Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 00:00 Veitingastaðir mega nú taka við gestum til klukkan 22 og hafa opið til 23. Vísir/vilhelm Tilslakanir á sóttvarnareglum tóku gildi nú á miðnætti miðvikudagsins 24. febrúar. Fimmtíu mega nú koma saman í stað tuttugu áður, 200 mega koma saman á tilteknum stöðum og viðburðum og afgreiðslutími veitingastaða er lengdur. Fleiri mega fara í sund og á skíði en áður, auk þess sem reglur í skólastarfi eru rýmkaðar. Reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanirnar gildir í þrjár vikur, til og með 17. mars næstkomandi. Breytingar á skólastarfi gilda hins vegar lengur, eða til 30. apríl. Slakað er fyrr á sóttvarnaaðgerðum en áætlað var vegna þess hve staða kórónuveirufaraldursins er góð; ekki hefur greinst smit utan sóttkvíar síðan 1. febrúar en á sama tímabili hafa átta greinst með veiruna innanlands. Nýgengi innanlandssmita er 1,4. Með reglugerðinni í dag verður þó ekki breyting á reglum um grímunotkun eða fjarlægðarmörk, sem enn eru almennt tveir metrar. Eftirfarandi reglur taka gildi í dag, miðvikudaginn 24. febrúar: Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum: Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda. Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum. Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra. Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil. Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi. Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum. Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda. Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns. Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Nú má hleypa inn 75 prósent af hámarksfjölda leyfilegra gesta í sundlaugar landsins.Vísir/vilhelm Fyrirkomulag á skólahaldi frá og með 24. febrúar: Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum. Regla um nándarmörk verður einn metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Aðeins þarf að bera grímur ef ekki er unnt að virða eins metra regluna. Á öllum skólastigum öðrum en á háskólastigi verður foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi heimilt að koma inn í skólabyggingar, að uppfylltum reglum um sóttvarnir. Líkt og verið hefur gilda engar fjöldatakmarkanir um nemendur í leikskólum, þeir eru undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Í grunnskólum verður heimilt að hafa 150 nemendur í hverju rými en líkt og áður eru nemendur í 1. til 10. bekk undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Reglur tónlistarskóla munu taka mið af sambærilegum skólastigum. Viðburðir tengdir félagsstarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum og í tónlistarskólum verða heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda og nálægðartakmörkunum sem gilda á viðkomandi skólastigi. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45 Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Sjá meira
Reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanirnar gildir í þrjár vikur, til og með 17. mars næstkomandi. Breytingar á skólastarfi gilda hins vegar lengur, eða til 30. apríl. Slakað er fyrr á sóttvarnaaðgerðum en áætlað var vegna þess hve staða kórónuveirufaraldursins er góð; ekki hefur greinst smit utan sóttkvíar síðan 1. febrúar en á sama tímabili hafa átta greinst með veiruna innanlands. Nýgengi innanlandssmita er 1,4. Með reglugerðinni í dag verður þó ekki breyting á reglum um grímunotkun eða fjarlægðarmörk, sem enn eru almennt tveir metrar. Eftirfarandi reglur taka gildi í dag, miðvikudaginn 24. febrúar: Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum: Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda. Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum. Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra. Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil. Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi. Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum. Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda. Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns. Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Nú má hleypa inn 75 prósent af hámarksfjölda leyfilegra gesta í sundlaugar landsins.Vísir/vilhelm Fyrirkomulag á skólahaldi frá og með 24. febrúar: Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum. Regla um nándarmörk verður einn metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Aðeins þarf að bera grímur ef ekki er unnt að virða eins metra regluna. Á öllum skólastigum öðrum en á háskólastigi verður foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi heimilt að koma inn í skólabyggingar, að uppfylltum reglum um sóttvarnir. Líkt og verið hefur gilda engar fjöldatakmarkanir um nemendur í leikskólum, þeir eru undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Í grunnskólum verður heimilt að hafa 150 nemendur í hverju rými en líkt og áður eru nemendur í 1. til 10. bekk undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Reglur tónlistarskóla munu taka mið af sambærilegum skólastigum. Viðburðir tengdir félagsstarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum og í tónlistarskólum verða heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda og nálægðartakmörkunum sem gilda á viðkomandi skólastigi.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45 Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Sjá meira
Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55
150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45
Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39