Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2021 10:20 Biden hyggst augljóslega ganga lengra í að fordæma mannréttindabrot Sádi Arabíu en forveri sinn en hefur þó ákveðið að grípa ekki til aðgerða gegn krónprinsinum sjálfum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur löngum gagnrýnt það hvernig fyrrum stjórnvöld tóku á morðinu en hann hefur meðal annars heitið því að ræða aðeins við konunginn, jafnvel þótt sonur hans fari í raun með völd í ríkinu. Birtingu skýrslunnar var fagnað af þingmönnum og aðgerðasinnum en margir gagnrýndu að Biden hefði ekki gengið lengra og refsað krónprinsinum persónulega. Fregnir herma hins vegar að ráðgjafar forsetans hafi ráðlagt honum að feta þann veg að fordæma morðið en freista þess að viðhalda samskiptum við mikilvægan bandamann. Vopnasala á ís Khashoggi var lokkaður í sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl, þar sem ráðist var á hann og hann tekinn af lífi. Bandarískir embættismenn hafa hlustað á upptökur frá Tyrkjum, þar sem heyrist hvernig blaðamaðurinn reynir að berjast á móti en er myrtur og síðan bútaður niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Aftökusveitin taldi fimmtán einstaklinga sem flugu aftur til Riyadh á þotum í eigu fyrirtækis sem krónprinsinn hafði nýlega yfirtekið. Helmingur mannanna tilheyrði lífvarðasveit prinsins. Eins og fyrr segir munu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ekki koma beint niður á krónprinsinum sjálfum en þær beinast meðal annars að öðrum ríkisborgurum Sádi Arabíu sem Bandaríkjamenn telja hafa brotið á blaðamönnum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum. Þá hefur ríkisstjórn Biden fryst sölu á vopnum að andvirði 750 milljónir dala en engar ákvarðanir hafa verið teknar um að falla frá sölunni né öðru hernaðarsamstarfi, sem felur meðal annars í sér þjónustu við F-15 flota Sáda. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur löngum gagnrýnt það hvernig fyrrum stjórnvöld tóku á morðinu en hann hefur meðal annars heitið því að ræða aðeins við konunginn, jafnvel þótt sonur hans fari í raun með völd í ríkinu. Birtingu skýrslunnar var fagnað af þingmönnum og aðgerðasinnum en margir gagnrýndu að Biden hefði ekki gengið lengra og refsað krónprinsinum persónulega. Fregnir herma hins vegar að ráðgjafar forsetans hafi ráðlagt honum að feta þann veg að fordæma morðið en freista þess að viðhalda samskiptum við mikilvægan bandamann. Vopnasala á ís Khashoggi var lokkaður í sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl, þar sem ráðist var á hann og hann tekinn af lífi. Bandarískir embættismenn hafa hlustað á upptökur frá Tyrkjum, þar sem heyrist hvernig blaðamaðurinn reynir að berjast á móti en er myrtur og síðan bútaður niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Aftökusveitin taldi fimmtán einstaklinga sem flugu aftur til Riyadh á þotum í eigu fyrirtækis sem krónprinsinn hafði nýlega yfirtekið. Helmingur mannanna tilheyrði lífvarðasveit prinsins. Eins og fyrr segir munu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ekki koma beint niður á krónprinsinum sjálfum en þær beinast meðal annars að öðrum ríkisborgurum Sádi Arabíu sem Bandaríkjamenn telja hafa brotið á blaðamönnum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum. Þá hefur ríkisstjórn Biden fryst sölu á vopnum að andvirði 750 milljónir dala en engar ákvarðanir hafa verið teknar um að falla frá sölunni né öðru hernaðarsamstarfi, sem felur meðal annars í sér þjónustu við F-15 flota Sáda.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira