Ederson með fleiri stoðsendingar en Bruno á móti „stóru sex“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 11:00 Bruno Fernandes hefur ekki veirð líkur sjálfum sér í leikjum Manchester United á móti hinum stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni. AP/Dave Thompson Bruno Fernandes hefur aðeins komið að einu marki í sjö leikjum á tímabilinu á móti stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes var í gær einu sinni enn lítið áberandi í stórleik í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur margoft gert útslagið í leikjum Manchester United á móti minni liðum deildarinnar en á móti „stóru sex“ er lítið að frétta hjá Portúgalanum. Besti leikmaður Manchester United á tímabilinu er komin með fimmtán mörk og ellefu stoðsendingar í fyrstu 26 deildarleikjunum og mikinn þátt í því að liðið er í öðru sætinu. Bruno hefur verið orðaður við verðlaunin yfir besta leikmann leiktíðarinnar og það er því sláandi að velta fyrir sér slakri frammistöðu hans á móti stóru sex liðunum í deildinni. '0 open play goals in 730 minutes...' 'Ederson has more assists against the big six this season!'Fans have not held back in slamming another underwhelming performance by Bruno Fernandes against a 'Big Six' side https://t.co/lPN94bYnCS— SPORTbible (@sportbible) February 28, 2021 Bruno náði aðeins að skapa eitt færi fyrir félaga sína í markalausa jafnteflinu á móti Chelsea í gær, hann náði ekki skoti á mark í leiknum og missti boltann til mótherja alls tuttugu sinnum. Bruno Fernandes hefur nú spilað í 730 mínútur á móti stóru liðunum í deildinni, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham, án þess að búa til mark í opnum leik. Bruno Fernandes against the 'Big Six in the Premier League this season:7 games1 goal0 assists pic.twitter.com/8yhL24qaOP— ESPN FC (@ESPNFC) February 28, 2021 Eina markið hans á móti „stóru sex“ kom úr vítaspyrnu í 1-6 stórtapi á móti Tottenham í október síðastliðnum. Hann hefur ekki gefið eina stoðsendingu í þessum sjö leikjum sem þýðir að Ederson, markvörður Manchester City, hefur gefið fleiri stoðsendingar í leikjum á móti „stóru sex“ en Bruno Fernandes. Fyrir vikið gengur ekkert hjá Manchester United að skora í þessum leikjum á móti hinum stóru liðum deildarinnar. Liðið hefur nú gert fjögur markalaus jafntefli í röð í slíkum leikjum en þeir hafa verið á móti Manchester City í desember, á móti Liverpool og Arsenal í janúar og svo á móti Chelsea í gær. Bruno Fernandes' game by numbers against Chelsea:20 x possession lost (most)4 x dribbled past (joint-most)1 chance created0 shots on target0 take-ons completed pic.twitter.com/rm75yF0w6L— Squawka Football (@Squawka) February 28, 2021 Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira
Bruno Fernandes var í gær einu sinni enn lítið áberandi í stórleik í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur margoft gert útslagið í leikjum Manchester United á móti minni liðum deildarinnar en á móti „stóru sex“ er lítið að frétta hjá Portúgalanum. Besti leikmaður Manchester United á tímabilinu er komin með fimmtán mörk og ellefu stoðsendingar í fyrstu 26 deildarleikjunum og mikinn þátt í því að liðið er í öðru sætinu. Bruno hefur verið orðaður við verðlaunin yfir besta leikmann leiktíðarinnar og það er því sláandi að velta fyrir sér slakri frammistöðu hans á móti stóru sex liðunum í deildinni. '0 open play goals in 730 minutes...' 'Ederson has more assists against the big six this season!'Fans have not held back in slamming another underwhelming performance by Bruno Fernandes against a 'Big Six' side https://t.co/lPN94bYnCS— SPORTbible (@sportbible) February 28, 2021 Bruno náði aðeins að skapa eitt færi fyrir félaga sína í markalausa jafnteflinu á móti Chelsea í gær, hann náði ekki skoti á mark í leiknum og missti boltann til mótherja alls tuttugu sinnum. Bruno Fernandes hefur nú spilað í 730 mínútur á móti stóru liðunum í deildinni, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham, án þess að búa til mark í opnum leik. Bruno Fernandes against the 'Big Six in the Premier League this season:7 games1 goal0 assists pic.twitter.com/8yhL24qaOP— ESPN FC (@ESPNFC) February 28, 2021 Eina markið hans á móti „stóru sex“ kom úr vítaspyrnu í 1-6 stórtapi á móti Tottenham í október síðastliðnum. Hann hefur ekki gefið eina stoðsendingu í þessum sjö leikjum sem þýðir að Ederson, markvörður Manchester City, hefur gefið fleiri stoðsendingar í leikjum á móti „stóru sex“ en Bruno Fernandes. Fyrir vikið gengur ekkert hjá Manchester United að skora í þessum leikjum á móti hinum stóru liðum deildarinnar. Liðið hefur nú gert fjögur markalaus jafntefli í röð í slíkum leikjum en þeir hafa verið á móti Manchester City í desember, á móti Liverpool og Arsenal í janúar og svo á móti Chelsea í gær. Bruno Fernandes' game by numbers against Chelsea:20 x possession lost (most)4 x dribbled past (joint-most)1 chance created0 shots on target0 take-ons completed pic.twitter.com/rm75yF0w6L— Squawka Football (@Squawka) February 28, 2021
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira