Ekki sjálfgefið að innbúið sé tryggt fyrir tjóni sem verður í náttúruhamförum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 13:15 Stórir jarðskjálftar riðu yfir Reykjanesið í gær í skjálftahrinu sem hófst fyrir nokkrum dögum í Krýsuvík. Vísir/Vilhelm Lauslega áætlað er talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. Ástæðan er sú að heimilin og fyrirtækin hafa ekki brunatryggt innbú og lausafé en slík brunatrygging er almennt innifalin í innbús- og heimilistryggingum tryggingafélaganna. Ekki er lögbundið að brunatryggja innbú og lausafé, líkt og er raunin með húseignina sjálfa, heldur er það valkvætt. Sé maður hins vegar ekki með slíka brunatryggingu og innbúið verður svo fyrir tjóni, til dæmis í jarðskjálfta, á maður ekki rétt á því að fá tjónið bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum nokkuð há Sé maður með viðeigandi tryggingu fyrir innbúi og lausafé sér tryggingafélagið um að innheimta tiltekið iðgjald sem rennur til Náttúruhamfaratryggingar. Þá á maður rétt á að fá tjónið bætt en Hulda Ragnheiður bendir á að eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum sé nokkuð há eða 200 þúsund krónur fyrir innbú og 400 þúsund krónur fyrir húseignir. Hún kveðst ekki vita til þess að svo mikið tjón hafi orðið í skjálftunum sem riðu yfir Reykjanesið í gær en bendir á að í Suðurlandsskjálftanum árið 2008, sem var 6,3 að stærð, hafi orðið mikið tjón á húseignum. Vísindamenn hafa varað við því að almenningur eigi að vera undir það búinn að stór skjálfti allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum sem liggja á milli Kleifarvatns og Bláfjalla. „Þannig að við vitum alveg að í skjálfta sem er á bilinu 6,3 til 6,5 þá munum við að líkindum sjá verulegt tjón á húsum en þau eru hins vegar almennt ágætlega tryggð vegna skyldutryggingar á þeim,“ segir Hulda Ragnheiður. Nánari upplýsingar um náttúruhamfaratryggingar má nálgast hér á heimasíðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Ástæðan er sú að heimilin og fyrirtækin hafa ekki brunatryggt innbú og lausafé en slík brunatrygging er almennt innifalin í innbús- og heimilistryggingum tryggingafélaganna. Ekki er lögbundið að brunatryggja innbú og lausafé, líkt og er raunin með húseignina sjálfa, heldur er það valkvætt. Sé maður hins vegar ekki með slíka brunatryggingu og innbúið verður svo fyrir tjóni, til dæmis í jarðskjálfta, á maður ekki rétt á því að fá tjónið bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum nokkuð há Sé maður með viðeigandi tryggingu fyrir innbúi og lausafé sér tryggingafélagið um að innheimta tiltekið iðgjald sem rennur til Náttúruhamfaratryggingar. Þá á maður rétt á að fá tjónið bætt en Hulda Ragnheiður bendir á að eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum sé nokkuð há eða 200 þúsund krónur fyrir innbú og 400 þúsund krónur fyrir húseignir. Hún kveðst ekki vita til þess að svo mikið tjón hafi orðið í skjálftunum sem riðu yfir Reykjanesið í gær en bendir á að í Suðurlandsskjálftanum árið 2008, sem var 6,3 að stærð, hafi orðið mikið tjón á húseignum. Vísindamenn hafa varað við því að almenningur eigi að vera undir það búinn að stór skjálfti allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum sem liggja á milli Kleifarvatns og Bláfjalla. „Þannig að við vitum alveg að í skjálfta sem er á bilinu 6,3 til 6,5 þá munum við að líkindum sjá verulegt tjón á húsum en þau eru hins vegar almennt ágætlega tryggð vegna skyldutryggingar á þeim,“ segir Hulda Ragnheiður. Nánari upplýsingar um náttúruhamfaratryggingar má nálgast hér á heimasíðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira