Maria Bech nýr framkvæmdastjóri íslenska lyfjafyrirtækisins EpiEndo Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2021 13:01 Maria Bech hefur mikla reynslu úr lyfjabransanum. EpiEndo Maria Bech hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóra íslenska lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals. Sprotafyrirtækið vinnur að því að þróa næstu kynslóð meðferðarúrræða til meðhöndlunar á viðvarandi bólgusjúkdómum og er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fer í klínískar rannsóknir með frumlyf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en ólíkt samheitalyfjum eru frumlyf fyrsta gerð lyfs með tiltekna verkun. Maria hefur yfir 25 ára reynslu af stjórnun lyfjaþróunar og mun leiða félagið í gegnum klínískar rannsóknir fyrsta lyfja-kanditat EpiEndo sem ber heitið EP395. Vonast fyrirtækið til að það verði „fyrsta sjúkdóms-breytandi, þekju-styrkjandi og bólgueyðandi lyfið gegn langvinnri lungnateppu.“ Maria hefur verið þróunarstjóri EpiEndo síðan síðla árs 2019 og haft umsjón með klínískri þróunarstefnu félagsins og stýrt undirbúningi að fyrstu klínísku rannsókn fyrirtækisins sem hefst í byrjun mars á þessu ári. Er meðferðarúrræðum EpiEndo ætlað að takast á við undirliggjandi orsök bólgusjúkdóma. „EpiEndo er að þróa sér nýja flokk [sic] lyfja í formi töflu til inntöku sem breytir framgangi sjúkdóma, til að takast á við gífurlega byrði langvarandi öndunarfærasjúkdóma og annara bólgusjúkdóma sem eru án meðferðarúrræðis,“ segir í tilkynningu. Hefur komið að þróun fjölbreyttra tegunda lyfja Síðustu ár hefur Maria verið vísindastjóri hjá Smartfish AS og þar á undan var hún forstöðumaður klínískrar þróunar og aðal verkefnastjóri hjá Karo Bio AB. Auk þessu hefur hún yfir þrettán ára reynslu af því að leiða klínískar rannsóknir og stýra verkefnum hjá AstraZeneca og Pharmacia & Upjohn. Hún situr einnig í stjórnum Iconovo AB, Paxman AB, EQL Pharma AB og Neuronano AB. Maria Bech er með MSc í sameindalíffræði frá Háskólanum í Lund og hefur komið að þróun lyfja fyrir efnaskiptasjúkdóma, miðtaugakerfissjúkdóma, krabbameins, barnasjúkdóma og innkirtlasjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu. „Við hlökkum til að vinna náið með Mariu, sem hefur mikla reynslu af stjórnun innan stórra lyfjaþróunarfyrirtækja sem og hávaxtar líftæknifyrirtækja, og djúp þekking Mariu á klínískri þróun mun verða mikill akkur fyrir EpiEndo þegar þróun okkar færist á klínískt stig,“ er haft eftir Clive Page OBE, stjórnarformanni EpiEndo. Maria er þakklát fyrir tækifærið og segir að það séu spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu. „Ég tel okkar hafi [sic] raunhæfa möguleika á breyta framgangi sjúkdóma eins og langvinnri lungnateppu og við hlökkum til að útvíkka nálgun okkar á þekjuheilbrigði og þróun þekjustyrkjandi lyfja út fyrir öndunarveginn,“ segir hún í tilkynningu. Nýsköpun Vistaskipti Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en ólíkt samheitalyfjum eru frumlyf fyrsta gerð lyfs með tiltekna verkun. Maria hefur yfir 25 ára reynslu af stjórnun lyfjaþróunar og mun leiða félagið í gegnum klínískar rannsóknir fyrsta lyfja-kanditat EpiEndo sem ber heitið EP395. Vonast fyrirtækið til að það verði „fyrsta sjúkdóms-breytandi, þekju-styrkjandi og bólgueyðandi lyfið gegn langvinnri lungnateppu.“ Maria hefur verið þróunarstjóri EpiEndo síðan síðla árs 2019 og haft umsjón með klínískri þróunarstefnu félagsins og stýrt undirbúningi að fyrstu klínísku rannsókn fyrirtækisins sem hefst í byrjun mars á þessu ári. Er meðferðarúrræðum EpiEndo ætlað að takast á við undirliggjandi orsök bólgusjúkdóma. „EpiEndo er að þróa sér nýja flokk [sic] lyfja í formi töflu til inntöku sem breytir framgangi sjúkdóma, til að takast á við gífurlega byrði langvarandi öndunarfærasjúkdóma og annara bólgusjúkdóma sem eru án meðferðarúrræðis,“ segir í tilkynningu. Hefur komið að þróun fjölbreyttra tegunda lyfja Síðustu ár hefur Maria verið vísindastjóri hjá Smartfish AS og þar á undan var hún forstöðumaður klínískrar þróunar og aðal verkefnastjóri hjá Karo Bio AB. Auk þessu hefur hún yfir þrettán ára reynslu af því að leiða klínískar rannsóknir og stýra verkefnum hjá AstraZeneca og Pharmacia & Upjohn. Hún situr einnig í stjórnum Iconovo AB, Paxman AB, EQL Pharma AB og Neuronano AB. Maria Bech er með MSc í sameindalíffræði frá Háskólanum í Lund og hefur komið að þróun lyfja fyrir efnaskiptasjúkdóma, miðtaugakerfissjúkdóma, krabbameins, barnasjúkdóma og innkirtlasjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu. „Við hlökkum til að vinna náið með Mariu, sem hefur mikla reynslu af stjórnun innan stórra lyfjaþróunarfyrirtækja sem og hávaxtar líftæknifyrirtækja, og djúp þekking Mariu á klínískri þróun mun verða mikill akkur fyrir EpiEndo þegar þróun okkar færist á klínískt stig,“ er haft eftir Clive Page OBE, stjórnarformanni EpiEndo. Maria er þakklát fyrir tækifærið og segir að það séu spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu. „Ég tel okkar hafi [sic] raunhæfa möguleika á breyta framgangi sjúkdóma eins og langvinnri lungnateppu og við hlökkum til að útvíkka nálgun okkar á þekjuheilbrigði og þróun þekjustyrkjandi lyfja út fyrir öndunarveginn,“ segir hún í tilkynningu.
Nýsköpun Vistaskipti Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira