Ekki þetta frelsi Starri Reynisson skrifar 1. mars 2021 10:00 Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Þetta er ágætt frumvarp sem ég vona að hljóti brautargengi, en það er samt himinn og haf milli þess og þeirra góðu breytinga sem ráðherrann boðaði upphaflega. Upprunalegi tilgangur þessa frumvarps var að leyfa innlenda netverslun með áfengi og jafna þannig samkeppnisstöðu íslenskra brugghúsa gagnvart erlendum söluaðilum. Það er þó ekki tekið á því í núverandi mynd frumvarpsins, heldur brugghúsum aðeins leyft að selja sínar vörur á framleiðslustað. Gott skref, en lítið. Það kemur þó engum á óvart að upprunaleg mynd frumvarpsins hafi lagst illa í Vinstri Græn og Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn skýlir sér á bak við það og ekki í fyrsta sinn. Það er orðið algengt mynstur að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki í gegn þeim frelsismálum sem hann segist berjast fyrir. Svo algengt að það gefur tilefni til að efast um vilja flokksins til að ná þeim í gegn. Væri til dæmis raunverulegur vilji fyrir því hjá Sjálfstæðisflokknum að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum væri það löngu samþykkt, en flokkurinn hefur aldrei lagt þunga sinn að baki því heldur aðeins notað sem skrautfjöður fyrir einstaka þingmenn. Svo eru það einna helst frelsismál sem kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Öflugustu andstæðinga frelsis á leigubílamarkaði má til að mynda finna í þingflokki Sjálfstæðismanna og all nokkrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um aukinn sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs, þeirra á meðal formaður flokksins, og beittu þar svipuðum rökum og systurflokkur þeirra í ríkisstjórn Póllands. Þá eru ótalin málin þar sem frelsinu er alveg kastað fyrir róða, svo sem í landbúnaði þar sem flokkurinn styður óbreytt kerfi, himinháa tolla og stendur dyggan vörð um einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. Áslaug Arna er vissulega öflugur talsmaður frelsis, nema reyndar í útlendingamálum, það verður ekki af henni tekið. Það gefur þó augaleið að frelsisþenkjandi fólk getur ekki treyst Sjálfstæðisflokknum, það kjarnaði Brynjar Níelsson ágætlega þegar hann botnaði ræðu gegn niðurlagningu mannanafnanefndar með orðunum: „Ég trúi ekki á þetta frjálslyndi!“ Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Þetta er ágætt frumvarp sem ég vona að hljóti brautargengi, en það er samt himinn og haf milli þess og þeirra góðu breytinga sem ráðherrann boðaði upphaflega. Upprunalegi tilgangur þessa frumvarps var að leyfa innlenda netverslun með áfengi og jafna þannig samkeppnisstöðu íslenskra brugghúsa gagnvart erlendum söluaðilum. Það er þó ekki tekið á því í núverandi mynd frumvarpsins, heldur brugghúsum aðeins leyft að selja sínar vörur á framleiðslustað. Gott skref, en lítið. Það kemur þó engum á óvart að upprunaleg mynd frumvarpsins hafi lagst illa í Vinstri Græn og Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn skýlir sér á bak við það og ekki í fyrsta sinn. Það er orðið algengt mynstur að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki í gegn þeim frelsismálum sem hann segist berjast fyrir. Svo algengt að það gefur tilefni til að efast um vilja flokksins til að ná þeim í gegn. Væri til dæmis raunverulegur vilji fyrir því hjá Sjálfstæðisflokknum að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum væri það löngu samþykkt, en flokkurinn hefur aldrei lagt þunga sinn að baki því heldur aðeins notað sem skrautfjöður fyrir einstaka þingmenn. Svo eru það einna helst frelsismál sem kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Öflugustu andstæðinga frelsis á leigubílamarkaði má til að mynda finna í þingflokki Sjálfstæðismanna og all nokkrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um aukinn sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs, þeirra á meðal formaður flokksins, og beittu þar svipuðum rökum og systurflokkur þeirra í ríkisstjórn Póllands. Þá eru ótalin málin þar sem frelsinu er alveg kastað fyrir róða, svo sem í landbúnaði þar sem flokkurinn styður óbreytt kerfi, himinháa tolla og stendur dyggan vörð um einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. Áslaug Arna er vissulega öflugur talsmaður frelsis, nema reyndar í útlendingamálum, það verður ekki af henni tekið. Það gefur þó augaleið að frelsisþenkjandi fólk getur ekki treyst Sjálfstæðisflokknum, það kjarnaði Brynjar Níelsson ágætlega þegar hann botnaði ræðu gegn niðurlagningu mannanafnanefndar með orðunum: „Ég trúi ekki á þetta frjálslyndi!“ Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun