjáði sig ekkert um málið í desember út á við sem er eðlilegt í ljósi stöðunnar en með sömu rökum hefði sennilega verið heppilegra að sleppa þessum milliliðalausu símtölum við lögreglustjórann og færa upplýsingaleit ráðherrans í formlegri búning á milli embættismanna. En eins og ég segi eigum við eftir að skoða þetta nánar í nefndinni til að komast að einhverri endanlegri niðustöðu,“ segir Andrés Ingi.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Alþingi Lögreglan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira