Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 12:23 Fólk bíður í löngum röðum eftir áfyllingum á súerfnistanka í Suður-Ameríku. Þessi mynd var tekin í Perú. AP/Martin Mejia Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. Í Brasilíu og Nígeríu, auk annarra ríkja, hafi ekki verið gripið til aðgerða varðandi dræma framleiðslu og birgðir, fyrr en skorturinn var farinn að valda verulegum vandræðum og fólk hafi byrjað að deyja. Samhliða auknum skorti hafi verð hækkað verulega. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að íbúar þessara landa leiti ítrekað á svarta markaði eftir súrefniskútum fyrir fjölskyldumeðlimi sína. Í Brasilíu voru svindlarar til að mynda handteknir eftir að þeir voru að selja gömul slökkvitæki sem þeir höfðu málað sem súrefniskúta. Þá hafa læknar þar í landi þurft að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts. Það er að segja að velja hverjir fá súrefni og hverjir ekki. AP segir það taka um tólf vikur að koma upp súrefnisvinnslu fyrir sjúkrahús og minni tíma að breyta súrefnisframleiðslu til iðnaðar í vinnslu sem hægt sé að nota við heilbrigðisþjónustu. Það hafi ekki verið gert víðast hvar í þeim löndum sem eiga nú í vandræðum. John Nkengasong, sem stýrir aðgerðum WHO í Afríku sagði fréttaveitunni að þörfin í heimsálfunni væri mikil. Smituðum hafi fjölgað töluvert og fólk sé að deyja vegna súrefnisskorts. Sérstaklega fólk með alvarlega lungnabólgu vegna Covid-19. Over 3.9 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.5 million recoveries & 107,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/UEAaedWqmE— WHO African Region (@WHOAFRO) February 24, 2021 Annar sérfræðingur WHO sagði að framleiðslugeta Afríku hefði ekki annað eftirspurn fyrir faraldurinn. Hún hafi aukist en nú sé skorturinn mikill á sérstaklega hreinu súrefni fyrir þá sem eru alvarlega veikir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Nígería Tengdar fréttir Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18 Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00 Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Í Brasilíu og Nígeríu, auk annarra ríkja, hafi ekki verið gripið til aðgerða varðandi dræma framleiðslu og birgðir, fyrr en skorturinn var farinn að valda verulegum vandræðum og fólk hafi byrjað að deyja. Samhliða auknum skorti hafi verð hækkað verulega. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að íbúar þessara landa leiti ítrekað á svarta markaði eftir súrefniskútum fyrir fjölskyldumeðlimi sína. Í Brasilíu voru svindlarar til að mynda handteknir eftir að þeir voru að selja gömul slökkvitæki sem þeir höfðu málað sem súrefniskúta. Þá hafa læknar þar í landi þurft að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts. Það er að segja að velja hverjir fá súrefni og hverjir ekki. AP segir það taka um tólf vikur að koma upp súrefnisvinnslu fyrir sjúkrahús og minni tíma að breyta súrefnisframleiðslu til iðnaðar í vinnslu sem hægt sé að nota við heilbrigðisþjónustu. Það hafi ekki verið gert víðast hvar í þeim löndum sem eiga nú í vandræðum. John Nkengasong, sem stýrir aðgerðum WHO í Afríku sagði fréttaveitunni að þörfin í heimsálfunni væri mikil. Smituðum hafi fjölgað töluvert og fólk sé að deyja vegna súrefnisskorts. Sérstaklega fólk með alvarlega lungnabólgu vegna Covid-19. Over 3.9 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.5 million recoveries & 107,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/UEAaedWqmE— WHO African Region (@WHOAFRO) February 24, 2021 Annar sérfræðingur WHO sagði að framleiðslugeta Afríku hefði ekki annað eftirspurn fyrir faraldurinn. Hún hafi aukist en nú sé skorturinn mikill á sérstaklega hreinu súrefni fyrir þá sem eru alvarlega veikir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Nígería Tengdar fréttir Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18 Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00 Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18
Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00
Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent