Aldrei verið auðveldara að kaupa húsnæði Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 07:31 Ari Skúlason segir að húsnæðisverð hafi gróflega þróast í samræmi við verðlag á síðustu tveimur árum. Vísir/Baldur Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja. Hann bætir við að vaxtalækkanir undanfarið ár hafi gert mörgum kleift að kaupa stærri íbúðir en áður og þá hafi aukin fjarvinna leitt til þess að sumir vilji auka herbergi til að bæta vinnuaðstöðuna heima. Ari telur að mikil aukning í fjarvinnu eigi eftir að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn til framtíðar. Ari var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Hann segir að það sé þrálát mýta að það hafi alltaf verið auðveldara að eignast sitt eigið húsnæði hér áður fyrr. „Þessi spurning hefur oft komið upp á síðustu árum og mitt svar hefur verið að það hefur alltaf verið erfitt að kaupa húsnæði á Íslandi. Það var mikil umræða þegar verðtrygging kom um að þá færi þetta að verða erfiðara og svo framvegis og að lánin hafi verið étin upp af verðbólgunni fram að því en það verður þó að taka inn í myndina að þá voru lánin svo lág að þau hjálpuðu ekki neitt, þú varst alltaf í einhverju víxladóti og svo framvegis.“ Hann segir að í dag sé lánaumhverfið gjörbreytt og fjölbreytnin aldrei verið meiri. „Þú getur valið löng lán, stutt lán, verðtryggð eða óverðtryggð, jafngreiðslulán eða með jöfnum afborgunum og svo framvegis. Þú getur svo mikið saumað lausn miðað við þínar þarfir og svo tala ég nú ekki um að vextirnir eru komnir niður í algjört sögulegt lágmark. Þetta er miklu miklu auðveldara núna en hefur nokkurn tíma verið,“ segir Ari. „Maður sér það bara núna á því hvað gerðist árið 2020, við erum í djúpri kreppu en samt heldur [fasteignamarkaðurinn] áfram á þessum hraða. Það sýnir bara svart á hvítu að þetta er auðveldara en oft áður.“ Leigufélög gjörbreytt markaðnum Ari hefur lengi fylgst með þróun leigumarkaðsins hér á landi og segir að hann hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. ,,Fyrir nokkrum árum var vont og erfitt að leigja þar sem þú leigðir hjá einstaklingi og hafðir ekki mikið öryggi, til dæmis geta aðstæður breyst hjá leigusala þannig að hann verður að henda þér út. En á seinni árum hefur þetta batnað með því að það hafa komið inn félög sem standa í leigustarfsemi. Þó að einstaklingar séu enn stór hluti þeirra sem leigja þá hefur það minnkað og hjá félögunum getur þú fengið að leigja eins lengi og þú vilt.“ Þrátt fyrir það segir Ari að flestir Íslendingar vilji helst gera stutta leigusamninga, oft til tólf mánaða, því flestir stefni á að eignast eigin fasteign. Hagstæðara að leigja á árunum fyrir hrun Ari hefur skoðað hvort það borgi sig frekar að kaupa íbúðarhúsnæði eða leigja og hefur lengi fylgst með svokölluðu kaup/leiguhlutfalli. Getur sú mæling gefið vísbendingu um hvort það sé hagstæðara að kaupa eða leigja sambærilega íbúð. Hlutfallið fæst með því að deila söluverði á fermetra með ársleigu á fermetra og svo miðað við einfaldar þumalputtareglur. Sé hlutfallið undir 15 er talið hagstæðara að kaupa, ef það er 16 til 20 er betra að kaupa ef áætlaður eignarhaldstími er langur og ef hlutfallið er hærra en 20 er talið hagstæðara að leigja. Í raun sýnir hlutfallið hversu margar árs- eða mánaðarleigur þarf til að kaupa eignina. „Þessi tala hefur alltaf verið lág á Íslandi og það alltaf hefur borgað sig að kaupa þegar ég hef skoðað þetta nema í aðdraganda hrunsins. Þá fór þessi tala yfir 20 og þá voru allir að hamast við að kaupa þegar það borgaði sig að leigja.“ Ari segir að þetta hlutfall hafi farið hækkandi upp á síðkastið, sérstaklega á síðasta ári. Hrun ferðaþjónustunnar hafi orðið til þess að skammtímaleiguíbúðir komu inn á almenna leigumarkaðinn og haft þau áhrif að leiguverð hefur farið lækkandi á höfuðborgarsvæðinu á meðan söluverð íbúða fór að hækka. Hann segir að niðurstaðan í dag sé sú að núna borgi sig áfram frekar að kaupa en að leigja. Hann bendir á að einungis sé um að ræða hugaræfingu sem veiti vísbendingar en ekki nákvæm vísindi. Hlutfallið taki til dæmis ekki tillit til þátta eins og fasteignagjalda, viðhalds og annara útgjalda sem fylgja því að eiga fasteign. Að sögn Ara bendir kaup/leiguhlutfallið í sambærilegum borgum á borð við Gautaborg og Árósa til að það sé mun hagstæðara að vera á leigumarkaðnum þar en á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðisverð hækkað mjög mikið Ari segir að nafnverðshækkun húsnæðis á Íslandi hafi verið um 9,5 prósent á ári að meðaltali frá aldamótum og raunvirðishækkun verið um 5 prósent á ári, sem sé mjög mikið. „Á þessum árum hefur húsnæðismarkaðurinn staðið sig betur en launamarkaður.“ Markaðurinn hafi sveiflast líkt og margt annað í íslensku hagkerfi en að hækkunin hafi verið mjög mikil á árunum fyrir fjármálahrunið og einnig á árunum 2013 til 2018. Eftir það hafi verið heldur meiri ró yfir fasteignamarkaðnum. „Það má kannski segja að síðustu tvö árin eða svo þá hefur húsnæðisverð þróast meira í samræmi við almennt verðlag en yfirleitt hefur það hækkað miklu miklu meira.“ Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt í samstarfi við Umboðsmann skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Leitin að peningunum Neytendur Íslenskir bankar Húsnæðismál Fjármál heimilisins Leigumarkaður Tengdar fréttir Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01 Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01 Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. 4. febrúar 2021 07:31 Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. 28. janúar 2021 07:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hann bætir við að vaxtalækkanir undanfarið ár hafi gert mörgum kleift að kaupa stærri íbúðir en áður og þá hafi aukin fjarvinna leitt til þess að sumir vilji auka herbergi til að bæta vinnuaðstöðuna heima. Ari telur að mikil aukning í fjarvinnu eigi eftir að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn til framtíðar. Ari var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Hann segir að það sé þrálát mýta að það hafi alltaf verið auðveldara að eignast sitt eigið húsnæði hér áður fyrr. „Þessi spurning hefur oft komið upp á síðustu árum og mitt svar hefur verið að það hefur alltaf verið erfitt að kaupa húsnæði á Íslandi. Það var mikil umræða þegar verðtrygging kom um að þá færi þetta að verða erfiðara og svo framvegis og að lánin hafi verið étin upp af verðbólgunni fram að því en það verður þó að taka inn í myndina að þá voru lánin svo lág að þau hjálpuðu ekki neitt, þú varst alltaf í einhverju víxladóti og svo framvegis.“ Hann segir að í dag sé lánaumhverfið gjörbreytt og fjölbreytnin aldrei verið meiri. „Þú getur valið löng lán, stutt lán, verðtryggð eða óverðtryggð, jafngreiðslulán eða með jöfnum afborgunum og svo framvegis. Þú getur svo mikið saumað lausn miðað við þínar þarfir og svo tala ég nú ekki um að vextirnir eru komnir niður í algjört sögulegt lágmark. Þetta er miklu miklu auðveldara núna en hefur nokkurn tíma verið,“ segir Ari. „Maður sér það bara núna á því hvað gerðist árið 2020, við erum í djúpri kreppu en samt heldur [fasteignamarkaðurinn] áfram á þessum hraða. Það sýnir bara svart á hvítu að þetta er auðveldara en oft áður.“ Leigufélög gjörbreytt markaðnum Ari hefur lengi fylgst með þróun leigumarkaðsins hér á landi og segir að hann hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. ,,Fyrir nokkrum árum var vont og erfitt að leigja þar sem þú leigðir hjá einstaklingi og hafðir ekki mikið öryggi, til dæmis geta aðstæður breyst hjá leigusala þannig að hann verður að henda þér út. En á seinni árum hefur þetta batnað með því að það hafa komið inn félög sem standa í leigustarfsemi. Þó að einstaklingar séu enn stór hluti þeirra sem leigja þá hefur það minnkað og hjá félögunum getur þú fengið að leigja eins lengi og þú vilt.“ Þrátt fyrir það segir Ari að flestir Íslendingar vilji helst gera stutta leigusamninga, oft til tólf mánaða, því flestir stefni á að eignast eigin fasteign. Hagstæðara að leigja á árunum fyrir hrun Ari hefur skoðað hvort það borgi sig frekar að kaupa íbúðarhúsnæði eða leigja og hefur lengi fylgst með svokölluðu kaup/leiguhlutfalli. Getur sú mæling gefið vísbendingu um hvort það sé hagstæðara að kaupa eða leigja sambærilega íbúð. Hlutfallið fæst með því að deila söluverði á fermetra með ársleigu á fermetra og svo miðað við einfaldar þumalputtareglur. Sé hlutfallið undir 15 er talið hagstæðara að kaupa, ef það er 16 til 20 er betra að kaupa ef áætlaður eignarhaldstími er langur og ef hlutfallið er hærra en 20 er talið hagstæðara að leigja. Í raun sýnir hlutfallið hversu margar árs- eða mánaðarleigur þarf til að kaupa eignina. „Þessi tala hefur alltaf verið lág á Íslandi og það alltaf hefur borgað sig að kaupa þegar ég hef skoðað þetta nema í aðdraganda hrunsins. Þá fór þessi tala yfir 20 og þá voru allir að hamast við að kaupa þegar það borgaði sig að leigja.“ Ari segir að þetta hlutfall hafi farið hækkandi upp á síðkastið, sérstaklega á síðasta ári. Hrun ferðaþjónustunnar hafi orðið til þess að skammtímaleiguíbúðir komu inn á almenna leigumarkaðinn og haft þau áhrif að leiguverð hefur farið lækkandi á höfuðborgarsvæðinu á meðan söluverð íbúða fór að hækka. Hann segir að niðurstaðan í dag sé sú að núna borgi sig áfram frekar að kaupa en að leigja. Hann bendir á að einungis sé um að ræða hugaræfingu sem veiti vísbendingar en ekki nákvæm vísindi. Hlutfallið taki til dæmis ekki tillit til þátta eins og fasteignagjalda, viðhalds og annara útgjalda sem fylgja því að eiga fasteign. Að sögn Ara bendir kaup/leiguhlutfallið í sambærilegum borgum á borð við Gautaborg og Árósa til að það sé mun hagstæðara að vera á leigumarkaðnum þar en á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðisverð hækkað mjög mikið Ari segir að nafnverðshækkun húsnæðis á Íslandi hafi verið um 9,5 prósent á ári að meðaltali frá aldamótum og raunvirðishækkun verið um 5 prósent á ári, sem sé mjög mikið. „Á þessum árum hefur húsnæðismarkaðurinn staðið sig betur en launamarkaður.“ Markaðurinn hafi sveiflast líkt og margt annað í íslensku hagkerfi en að hækkunin hafi verið mjög mikil á árunum fyrir fjármálahrunið og einnig á árunum 2013 til 2018. Eftir það hafi verið heldur meiri ró yfir fasteignamarkaðnum. „Það má kannski segja að síðustu tvö árin eða svo þá hefur húsnæðisverð þróast meira í samræmi við almennt verðlag en yfirleitt hefur það hækkað miklu miklu meira.“ Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt í samstarfi við Umboðsmann skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Leitin að peningunum Neytendur Íslenskir bankar Húsnæðismál Fjármál heimilisins Leigumarkaður Tengdar fréttir Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01 Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01 Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. 4. febrúar 2021 07:31 Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. 28. janúar 2021 07:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01
Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01
Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. 4. febrúar 2021 07:31
Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. 28. janúar 2021 07:00