„Hafið við Vestmannaeyjar hefur tekið marga“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2021 06:16 „Þetta er náttúrulega bara eins og krabbamein á íslenska þjóðfélaginu og réttarsögunni að hafa ekki leyst þetta mál,“ segir Jón Ármann um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Það verður að teljast ólíklegt að líkamsleifar sem komu í troll við Vestmannaeyjar árið 1980 séu Geirfinnur Einarsson. Spurningin er hvar þær eru niðurkomnar og hvers vegna þær hafa ekki verið rannsakaðar. Þetta sagði Jón Ármann Steinsson í samtali við Bítið á miðvikudagsmorgun en Vísir birti á dögunum grein eftir Jón þar sem hann rekur sérkennilega sögu umræddra líkamsleifa. Í greininni tengir hann fundinn við rannsókn lögreglu á dularfullum mannaferðum í Eyjum í kjölfar hvarfs Geirfinns, sem greint var frá árið 2019. „Þeir geymdu hauskúpu í 25 ár sem þeir fundu niður á söndunum í Ölfusá, sem síðan var dna-greind og þá kom í ljós að það var maður sem hafði horfið 1987. Það var mikill léttir fyrir aðstandendur. Og þetta mál er ekkert öðruvísi,“ sagði Jón í Bítinu. „Þeir“ eru lögregla en Jón segir óskiljanlegt að engin svör hafi fengist hjá henni hvar beinin sem sjómenn á Hásteini ÁR-8 drógu úr sæ væru niðurkomin, né að gerð hefði verið á þeim rannsókn. Grein Jóns: Hvílir Geirfinnur hér? Það er augljóst að margir hafa áhuga á málinu en frá því að greinin birtist hafa Jóni borist fleiri en 180 vinabeiðnir á Facebook, auk símatala og ábendinga. „Fólk hefur mikinn áhuga á þessu máli, því þetta er náttúrulega bara eins og krabbamein á íslenska þjóðfélaginu og réttarsögunni að hafa ekki leyst þetta mál,“ segir hann um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Hann ítrekar þó að ólíklegt verði að teljast að beinin tilheyri Geirfinni, þar sem sex ár liðu á milli þess sem hann hvarf og þess að þau fundust. Hafa ekki heimild til frumkvæðisathuganna En hvað með að bera kennsl á líkamsleifarnar? Þessu var freistað að svara í Reykjavík síðdegis á miðvikudag. Fyrir svörum var Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar og aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra, en hann sagði nefndina ekki hafa heimildir til að ráðast í frumkvæðisathuganir. „Þetta er þannig að það eru lögregluembættin um allt land sem eru með rannsóknarforræði í öllum málum og það eru lögregluembættin sem óska eftir aðstoð kennslanefndar þegar upp koma mál,“ sagði hann. Tækninni hefði vissulega fleygt fram en forsenda þess að ráðist væri í athugun á borð við að rannsaka jarðneskar leifar, væri rökstuddur grunur. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ sagði Runólfur. „Vissulega er þetta mál búið að vera mikið í umræðunni en þarna eru aðstandendur sem eiga um sárt að binda. Þannig að ég held að málshátturinn okkar góði eigi bara mjög vel við.“ Runólfur sagði að jafnvel þótt kennslanefnd hefði verið stofnuð 1989 hefði hún safnað að sér upplýsingum um eldri mál eftir bestu getu og vitað væri að mannskæð sjóslys hefðu orðið við Vestmannaeyjar bæði 1979 og 1980. Spurður að því hvort hann teldi að beinin sem komu í trollið hefðu þá tilheyrt einhverjum sem fórust á sjó þessi ár sagðist hann ekki treysta sér til að segja neitt um það. „Ég bara bendi á þá staðreynd að hafið við Vestmannaeyjar hefur tekið marga.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Þetta sagði Jón Ármann Steinsson í samtali við Bítið á miðvikudagsmorgun en Vísir birti á dögunum grein eftir Jón þar sem hann rekur sérkennilega sögu umræddra líkamsleifa. Í greininni tengir hann fundinn við rannsókn lögreglu á dularfullum mannaferðum í Eyjum í kjölfar hvarfs Geirfinns, sem greint var frá árið 2019. „Þeir geymdu hauskúpu í 25 ár sem þeir fundu niður á söndunum í Ölfusá, sem síðan var dna-greind og þá kom í ljós að það var maður sem hafði horfið 1987. Það var mikill léttir fyrir aðstandendur. Og þetta mál er ekkert öðruvísi,“ sagði Jón í Bítinu. „Þeir“ eru lögregla en Jón segir óskiljanlegt að engin svör hafi fengist hjá henni hvar beinin sem sjómenn á Hásteini ÁR-8 drógu úr sæ væru niðurkomin, né að gerð hefði verið á þeim rannsókn. Grein Jóns: Hvílir Geirfinnur hér? Það er augljóst að margir hafa áhuga á málinu en frá því að greinin birtist hafa Jóni borist fleiri en 180 vinabeiðnir á Facebook, auk símatala og ábendinga. „Fólk hefur mikinn áhuga á þessu máli, því þetta er náttúrulega bara eins og krabbamein á íslenska þjóðfélaginu og réttarsögunni að hafa ekki leyst þetta mál,“ segir hann um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Hann ítrekar þó að ólíklegt verði að teljast að beinin tilheyri Geirfinni, þar sem sex ár liðu á milli þess sem hann hvarf og þess að þau fundust. Hafa ekki heimild til frumkvæðisathuganna En hvað með að bera kennsl á líkamsleifarnar? Þessu var freistað að svara í Reykjavík síðdegis á miðvikudag. Fyrir svörum var Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar og aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra, en hann sagði nefndina ekki hafa heimildir til að ráðast í frumkvæðisathuganir. „Þetta er þannig að það eru lögregluembættin um allt land sem eru með rannsóknarforræði í öllum málum og það eru lögregluembættin sem óska eftir aðstoð kennslanefndar þegar upp koma mál,“ sagði hann. Tækninni hefði vissulega fleygt fram en forsenda þess að ráðist væri í athugun á borð við að rannsaka jarðneskar leifar, væri rökstuddur grunur. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ sagði Runólfur. „Vissulega er þetta mál búið að vera mikið í umræðunni en þarna eru aðstandendur sem eiga um sárt að binda. Þannig að ég held að málshátturinn okkar góði eigi bara mjög vel við.“ Runólfur sagði að jafnvel þótt kennslanefnd hefði verið stofnuð 1989 hefði hún safnað að sér upplýsingum um eldri mál eftir bestu getu og vitað væri að mannskæð sjóslys hefðu orðið við Vestmannaeyjar bæði 1979 og 1980. Spurður að því hvort hann teldi að beinin sem komu í trollið hefðu þá tilheyrt einhverjum sem fórust á sjó þessi ár sagðist hann ekki treysta sér til að segja neitt um það. „Ég bara bendi á þá staðreynd að hafið við Vestmannaeyjar hefur tekið marga.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira