Virknin gæti aukist í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 22:17 Skjálftinn sem mældist um tíuleytið í kvöld var skammt frá Keili. Vísir/Vilhelm Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga í kvöld; sá fyrri 3,4 skömmu fyrir klukkan níu og sá seinni á bilinu 3,1-3,4 um tíuleytið, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofunnar. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að seinni skjálftinn, sem varð klukkan 21:58 og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, eigi upptök sín rétt sunnan við Keili, á svipuðum stað og stærsti skjálftinn sem mældist í morgun. Hinn skjálftinn varð við Fagradalsfjall skömmu fyrir klukkan níu. Nokkuð dró úr skjálftavirkni síðdegis í dag eftir að snarpir skjálftar skóku Reykjanesskagann í morgun og fram yfir hádegi. Einar segir að klukkan hálf fimm hafi svo orðið skjálfti að stærð 3,6 við Fagradalsfjall. Þrír jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafi þannig mælst seinnipartinn. Inntur eftir því hvort vísbendingar séu um að jarðskjálftahrinan sé aftur að sækja í sig veðrið inn í nóttina segir Einar erfitt að segja til um það. Virknin sé þó oftast lotubundin og því gæti verið að hún aukist nú í kvöld. „En kannski erum við að fara inn í smá meiri virkni í kvöld þar sem koma skjálftar milli 3 og 4,“ segir Einar. Þá hafi skjálftarnir í kvöld mælst á sama svæði og skjálftarnir í morgun. Þannig eru ekki sterkar vísbendingar um að jarðskjálftavirknin sé að færa sig austar og í átt að Bláfjöllum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47 Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að seinni skjálftinn, sem varð klukkan 21:58 og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, eigi upptök sín rétt sunnan við Keili, á svipuðum stað og stærsti skjálftinn sem mældist í morgun. Hinn skjálftinn varð við Fagradalsfjall skömmu fyrir klukkan níu. Nokkuð dró úr skjálftavirkni síðdegis í dag eftir að snarpir skjálftar skóku Reykjanesskagann í morgun og fram yfir hádegi. Einar segir að klukkan hálf fimm hafi svo orðið skjálfti að stærð 3,6 við Fagradalsfjall. Þrír jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafi þannig mælst seinnipartinn. Inntur eftir því hvort vísbendingar séu um að jarðskjálftahrinan sé aftur að sækja í sig veðrið inn í nóttina segir Einar erfitt að segja til um það. Virknin sé þó oftast lotubundin og því gæti verið að hún aukist nú í kvöld. „En kannski erum við að fara inn í smá meiri virkni í kvöld þar sem koma skjálftar milli 3 og 4,“ segir Einar. Þá hafi skjálftarnir í kvöld mælst á sama svæði og skjálftarnir í morgun. Þannig eru ekki sterkar vísbendingar um að jarðskjálftavirknin sé að færa sig austar og í átt að Bláfjöllum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47 Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47
Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24
Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30