Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2021 13:21 Tryggvi Gunnarsson á tvo mánuði eftir í starfi umboðsmanns Alþingis. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur beðist lausnar frá embættinu sem hann hefur gegnt frá ársbyrjun 2000. Frá þessu greindi Steingrímur J. Sigúfsson forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 13. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á beiðni Tryggva. Steingrímur sagði að Alþingi hefði borist bréf frá Tryggva þann 18. febrúar og forsætisnefnd tilkynnt um beiðnina. Forsætisnefnd hafi þegar skipað þriggja manna undirnefnd til að gera tillögu að nýjum umboðsmanni sem þingmenn kjósa um. Sú nefnd mun skipa nefnd þriggja sérfræðinga sem verði forsætisnefnd og undirnefndinni til ráðgjafar. Þeir sem hafa áhuga á að gegna embættinu, eða hafa tillögur þess efnis eru hvattir til að setja sig í samband við Alþingi. Nánar megi kynna sér þau mál í auglýsingu sem birt verður á vef Alþingis í dag. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómara hefur verið settur umboðsmaður frá 1. nóvember á meðan Tryggvi hefur sinnt gerð fræðsluefnis fyrir starfsfólk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Kjartan er settur umboðsmaður til 30. apríl eða þegar Tryggvi lætur af störfum. Sinnir sínu sérstaka áhugamáli Tryggvi vísaði til orða sinna á heimasíðu umboðsmanns þegar blaðamaður hafði samband. „Um þessar mundir eru liðin 33 ár síðan ég kom fyrst að starfi umboðsmanns Alþingis. Allan þennan tíma hef ég notið þess að sinna þessum störfum og rækja það verkefni að greiða úr málum borgaranna í umboði Alþingis gagnvart stjórnsýslunni. Lögfræðilega hefur þetta líka verið einstaklinga áhugavert og gefandi. Fá svið lögfræðinnar hafa á þessum tíma tekið sambærilegum breytingum og stjórnsýslurétturinn og þar hefur starf umboðsmanns Alþingis átt sinn þátt,“ segir Tryggvi um tímamótin á heimasíðu umboðsmanns. „Ég hef að undanförnu átt þess kost að standa upp frá daglegum störfum umboðsmanns og huga að því sérstaka áhugamáli mínu að auka fræðslu fyrir starfsmenn stjórnsýslunnar, bæði ríkis og sveitarfélaga, um starfshætti í stjórnsýslunni og þær reglur sem gilda um meðferð mála þar og þjónustu í þágu borgaranna. Liður í því er að taka saman aðgengilegt fræðsluefni um þessi mál og koma fræðslu um þau í fastari skorður. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég vil gjarnan fá tækifæri til að leggja lið áður en líður um of á starfsævi mína en eðli verkefna og annir í starfi umboðsmanns eru þannig að veruleg takmörk eru á að öðru verði sinnt samhliða því.“ Langþreyttur á fjárskorti Tryggvi hefur verið gagnrýninn á fjárveitingar til embættisins. Hann sagði á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á dögunum að þingmenn þurfi að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundinum þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Í starfinu frá nóvember 1998 Tryggvi var kosinn umboðsmaður Alþingis í sjötta sinn í október 2019 og hefði að óbreyttu setið í embætti næstu fjögur árin. Tryggvi hefur sinnt starfi umboðsmanns Alþingis frá 1. nóvember 1998. Fyrst sem settur umboðsmaður frá þeim tíma til 31. desember 1999 eftir að Gaukur Jörundsson sem valinn var umboðsmaður þegar embættið tók til starfa 1988 hafði verið kjörinn til setu í Mannréttindadómstól Evrópu. Tryggvi hefur síðan verið kjörinn umboðsmaður frá 1. janúar 2000. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Steingrímur sagði að Alþingi hefði borist bréf frá Tryggva þann 18. febrúar og forsætisnefnd tilkynnt um beiðnina. Forsætisnefnd hafi þegar skipað þriggja manna undirnefnd til að gera tillögu að nýjum umboðsmanni sem þingmenn kjósa um. Sú nefnd mun skipa nefnd þriggja sérfræðinga sem verði forsætisnefnd og undirnefndinni til ráðgjafar. Þeir sem hafa áhuga á að gegna embættinu, eða hafa tillögur þess efnis eru hvattir til að setja sig í samband við Alþingi. Nánar megi kynna sér þau mál í auglýsingu sem birt verður á vef Alþingis í dag. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómara hefur verið settur umboðsmaður frá 1. nóvember á meðan Tryggvi hefur sinnt gerð fræðsluefnis fyrir starfsfólk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Kjartan er settur umboðsmaður til 30. apríl eða þegar Tryggvi lætur af störfum. Sinnir sínu sérstaka áhugamáli Tryggvi vísaði til orða sinna á heimasíðu umboðsmanns þegar blaðamaður hafði samband. „Um þessar mundir eru liðin 33 ár síðan ég kom fyrst að starfi umboðsmanns Alþingis. Allan þennan tíma hef ég notið þess að sinna þessum störfum og rækja það verkefni að greiða úr málum borgaranna í umboði Alþingis gagnvart stjórnsýslunni. Lögfræðilega hefur þetta líka verið einstaklinga áhugavert og gefandi. Fá svið lögfræðinnar hafa á þessum tíma tekið sambærilegum breytingum og stjórnsýslurétturinn og þar hefur starf umboðsmanns Alþingis átt sinn þátt,“ segir Tryggvi um tímamótin á heimasíðu umboðsmanns. „Ég hef að undanförnu átt þess kost að standa upp frá daglegum störfum umboðsmanns og huga að því sérstaka áhugamáli mínu að auka fræðslu fyrir starfsmenn stjórnsýslunnar, bæði ríkis og sveitarfélaga, um starfshætti í stjórnsýslunni og þær reglur sem gilda um meðferð mála þar og þjónustu í þágu borgaranna. Liður í því er að taka saman aðgengilegt fræðsluefni um þessi mál og koma fræðslu um þau í fastari skorður. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég vil gjarnan fá tækifæri til að leggja lið áður en líður um of á starfsævi mína en eðli verkefna og annir í starfi umboðsmanns eru þannig að veruleg takmörk eru á að öðru verði sinnt samhliða því.“ Langþreyttur á fjárskorti Tryggvi hefur verið gagnrýninn á fjárveitingar til embættisins. Hann sagði á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á dögunum að þingmenn þurfi að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundinum þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Í starfinu frá nóvember 1998 Tryggvi var kosinn umboðsmaður Alþingis í sjötta sinn í október 2019 og hefði að óbreyttu setið í embætti næstu fjögur árin. Tryggvi hefur sinnt starfi umboðsmanns Alþingis frá 1. nóvember 1998. Fyrst sem settur umboðsmaður frá þeim tíma til 31. desember 1999 eftir að Gaukur Jörundsson sem valinn var umboðsmaður þegar embættið tók til starfa 1988 hafði verið kjörinn til setu í Mannréttindadómstól Evrópu. Tryggvi hefur síðan verið kjörinn umboðsmaður frá 1. janúar 2000. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira