Varnarmennirnir sáu um West Ham og fjórtándi deildarsigur City í röð Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2021 14:23 Stones og Zinchenko fagna sigurmarki þess fyrrnefnda. Clive Brunskill/Getty Images Manchester City vann sinn þrettánda deildarleik í röð er liðið vann 2-1 sigur á West Ham í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Þetta var tuttugasti sigur City í röð í öllum keppnum. City komst yfir með sínu fyrsta skoti á marki í leiknum eftir hálftímaleik. Kevin de Bruyne gaf þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Ruben Dias var mættur og stangaði hann boltann í netið. 🧱 - John Stones and Rúben Dias while together on the pitch for @ManCity1435 minutes3 - Goals conceded5 - Goals scored (Stones 4, Dias 1)#MCIWHU— Gracenote Live (@GracenoteLive) February 27, 2021 Þetta var hans fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir City en einungis þrettán mínútum síðar var allt orðið jafnt á ný. Michail Antonio hafði skotið í stöng skömmu áður en nú jafnaði hann metin sem fylgdi á eftir skoti Jesse Lingad. Staðan var 1-1 í hálfleik en sigurmarkið kom á 68. mínútu. Hornspyrna City var hreinsuð frá en Riyhad Mahrez kom boltanum aftur fyrir markið þar sem John Stones kom boltanum í netið. Þriðja mark hans á árinu. City er á toppi deildarinnar með 62 stig, þrettán stigum meira en Manchester United, sem á þó leik til góða. West Ham er í fjórða sætinu með 45 stig. Manchester City make it 2⃣0⃣ wins in a row 😲— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2021 Enski boltinn
Manchester City vann sinn þrettánda deildarleik í röð er liðið vann 2-1 sigur á West Ham í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Þetta var tuttugasti sigur City í röð í öllum keppnum. City komst yfir með sínu fyrsta skoti á marki í leiknum eftir hálftímaleik. Kevin de Bruyne gaf þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Ruben Dias var mættur og stangaði hann boltann í netið. 🧱 - John Stones and Rúben Dias while together on the pitch for @ManCity1435 minutes3 - Goals conceded5 - Goals scored (Stones 4, Dias 1)#MCIWHU— Gracenote Live (@GracenoteLive) February 27, 2021 Þetta var hans fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir City en einungis þrettán mínútum síðar var allt orðið jafnt á ný. Michail Antonio hafði skotið í stöng skömmu áður en nú jafnaði hann metin sem fylgdi á eftir skoti Jesse Lingad. Staðan var 1-1 í hálfleik en sigurmarkið kom á 68. mínútu. Hornspyrna City var hreinsuð frá en Riyhad Mahrez kom boltanum aftur fyrir markið þar sem John Stones kom boltanum í netið. Þriðja mark hans á árinu. City er á toppi deildarinnar með 62 stig, þrettán stigum meira en Manchester United, sem á þó leik til góða. West Ham er í fjórða sætinu með 45 stig. Manchester City make it 2⃣0⃣ wins in a row 😲— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2021