Klukkan 12:37 varð svo skjálfti af stærð 4,8. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands seint á fimmta tímanum.
Tíu jarðskjálftar yfir 4,0 hafa mælst og margir yfir 3,0 auk fjölmargra minni skjálfta. Þeir hafa fundist víða á Suðvesturhorninu og allt norður í Húnaþing og vestur á Ísafjörð.
Skjálftavirknin er bundin við Reykjanesskaga og aðrar staðsetningar á skjálftum eru óáreiðanlegar, að sögn veðurstofunnar.