Bjuggust ekki við að sjá þetta hjá Valsmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 13:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar kannski ekki mikið en skiptir engu að síður gríðarlega miklu máli fyrir Valsliðið. Vísir/Bára Sportið í dag fór yfir það hvernig Valsmenn komu til baka eftir klúðrið fyrir norðan og unnu einn flottasta sigur tímabilsins í Olís deild karla í handbolta. Valsmenn hafa verið í miklum vandræðum eftir að Olís deildin fór aftur af stað eftir kórónuveiruhlé en það var allt annað að sjá liðið í stórsigri á Aftureldingu í síðustu umferð. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu Valsliðið í nýjast hlaðvarpsþætti Sportsins í dag á Vísi. „Það kviknaði heldur betur á þeim í gær,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í upphafi umræðunnar um Valsliðið. „Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir var algjörlega sammála honum í því. „Ég sá þetta engan veginn fyrir. Þessi rosalegi kraftur og fyrir mér er stóri munurinn er að við erum að sjá að stóru leyti að sjá hversu rosalegt mikilvægi Þorgils Jóns Svölu Baldurssonar fyrir þetta Valslið. Vinnslan, tempóið og öll áræðni í liðinu sérstaklega varnarlega,“ sagði Henry Birgir. „Við sáum þá fá á baukinn um daginn þegar þeir fengu á sig 35 mörk. Þeir jarða Aftureldingu og fá á sig tíu mörk í fyrri hálfleiknum. Þorgils færir liðinu svo mikið þó svo að hann sé bara orðinn einhver sjötíu prósent maður,“ sagði Henry Birgir. „Hann er ekki einu sinni alveg heill,“ sagði Ríkharð. Henry sagði að Þorgils hefði spilað tíu mínútur í hvorum hálfleik á móti KA fyrir norðan en spilaði fimmtán til tuttugu mínútur í hálfleik á móti Aftureldingu. Róbert Aron Hostert er síðan að koma inn í næsta leik en hann er líka mjög góður varnarmaður auk þess að vera afburðarsóknarmaður líka. „Ég held að Valsmenn séu að fara að ná vopnum sínum en þetta var rosalega mikilvægt hvernig þeir settu tóninn í þessum leik upp á framhaldið að gera. Þeir létu önnur lið vita að þeir væru ekki að fara neitt,“ sagði Ríkharð. Það má heyra þetta og það sem þeir sögðu um markmenn Valsliðsins og Hreiðar Levý Guðmundsson í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Þátturinn er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Valur Sportið í dag Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Valsmenn hafa verið í miklum vandræðum eftir að Olís deildin fór aftur af stað eftir kórónuveiruhlé en það var allt annað að sjá liðið í stórsigri á Aftureldingu í síðustu umferð. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu Valsliðið í nýjast hlaðvarpsþætti Sportsins í dag á Vísi. „Það kviknaði heldur betur á þeim í gær,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í upphafi umræðunnar um Valsliðið. „Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir var algjörlega sammála honum í því. „Ég sá þetta engan veginn fyrir. Þessi rosalegi kraftur og fyrir mér er stóri munurinn er að við erum að sjá að stóru leyti að sjá hversu rosalegt mikilvægi Þorgils Jóns Svölu Baldurssonar fyrir þetta Valslið. Vinnslan, tempóið og öll áræðni í liðinu sérstaklega varnarlega,“ sagði Henry Birgir. „Við sáum þá fá á baukinn um daginn þegar þeir fengu á sig 35 mörk. Þeir jarða Aftureldingu og fá á sig tíu mörk í fyrri hálfleiknum. Þorgils færir liðinu svo mikið þó svo að hann sé bara orðinn einhver sjötíu prósent maður,“ sagði Henry Birgir. „Hann er ekki einu sinni alveg heill,“ sagði Ríkharð. Henry sagði að Þorgils hefði spilað tíu mínútur í hvorum hálfleik á móti KA fyrir norðan en spilaði fimmtán til tuttugu mínútur í hálfleik á móti Aftureldingu. Róbert Aron Hostert er síðan að koma inn í næsta leik en hann er líka mjög góður varnarmaður auk þess að vera afburðarsóknarmaður líka. „Ég held að Valsmenn séu að fara að ná vopnum sínum en þetta var rosalega mikilvægt hvernig þeir settu tóninn í þessum leik upp á framhaldið að gera. Þeir létu önnur lið vita að þeir væru ekki að fara neitt,“ sagði Ríkharð. Það má heyra þetta og það sem þeir sögðu um markmenn Valsliðsins og Hreiðar Levý Guðmundsson í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Þátturinn er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Valur Sportið í dag Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira