Áttar sig ekki á því af hverju fólk afþakkar AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 18:44 Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum. Vísir/Egill Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir öll bóluefni við Covid-19 sem komið hafa fram jafngóð. Enginn marktækur munur sé á þeim með tilliti til aukaverkana. Hann segist ekki átta sig á því af hverju fólk hafi hafnað bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grundvelli að efnið sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni, auk þess sem fólk telji aukaverkanir AstraZeneca meiri en af hinum bóluefnunum. Bóluefni frá þremur framleiðendum hafa fengið samþykki hér á landi; AstraZeneca, Pfizer og Moderna. Björn Rúnar var spurður út í muninn á bóluefnunum með tilliti til aukaverkana í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Fyrir það fyrsta er virkni þessara bóluefna örugglega jafngóð þegar allt verður skoðað þannig að fólk verður að muna eftir því. Þegar kemur að tíðni aukaverkana er ekkert sem hefur enn sýnt sig að það sé marktækur munur á algengi aukaverkana eftir þessi bóluefni,“ sagði Björn. „Þau eru öll jafngóð og jafnörugg og fólk á bara að stökkva á vagninn og fá bólusetningu um leið og tækifæri gefst.“ Fékk sjálfur vægar aukaverkanir Hluti fólks fái vægar aukaverkanir, sérstaklega eftir fyrri bólusetninguna, og þá hafi komið fram mjög sjaldgæfar aukaverkanir á þriðja til fimmta degi. „En þær eru gríðarlega fátíðar og hafa gengið allar yfir á einum til tveimur dögum. Það gætu til dæmis verið útbrot eða meiri vöðvaverkir og hiti og slappleiki,“ sagði Björn. „Ég sjálfur er búinn að fá tvær, ég varð smá slappur og fékk smá hita í sólarhring eftir seinni bólusetninguna, ég fann ekki fyrir fyrri, og það var ekki AstraZeneca-bóluefnið. En það gekk yfir og á þriðja degi var ég orðinn fínn.“ Hefðir þú orðið spældur ef þú hefðir ekki fengið þessar aukaverkanir? „Það hefði staðfest það að ég sé að verða aldraður vegna þess að við vitum það að þessir öldruðu, þeir sem eru komnir sérstaklega yfir sjötugt, það er fátíðara að þeir fái þessar aukaverkanir.“ Hvað heldur þú að valdi því að fólk sé á þessari skoðun? „Ég hreinlega átta mig ekki á því og það er eiginlega hálfgerð ráðgáta. […] Þetta er grafalvarlegt mál og við búum í ótrúlega mikilli náðarkúlu og forréttindum, að hér eru nánast engin smit. Það er náttúrulega stórkostlegur árangur. Og ég held að þá verði fólk værukært. En það gleymir því að það er að verja sig fyrir því að það getur blossað upp aftur og það getur gert það mjög hratt og mjög fljótt.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29 Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28 Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. 20. febrúar 2021 23:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grundvelli að efnið sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni, auk þess sem fólk telji aukaverkanir AstraZeneca meiri en af hinum bóluefnunum. Bóluefni frá þremur framleiðendum hafa fengið samþykki hér á landi; AstraZeneca, Pfizer og Moderna. Björn Rúnar var spurður út í muninn á bóluefnunum með tilliti til aukaverkana í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Fyrir það fyrsta er virkni þessara bóluefna örugglega jafngóð þegar allt verður skoðað þannig að fólk verður að muna eftir því. Þegar kemur að tíðni aukaverkana er ekkert sem hefur enn sýnt sig að það sé marktækur munur á algengi aukaverkana eftir þessi bóluefni,“ sagði Björn. „Þau eru öll jafngóð og jafnörugg og fólk á bara að stökkva á vagninn og fá bólusetningu um leið og tækifæri gefst.“ Fékk sjálfur vægar aukaverkanir Hluti fólks fái vægar aukaverkanir, sérstaklega eftir fyrri bólusetninguna, og þá hafi komið fram mjög sjaldgæfar aukaverkanir á þriðja til fimmta degi. „En þær eru gríðarlega fátíðar og hafa gengið allar yfir á einum til tveimur dögum. Það gætu til dæmis verið útbrot eða meiri vöðvaverkir og hiti og slappleiki,“ sagði Björn. „Ég sjálfur er búinn að fá tvær, ég varð smá slappur og fékk smá hita í sólarhring eftir seinni bólusetninguna, ég fann ekki fyrir fyrri, og það var ekki AstraZeneca-bóluefnið. En það gekk yfir og á þriðja degi var ég orðinn fínn.“ Hefðir þú orðið spældur ef þú hefðir ekki fengið þessar aukaverkanir? „Það hefði staðfest það að ég sé að verða aldraður vegna þess að við vitum það að þessir öldruðu, þeir sem eru komnir sérstaklega yfir sjötugt, það er fátíðara að þeir fái þessar aukaverkanir.“ Hvað heldur þú að valdi því að fólk sé á þessari skoðun? „Ég hreinlega átta mig ekki á því og það er eiginlega hálfgerð ráðgáta. […] Þetta er grafalvarlegt mál og við búum í ótrúlega mikilli náðarkúlu og forréttindum, að hér eru nánast engin smit. Það er náttúrulega stórkostlegur árangur. Og ég held að þá verði fólk værukært. En það gleymir því að það er að verja sig fyrir því að það getur blossað upp aftur og það getur gert það mjög hratt og mjög fljótt.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29 Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28 Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. 20. febrúar 2021 23:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29
Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28
Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. 20. febrúar 2021 23:19