Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 13:28 Gamanmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom Húsavík á kortið í hugum Eurovison-aðdáenda. Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur unnið lengi að nýjum heimildaþáttum um heimsfaraldurinn. Netflix/Vísir Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson leikstjóri standa að gerð þáttanna sem er ætlað að skrásetja útbreiðslu og áhrif faraldursins á íslensku þjóðina sem og viðbrögð stjórnvalda við honum. Vonir standa til að sex þættir verði tilbúnir til sýningar næsta haust. Jóhannes greindi frá því í sumar að þeir Sævar hafi fylgt þríeykinu svokallaða síðasta vor og fengið að vera fluga á vegg að tjaldabaki. Í viðtali við Sölva Tryggvason sagði Jóhannes að hann hafi meðal annars myndað það þegar faraldurinn náði hámarki á Vestfjörðum. „Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu. Þú ert kominn alveg að kjarnanum þarna og það tók dálítinn tíma fyrir samfélagið að endurræsa sig eftir þetta,“ sagði Jóhannes, sem hefur einnig tekið viðtöl við ástvini þeirra sem létust og fylgt eftir þeirri atburðarás sem átti sér stað. „Ég ætlaði að vera þarna í þrjá sólarhringa, en endaði á að vera í sautján daga.“ Jóhannes sagði fyrr í samtali við upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna að hann og Sævar hafi sömuleiðis skrásett sögu hinnar 102 ára gömlu Helgu Guðmundsdóttur í Bolungarvík. Helga komst í fréttirnar í vor þegar hún fagnaði því að vera laus við Covid-19 en hún hafði áður upplifað Spænsku veikina og berklafaraldur á sínum yngri árum. Ætla að nýta sér Eurovision-frægð bæjarins Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að stefnt sé að opnun Eurovision-safnsins í maí á 65 ára afmæli Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Könnunarsögusafnið á Húsavík stendur fyrir opnun Eurovision-safnsins í samstarfi við Húsavíkurstofu, RÚV, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og Netflix. Húsvíkingar voru ekki lengi að nýta sér nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell sem kom út á síðasta ári en bærinn er helsta sögusvið myndarinnar. Síðasta sumar var þar opnaður Jaja Ding Dong-bar nefndur eftir einu helsta lagi myndarinnar og sett upp lítil álfabyggð í anda þeirrar sem kom við sögu í ræmunni. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ sagði hótelstjórinn Örlygur Hnefill Örlygsson, sem átti frumkvæðið að safninu, í fréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. Hann taldi myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu og að aðdáendur Eurovision, sem hafi séð á eftir keppninni í fyrra, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Norðurþing Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson leikstjóri standa að gerð þáttanna sem er ætlað að skrásetja útbreiðslu og áhrif faraldursins á íslensku þjóðina sem og viðbrögð stjórnvalda við honum. Vonir standa til að sex þættir verði tilbúnir til sýningar næsta haust. Jóhannes greindi frá því í sumar að þeir Sævar hafi fylgt þríeykinu svokallaða síðasta vor og fengið að vera fluga á vegg að tjaldabaki. Í viðtali við Sölva Tryggvason sagði Jóhannes að hann hafi meðal annars myndað það þegar faraldurinn náði hámarki á Vestfjörðum. „Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu. Þú ert kominn alveg að kjarnanum þarna og það tók dálítinn tíma fyrir samfélagið að endurræsa sig eftir þetta,“ sagði Jóhannes, sem hefur einnig tekið viðtöl við ástvini þeirra sem létust og fylgt eftir þeirri atburðarás sem átti sér stað. „Ég ætlaði að vera þarna í þrjá sólarhringa, en endaði á að vera í sautján daga.“ Jóhannes sagði fyrr í samtali við upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna að hann og Sævar hafi sömuleiðis skrásett sögu hinnar 102 ára gömlu Helgu Guðmundsdóttur í Bolungarvík. Helga komst í fréttirnar í vor þegar hún fagnaði því að vera laus við Covid-19 en hún hafði áður upplifað Spænsku veikina og berklafaraldur á sínum yngri árum. Ætla að nýta sér Eurovision-frægð bæjarins Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að stefnt sé að opnun Eurovision-safnsins í maí á 65 ára afmæli Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Könnunarsögusafnið á Húsavík stendur fyrir opnun Eurovision-safnsins í samstarfi við Húsavíkurstofu, RÚV, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og Netflix. Húsvíkingar voru ekki lengi að nýta sér nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell sem kom út á síðasta ári en bærinn er helsta sögusvið myndarinnar. Síðasta sumar var þar opnaður Jaja Ding Dong-bar nefndur eftir einu helsta lagi myndarinnar og sett upp lítil álfabyggð í anda þeirrar sem kom við sögu í ræmunni. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ sagði hótelstjórinn Örlygur Hnefill Örlygsson, sem átti frumkvæðið að safninu, í fréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. Hann taldi myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu og að aðdáendur Eurovision, sem hafi séð á eftir keppninni í fyrra, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“
Norðurþing Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira