Bjóða hjúkrunarfræðinga í stað bóluefna frá Bretum og Þjóðverjum Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2021 15:15 Bresk-filippseyski hjúkrunarfræðingurinn May Parsons bólusetti hina níræðu Margaret Keenan í byrjun desember sem var fyrsti almenni borgarinn til að hljóta bólusetningu. 30 þúsund hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum starfa í Bretlandi. EPA/ Jacob King Yfirvöld á Filippseyjum hyggjast leyfa þúsundum hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna að sækja vinnu til Bretlands og Þýskalands gegn því að ríkin gefi stjórnvöldum bóluefni við Covid-19. Um 565 þúsund kórónuveirutilfelli hafa nú greinst á Filippseyjum sem er með því mesta í Asíu en bólusetning er enn ekki hafin. Von er á fyrstu bóluefnaskömmtunum í þessari viku og eru þeir fengnir að gjöf frá kínverskum stjórnvöldum. Filippseysk stjórnvöld hafa nýlega aflétt tímabundnu banni við því að þarlent heilbrigðisstarfsfólk þiggi störf erlendis og heimila nú fimm þúsund einstaklingum að fá erlend starfsleyfi á hverju ári. 17 þúsund hófu störf erlendis árið 2019 Mikill fjöldi filippseyskra hjúkrunarfræðinga starfar á heilbrigðisstofnunum víða í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa margar hverjar glímt við skort á heilbrigðisstarfsfólki. Samkvæmt tölum stjórnvalda undirrituðu hátt í 17 þúsund filippseyskir hjúkrunarfræðingar undir erlenda ráðningarsamninga árið 2019. Alice Visperas, yfirmaður alþjóðaskrifstofu filippseyska atvinnumálaráðuneytisins, sagði í samtali við fréttaveituna Reuters að yfirvöld væru opin fyrir því að semja um afléttingu takmarkananna í skiptum fyrir bóluefni frá Bretum og Þjóðverjum. Skammtarnir yrðu notaðir til að bólusetja starfskrafta áður en þeir yfirgefa landið og hundruð þúsunda Filippseyinga sem snúi nú aftur til heimalandsins. Margar milljónir Filippseyinga hafa yfirgefið landið til að sækja vinnu og betri kjör á síðustu áratugum. Er talið að hópurinn sendi um 30 milljarða Bandaríkjadala heim til fjölskyldna sinna á ári hverju, eða sem nemur tæplega fjögur þúsund milljörðum króna og skipta tekjurnar gríðarmiklu máli fyrir hagkerfi landsins. Bretar sýnt viðræðunum lítinn áhuga Félag hjúkrunarfræðinga á Filippseyjum hefur tekið illa í hugmyndir stjórnvalda og sagði formaður þeirra að þeim þyki „viðbjóðslegt að stjórnvöld færu með hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks líkt og varning eða útflutningsvöru.“ Þá hefur talskona breska heilbrigðisráðuneytisins gefið út að ekki standi til að semja við Filippseyinga um afhendingu bóluefnis gegn frekari ráðningu heilbrigðisstarfsfólks. Hún bætti við að Bretar væru þakklátir fyrir þá 30 þúsund filippseysku hjúkrunarfræðinga sem starfa innan breska heilbrigðiskerfisins. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 400 milljón skammta af bóluefni gegn Covid-19 sem jafngildir sexföldum íbúafjölda. Talskonan sagði að meðal annars standi til að dreifa umfram skömmtum í gegnum Covax-samstarfið sem á að tryggja efnaminni ríkjum aðgang að bóluefni. Að sögn staðarmiðla gerðu filippseysk stjórnvöld ráð fyrir því að fá fyrstu 117 þúsund skammtana af bóluefni Pfizer og BioNTech fyrir tilstilli Covax um miðjan febrúar. Filippseyjar Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Um 565 þúsund kórónuveirutilfelli hafa nú greinst á Filippseyjum sem er með því mesta í Asíu en bólusetning er enn ekki hafin. Von er á fyrstu bóluefnaskömmtunum í þessari viku og eru þeir fengnir að gjöf frá kínverskum stjórnvöldum. Filippseysk stjórnvöld hafa nýlega aflétt tímabundnu banni við því að þarlent heilbrigðisstarfsfólk þiggi störf erlendis og heimila nú fimm þúsund einstaklingum að fá erlend starfsleyfi á hverju ári. 17 þúsund hófu störf erlendis árið 2019 Mikill fjöldi filippseyskra hjúkrunarfræðinga starfar á heilbrigðisstofnunum víða í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa margar hverjar glímt við skort á heilbrigðisstarfsfólki. Samkvæmt tölum stjórnvalda undirrituðu hátt í 17 þúsund filippseyskir hjúkrunarfræðingar undir erlenda ráðningarsamninga árið 2019. Alice Visperas, yfirmaður alþjóðaskrifstofu filippseyska atvinnumálaráðuneytisins, sagði í samtali við fréttaveituna Reuters að yfirvöld væru opin fyrir því að semja um afléttingu takmarkananna í skiptum fyrir bóluefni frá Bretum og Þjóðverjum. Skammtarnir yrðu notaðir til að bólusetja starfskrafta áður en þeir yfirgefa landið og hundruð þúsunda Filippseyinga sem snúi nú aftur til heimalandsins. Margar milljónir Filippseyinga hafa yfirgefið landið til að sækja vinnu og betri kjör á síðustu áratugum. Er talið að hópurinn sendi um 30 milljarða Bandaríkjadala heim til fjölskyldna sinna á ári hverju, eða sem nemur tæplega fjögur þúsund milljörðum króna og skipta tekjurnar gríðarmiklu máli fyrir hagkerfi landsins. Bretar sýnt viðræðunum lítinn áhuga Félag hjúkrunarfræðinga á Filippseyjum hefur tekið illa í hugmyndir stjórnvalda og sagði formaður þeirra að þeim þyki „viðbjóðslegt að stjórnvöld færu með hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks líkt og varning eða útflutningsvöru.“ Þá hefur talskona breska heilbrigðisráðuneytisins gefið út að ekki standi til að semja við Filippseyinga um afhendingu bóluefnis gegn frekari ráðningu heilbrigðisstarfsfólks. Hún bætti við að Bretar væru þakklátir fyrir þá 30 þúsund filippseysku hjúkrunarfræðinga sem starfa innan breska heilbrigðiskerfisins. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 400 milljón skammta af bóluefni gegn Covid-19 sem jafngildir sexföldum íbúafjölda. Talskonan sagði að meðal annars standi til að dreifa umfram skömmtum í gegnum Covax-samstarfið sem á að tryggja efnaminni ríkjum aðgang að bóluefni. Að sögn staðarmiðla gerðu filippseysk stjórnvöld ráð fyrir því að fá fyrstu 117 þúsund skammtana af bóluefni Pfizer og BioNTech fyrir tilstilli Covax um miðjan febrúar.
Filippseyjar Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira