Bændurnir selja beint frá býli til að styðja byggðina Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2021 07:54 Þórður Sveinsson, sauðfjárbóndi í Skálholti á Krossholtum á Barðaströnd. Egill Aðalsteinsson Nokkrir bændur á Barðaströnd hafa gripið til þess ráðs að koma á fót eigin matvælavinnslu og vinna sjálfir afurðir búa sinna heima á bæ. Með því að selja beint frá býli reyna þeir að treysta tekjurnar og þar með búsetuna. „Við þurfum að gefa kjötið. Það er vandamálið. Við seljum allt okkar kjöt beint frá býli,“ segir Þórður Sveinsson, sauðfjárbóndi á Krossholtum á Barðaströnd, í þættinum Um land allt á Stöð 2. Frá Krossholtum. Þar myndaðist lítið þéttbýli með skóla, sundlaug, verslun og bensínstöð þegar hrefnuveiðar voru stundaðar frá Brjánslæk. Núna eru flest íbúðarhúsin mannlaus en leigð út til ferðamanna.Egill Aðalsteinsson Á Brjánslæk eru hjónin Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson búin að byggja upp eigin kjötvinnslu með tilheyrandi græjum ásamt frystiklefa og reykhúsi. Þau selja beint frá býli undir vörumerkinu Brjánslækjarbúið. „Auðvitað var hugsunin líka sú að þetta gæti verið vonandi svona liður í endurnýjun á bændum þannig að aðrir gætu komið inn í. En við gætum kannski starfað áfram á einhverjum hliðarvæng,“ segir Jóhann Pétur. Bændurnir á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, í nýju kjötvinnslunni.Egill Aðalsteinsson Kjötvinnslan á Brjánslæk gengur út á það að ná sem mestum verðmætum úr verðminnstu afurðunum, eins og kjöti af fullorðnum ám og vetrargömlum sauðum. Úr frampörtum og hryggjum vinna þau meðal annars bjúgu og kjötfars. „Nýjasta gæluverkefnið er grafið ær-fillet úr hryggvöðvum af sauðum og ungum ám,“ segir Halldóra Ingibjörg. Matarhandverkið þeirra segir hún þó vera ær-jerky, kryddlegið og þurrkað ærkjöt. Fiskeldisbændurnir að Þverá í Vatnsfirði, þau Sveinn Viðarsson og Kristín Ósk Matthíasdóttir.Egill Aðalsteinsson Í fiskeldisstöðinni að Þverá nýta þau Sveinn Viðarsson og Kristín Ósk Matthíasdóttir volgt vatn úr borholum á staðnum til að ala bleikju upp í sláturstærð. Þau reyna að gera sem mest sjálf og selja afurðir beint frá býli, eins og reykta bleikju. Þau eru einnig í áhugaverðri vöruþróun og sýna okkur bleikjusnakk, unnið úr þurrkaðri og reyktri bleikju. „Við erum að byrja á því núna að fara að fullvinna allt. Við tökum slógið og alla afskurði. Það verður allt hakkað niður. Þannig að þetta verður fullvinnslueldi,“ segir Sveinn. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er því velt upp hvort gróskan á Barðaströnd geti leitt til þess að þar fari aftur að myndast þorp, eins og gerðist þegar hrefnuveiðar stóðu sem hæst. Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Hér má sjá frétt frá árinu 2014 um örlög þorpsins: Um land allt Landbúnaður Fiskeldi Vesturbyggð Byggðamál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Elín var með leynigest þegar hún var spurð um fjölgun barna Ung kona á Barðaströnd, Elín Eyjólfsdóttir á Breiðalæk, var fyrir sex árum, í þætti Stöðvar 2 um fækkun barna í sveitinni og yfirvofandi lokun grunnskólans á Birkimel, spurð hvort hún væri eina von Barðstrendinga um fjölgun barna á ný. 26. febrúar 2021 21:50 Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
„Við þurfum að gefa kjötið. Það er vandamálið. Við seljum allt okkar kjöt beint frá býli,“ segir Þórður Sveinsson, sauðfjárbóndi á Krossholtum á Barðaströnd, í þættinum Um land allt á Stöð 2. Frá Krossholtum. Þar myndaðist lítið þéttbýli með skóla, sundlaug, verslun og bensínstöð þegar hrefnuveiðar voru stundaðar frá Brjánslæk. Núna eru flest íbúðarhúsin mannlaus en leigð út til ferðamanna.Egill Aðalsteinsson Á Brjánslæk eru hjónin Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson búin að byggja upp eigin kjötvinnslu með tilheyrandi græjum ásamt frystiklefa og reykhúsi. Þau selja beint frá býli undir vörumerkinu Brjánslækjarbúið. „Auðvitað var hugsunin líka sú að þetta gæti verið vonandi svona liður í endurnýjun á bændum þannig að aðrir gætu komið inn í. En við gætum kannski starfað áfram á einhverjum hliðarvæng,“ segir Jóhann Pétur. Bændurnir á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, í nýju kjötvinnslunni.Egill Aðalsteinsson Kjötvinnslan á Brjánslæk gengur út á það að ná sem mestum verðmætum úr verðminnstu afurðunum, eins og kjöti af fullorðnum ám og vetrargömlum sauðum. Úr frampörtum og hryggjum vinna þau meðal annars bjúgu og kjötfars. „Nýjasta gæluverkefnið er grafið ær-fillet úr hryggvöðvum af sauðum og ungum ám,“ segir Halldóra Ingibjörg. Matarhandverkið þeirra segir hún þó vera ær-jerky, kryddlegið og þurrkað ærkjöt. Fiskeldisbændurnir að Þverá í Vatnsfirði, þau Sveinn Viðarsson og Kristín Ósk Matthíasdóttir.Egill Aðalsteinsson Í fiskeldisstöðinni að Þverá nýta þau Sveinn Viðarsson og Kristín Ósk Matthíasdóttir volgt vatn úr borholum á staðnum til að ala bleikju upp í sláturstærð. Þau reyna að gera sem mest sjálf og selja afurðir beint frá býli, eins og reykta bleikju. Þau eru einnig í áhugaverðri vöruþróun og sýna okkur bleikjusnakk, unnið úr þurrkaðri og reyktri bleikju. „Við erum að byrja á því núna að fara að fullvinna allt. Við tökum slógið og alla afskurði. Það verður allt hakkað niður. Þannig að þetta verður fullvinnslueldi,“ segir Sveinn. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er því velt upp hvort gróskan á Barðaströnd geti leitt til þess að þar fari aftur að myndast þorp, eins og gerðist þegar hrefnuveiðar stóðu sem hæst. Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Hér má sjá frétt frá árinu 2014 um örlög þorpsins:
Um land allt Landbúnaður Fiskeldi Vesturbyggð Byggðamál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Elín var með leynigest þegar hún var spurð um fjölgun barna Ung kona á Barðaströnd, Elín Eyjólfsdóttir á Breiðalæk, var fyrir sex árum, í þætti Stöðvar 2 um fækkun barna í sveitinni og yfirvofandi lokun grunnskólans á Birkimel, spurð hvort hún væri eina von Barðstrendinga um fjölgun barna á ný. 26. febrúar 2021 21:50 Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Elín var með leynigest þegar hún var spurð um fjölgun barna Ung kona á Barðaströnd, Elín Eyjólfsdóttir á Breiðalæk, var fyrir sex árum, í þætti Stöðvar 2 um fækkun barna í sveitinni og yfirvofandi lokun grunnskólans á Birkimel, spurð hvort hún væri eina von Barðstrendinga um fjölgun barna á ný. 26. febrúar 2021 21:50
Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11