Skoðanabræðurnir Björn Leví og Ásmundur vilja leyfa ræktun lyfjahamps á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2021 14:03 Píratar ráku upp stór augu í morgun þegar þeir flettu í Bændablaðinu og komust að því að Ásmundur Friðriksson er á alveg sömu línu og því að vilja opna fyrir hampinn til Íslands. samsett Píratar halda því fram að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi komið úr skápnum sem hálfgildings Pírati í morgun. Ásmundur er með í undirbúningi þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra, í samráði við hagsmunaaðila við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að setja á fót starfshóp sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimilar garðyrkjufyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni. Bændablaðið greinir frá þessu. Ásmundur segir að stefna stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins varðandi afstöðu til kannabisefna hér á landi þarfnist umtalsverðrar umræðu og að grundvöllur sé skapaður til frekari rannsókna. Samkvæmt heimildum Vísis klóruðu Píratar sér ákaft í kolli þegar þetta spurðist; í hvaða hliðræna veruleika það gæti gerst að Ásmundur væri á þessari línu. En Píratar og Ásmundur hafa lengi eldað grátt silfur. En nú eru allar fornar væringar grafnar og gleymdar. „Þessar fréttir komu okkur ánægjulega á óvart, að Ásmundur skuli vera svona mikill Pírati inn við beinið,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hann telur ljóst að náið samstarf með Halldóru Mogensen Pírata í velferðarnefnd Alþingis hafi haft góð áhrif á Ásmund. „Píratar lögðu síðast fram tillögu um notkun og ræktun lyfjahamps árið 2018 enda þjóðþrifamál, en þá vildi Ásmundur ekki vera með. Þetta er því kærkomin u-beygja hjá honum og ekki við öðru að búast en að hann muni styðja CBD-málið hennar Halldóru þegar það kemur fyrir nefndina,“ segir Björn. Alþingi Landbúnaður Lyf Kannabis Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Ásmundur er með í undirbúningi þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra, í samráði við hagsmunaaðila við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að setja á fót starfshóp sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimilar garðyrkjufyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni. Bændablaðið greinir frá þessu. Ásmundur segir að stefna stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins varðandi afstöðu til kannabisefna hér á landi þarfnist umtalsverðrar umræðu og að grundvöllur sé skapaður til frekari rannsókna. Samkvæmt heimildum Vísis klóruðu Píratar sér ákaft í kolli þegar þetta spurðist; í hvaða hliðræna veruleika það gæti gerst að Ásmundur væri á þessari línu. En Píratar og Ásmundur hafa lengi eldað grátt silfur. En nú eru allar fornar væringar grafnar og gleymdar. „Þessar fréttir komu okkur ánægjulega á óvart, að Ásmundur skuli vera svona mikill Pírati inn við beinið,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hann telur ljóst að náið samstarf með Halldóru Mogensen Pírata í velferðarnefnd Alþingis hafi haft góð áhrif á Ásmund. „Píratar lögðu síðast fram tillögu um notkun og ræktun lyfjahamps árið 2018 enda þjóðþrifamál, en þá vildi Ásmundur ekki vera með. Þetta er því kærkomin u-beygja hjá honum og ekki við öðru að búast en að hann muni styðja CBD-málið hennar Halldóru þegar það kemur fyrir nefndina,“ segir Björn.
Alþingi Landbúnaður Lyf Kannabis Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira