Snarpur skjálfti rétt eftir miðnætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 00:12 Skjálftavirknin hefur verið mikil á Reykjanesi undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Enn skelfur suðvesturhornið en höfuðborgarsvæðið hristist vel um klukkan tíu mínútur yfir tólf. Jarðskjálftahrinan ætlar greinilega að halda áfram í mars en mánuðurinn rann í garð á miðnætti. Tæplega fimmtíu skjálftar stærri en þrír að stærð riðu yfir á Reykjanesi undanfarinn sólarhring. Nýr sólarhringur og mánuður var rétt hafinn þegar hristingurinn fannst upp úr miðnætti. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar, sem legið hefur niðri stóran hluta kvöldsins en er nú aftur komin í lag, var skjálftinn 3,2 að stærð. Fyrstu tölur bentu til þess að hann hefði verið 2,4 að stærð sem vakti furðu margra lesenda Vísis á höfuðborgarsvæðinu sem fundu vel fyrir skjálftanum. Skjálftinn virðist hafa verið á 4,2 kílómetra dýpi um 4,5 kílómetra norður af Krýsuvík. Í tilkynningu frá Veðurstofunni klukkan 00:28 segir að hann hafi verið staðsettur við Trölladyngju. Fram hefur komið að skjálftarnir séu farnir að þéttast á því svæði. Annar snarpur skjálfti varð laust fyrir klukkan hálf eitt. Hann mældist 3,5 að stærð en hann var staðsettur við Keili og fannst á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum af vef Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálftarnir farnir að þéttast á Trölladyngju-Keilis svæðinu Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er farin að þéttast um Trölladyngju- og Keilissvæðið. Þá hafa skjálftarnir einnig verið að færast í átt að Þorbirni við Grindavík. Samkvæmt eldsuppkomumati Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands er gert ráð fyrir að vænta megi eldgoss á víðfeðmu svæði. 28. febrúar 2021 22:07 Enn einn snarpur skjálfti og vefur Veðurstofunnar hrundi Snarpur jarðskjálfti fannst víða á suðvesturhorni landsins rétt eftir klukkan hálf tíu. Jarðskjálftinn var 3,8 að stærð og átti upptök sín um einn kílómetra suðvestur af Keili samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 28. febrúar 2021 21:52 Skjálfti að stærð 4,7 fannst vel á suðvesturhorninu Öflugur jarðskjálfti reið yfir rétt í þessu og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 28. febrúar 2021 19:03 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Tæplega fimmtíu skjálftar stærri en þrír að stærð riðu yfir á Reykjanesi undanfarinn sólarhring. Nýr sólarhringur og mánuður var rétt hafinn þegar hristingurinn fannst upp úr miðnætti. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar, sem legið hefur niðri stóran hluta kvöldsins en er nú aftur komin í lag, var skjálftinn 3,2 að stærð. Fyrstu tölur bentu til þess að hann hefði verið 2,4 að stærð sem vakti furðu margra lesenda Vísis á höfuðborgarsvæðinu sem fundu vel fyrir skjálftanum. Skjálftinn virðist hafa verið á 4,2 kílómetra dýpi um 4,5 kílómetra norður af Krýsuvík. Í tilkynningu frá Veðurstofunni klukkan 00:28 segir að hann hafi verið staðsettur við Trölladyngju. Fram hefur komið að skjálftarnir séu farnir að þéttast á því svæði. Annar snarpur skjálfti varð laust fyrir klukkan hálf eitt. Hann mældist 3,5 að stærð en hann var staðsettur við Keili og fannst á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum af vef Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálftarnir farnir að þéttast á Trölladyngju-Keilis svæðinu Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er farin að þéttast um Trölladyngju- og Keilissvæðið. Þá hafa skjálftarnir einnig verið að færast í átt að Þorbirni við Grindavík. Samkvæmt eldsuppkomumati Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands er gert ráð fyrir að vænta megi eldgoss á víðfeðmu svæði. 28. febrúar 2021 22:07 Enn einn snarpur skjálfti og vefur Veðurstofunnar hrundi Snarpur jarðskjálfti fannst víða á suðvesturhorni landsins rétt eftir klukkan hálf tíu. Jarðskjálftinn var 3,8 að stærð og átti upptök sín um einn kílómetra suðvestur af Keili samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 28. febrúar 2021 21:52 Skjálfti að stærð 4,7 fannst vel á suðvesturhorninu Öflugur jarðskjálfti reið yfir rétt í þessu og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 28. febrúar 2021 19:03 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Skjálftarnir farnir að þéttast á Trölladyngju-Keilis svæðinu Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er farin að þéttast um Trölladyngju- og Keilissvæðið. Þá hafa skjálftarnir einnig verið að færast í átt að Þorbirni við Grindavík. Samkvæmt eldsuppkomumati Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands er gert ráð fyrir að vænta megi eldgoss á víðfeðmu svæði. 28. febrúar 2021 22:07
Enn einn snarpur skjálfti og vefur Veðurstofunnar hrundi Snarpur jarðskjálfti fannst víða á suðvesturhorni landsins rétt eftir klukkan hálf tíu. Jarðskjálftinn var 3,8 að stærð og átti upptök sín um einn kílómetra suðvestur af Keili samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 28. febrúar 2021 21:52
Skjálfti að stærð 4,7 fannst vel á suðvesturhorninu Öflugur jarðskjálfti reið yfir rétt í þessu og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 28. febrúar 2021 19:03