„Maður hefði óskað þess að geta kvatt hann“ Sylvía Hall skrifar 22. febrúar 2021 21:57 „Við erum ekki gerð til að missa börnin okkar“ segir Sveinn Albert Sigfússon, sem missti son sinn eftir slys í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni árið 2014. Vísir Sveinn Albert Sigfússon missti átján ára gamlan son sinn í slysi í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni árið 2014. Sonur Sveins, Andri Freyr, losnaði úr rússíbana á fullri ferð með þeim afleiðingum að hann féll átján metra niður á steinsteypta jörð. Hann segir son sinn hafa verið bjartan strák sem átti framtíðina fyrir sér. „Hann heilsaði fólki með faðmlagi og kvaddi alltaf með faðmlagi. Hann var mikill hugsuður, það fór mikill tími hjá honum í að hugsa staðreyndir lífsins og svona hluti sem maður spáði ekkert í dagsdaglega – þetta var hann að hugsa,“ segir Sveinn um son sinn. Andri Freyr Sveinsson var átján ára þegar hann lést. Í janúar síðastliðnum deildi Sveinn sögu sinni af barnamissi á Facebook-hópnum Pabbatips, en þar hafði skapast umræða um söfnun sem var hrundið af stað fyrir pólskan föður sem missti eiginkonu sína og barn í bílslysi á Vestfjörðum. Neikvæð ummæli fóru að falla um söfnunina og sá Sveinn sig knúinn til þess að tjá sig. „Fólk má alveg skrifa það sem það vill og margir vilja ekki gefa í svona safnanir – það er bara þeirra val. Við þurfum ekkert að rífast um það. Við þurfum ekki að birta ljót orð og við þurfum ekki að niðurlægja einhvern annan á öðrum miðli eins og gerðist þarna. Mig langaði svolítið að sýna fólki að þetta er ekkert svona einfalt. Þú missir ekki bara barnið þitt og það er allt komið í lag eftir mánuð þegar það er búið að jarða.“ Lést trúlega samstundis Sjö börn voru með í ferðinni til Spánar árið 2014 og hafði fjölskyldan safnað lengi fyrir fríinu. Að sögn Sveins er erfitt að lýsa harminum sem fylgir því að missa barn og það hafi verið erfitt að fá ekki að kveðja. „Maður hefði óskað þess að geta kvatt hann, en við gátum það ekki. Hann trúlega lætur lífið samstundis í þessu slysi. Ég get ekki sett mig í spor annarra sem hafa misst börnin sín á ólíkan hátt. Þó sorgin sé sú sama geta aðstæðurnar verið svo ofboðslega misjafnar.“ Hann segir son sinn hafa verið ljúfan strák sem hafði alla tíð staðið sig vel. Andri Freyr hafi ætlað að verða forritari, stundaði nám við Tækniskólann og hafði verið að vinna fyrir bandarískt fyrirtæki sem þjónustar notendur Minecraft tölvuleiksins. „Hann var ljúfur og vildi öllum allt vel,“ segir Sveinn. Málaferlin „alltaf í bakinu á manni“ Mál var höfðað gegn skemmtigarðinum í kjölfar andlátsins en skemmtigarðurinn var að lokum sýknaður, þar sem ekkert saknæmt var talið hafa átt sér stað í aðdraganda slyssins. Fjölskyldan ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn skemmtigarðinum, sem hefur tekið sinn toll. „Maður hugsar til hans daglega, en maður væri kannski kominn örlítið lengra í bataferlinu – að læra að lifa við þetta – ef málaferlin færu að klárast úti. Þau eru alltaf í bakinu á manni. Það er svolítið erfitt að slíta þau samskipti á meðan þau eru í gangi.“ Hann segir tilgang málaferlanna ekki vera að hagnast á málinu heldur koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Hann telji upplýsingar í málinu benda til þess að slysið hafi verið manndráp af gáleysi þar sem hann segir margt hafi verið athugavert við öryggismál og að starfsmenn hafi ekki sagt rétt frá. „Þú getur aldrei bætt mannslíf, en þú getur alveg gert fólki kleift að taka sér frí frá vinnu og byggja upp líf sitt aftur í breyttri mynd. Það snýst málið um.“ segir Sveinn, sem segir skemmtigarðinn hafa reynt að fría sig ábyrgð og komast undan málinu. Starfsfólk WOW air fljótt að bregðast við Eftir slysið hafði systir Sveins samband við WOW air sem sá um að koma fjölskyldunni heim. Fjölskyldan hafði ekki flogið út með flugfélaginu, en það hafi samt hlaupið undir bagga. „Þeir voru snöggir til og það skipti engu máli hvað við vorum mörg eða hverjir þurftu að fara út. Það var allt saman reddað einn, tveir og þrír. Börnin voru komin heim rétt rúmum sólarhring eftir að slysið verður.“ Hann hafi svo hitt starfsmenn flugfélagsins, þar á meðal Skúla Mogensen. „Skúli sagði: „Þetta var ekkert ég, þetta var starfsfólkið. Ég kom ekkert að þessu máli fyrr en seinnipart dags og þá var búið að redda þessu öllu“.“ Tækið Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni. Að sögn Sveins voru viðbrögð hins opinbera þó ekki jafn liðleg. Áfallahjálp eftir slysið hafi verið af skornum skammti þar sem það gerðist erlendis og þurfti Sveinn sjálfur að ganga á eftir slíkri aðstoð. „Krakkarnir horfa öll á slysið og sjá hvað gerðist. Elsta dóttir mín, hún er þrettán ára og er föst í tækinu og horfir á bróður sinn falla úr átján metrum á 60 kílómetra hraða og falla á steinsteypu. Mjög ljót sjón. Hún er komin sólarhring seinna heim til Íslands. Þegar ég kem rúmri viku seinna er hún ekki farin að fá að hitta áfallateymi,“ segir Sveinn. „Þau fá að hitta áfallateymið tvisvar sinnum, allir krakkarnir, í hóptíma. Svo var bara sagt að við þyrftum að finna okkur sálfræðinga.“ Sálfræðikostnaður fyrir allan hópinn hafi kostað sitt, en það hafi þó verið nauðsynlegt. Það sé algjört frumskilyrði að fólk fái viðeigandi hjálp eftir slíkt áfall, enda sé sorgin sem fylgi því að missa barn ólík öllu öðru. „Það getur enginn tekist á við þetta á hörkunni. Þú getur það kannski í einhverja mánuði en svo hrynur þú. Það kemur að endastöð. Við erum ekki gerð til að missa börnin okkar.“ Ísland í dag Spánn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Hann heilsaði fólki með faðmlagi og kvaddi alltaf með faðmlagi. Hann var mikill hugsuður, það fór mikill tími hjá honum í að hugsa staðreyndir lífsins og svona hluti sem maður spáði ekkert í dagsdaglega – þetta var hann að hugsa,“ segir Sveinn um son sinn. Andri Freyr Sveinsson var átján ára þegar hann lést. Í janúar síðastliðnum deildi Sveinn sögu sinni af barnamissi á Facebook-hópnum Pabbatips, en þar hafði skapast umræða um söfnun sem var hrundið af stað fyrir pólskan föður sem missti eiginkonu sína og barn í bílslysi á Vestfjörðum. Neikvæð ummæli fóru að falla um söfnunina og sá Sveinn sig knúinn til þess að tjá sig. „Fólk má alveg skrifa það sem það vill og margir vilja ekki gefa í svona safnanir – það er bara þeirra val. Við þurfum ekkert að rífast um það. Við þurfum ekki að birta ljót orð og við þurfum ekki að niðurlægja einhvern annan á öðrum miðli eins og gerðist þarna. Mig langaði svolítið að sýna fólki að þetta er ekkert svona einfalt. Þú missir ekki bara barnið þitt og það er allt komið í lag eftir mánuð þegar það er búið að jarða.“ Lést trúlega samstundis Sjö börn voru með í ferðinni til Spánar árið 2014 og hafði fjölskyldan safnað lengi fyrir fríinu. Að sögn Sveins er erfitt að lýsa harminum sem fylgir því að missa barn og það hafi verið erfitt að fá ekki að kveðja. „Maður hefði óskað þess að geta kvatt hann, en við gátum það ekki. Hann trúlega lætur lífið samstundis í þessu slysi. Ég get ekki sett mig í spor annarra sem hafa misst börnin sín á ólíkan hátt. Þó sorgin sé sú sama geta aðstæðurnar verið svo ofboðslega misjafnar.“ Hann segir son sinn hafa verið ljúfan strák sem hafði alla tíð staðið sig vel. Andri Freyr hafi ætlað að verða forritari, stundaði nám við Tækniskólann og hafði verið að vinna fyrir bandarískt fyrirtæki sem þjónustar notendur Minecraft tölvuleiksins. „Hann var ljúfur og vildi öllum allt vel,“ segir Sveinn. Málaferlin „alltaf í bakinu á manni“ Mál var höfðað gegn skemmtigarðinum í kjölfar andlátsins en skemmtigarðurinn var að lokum sýknaður, þar sem ekkert saknæmt var talið hafa átt sér stað í aðdraganda slyssins. Fjölskyldan ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn skemmtigarðinum, sem hefur tekið sinn toll. „Maður hugsar til hans daglega, en maður væri kannski kominn örlítið lengra í bataferlinu – að læra að lifa við þetta – ef málaferlin færu að klárast úti. Þau eru alltaf í bakinu á manni. Það er svolítið erfitt að slíta þau samskipti á meðan þau eru í gangi.“ Hann segir tilgang málaferlanna ekki vera að hagnast á málinu heldur koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Hann telji upplýsingar í málinu benda til þess að slysið hafi verið manndráp af gáleysi þar sem hann segir margt hafi verið athugavert við öryggismál og að starfsmenn hafi ekki sagt rétt frá. „Þú getur aldrei bætt mannslíf, en þú getur alveg gert fólki kleift að taka sér frí frá vinnu og byggja upp líf sitt aftur í breyttri mynd. Það snýst málið um.“ segir Sveinn, sem segir skemmtigarðinn hafa reynt að fría sig ábyrgð og komast undan málinu. Starfsfólk WOW air fljótt að bregðast við Eftir slysið hafði systir Sveins samband við WOW air sem sá um að koma fjölskyldunni heim. Fjölskyldan hafði ekki flogið út með flugfélaginu, en það hafi samt hlaupið undir bagga. „Þeir voru snöggir til og það skipti engu máli hvað við vorum mörg eða hverjir þurftu að fara út. Það var allt saman reddað einn, tveir og þrír. Börnin voru komin heim rétt rúmum sólarhring eftir að slysið verður.“ Hann hafi svo hitt starfsmenn flugfélagsins, þar á meðal Skúla Mogensen. „Skúli sagði: „Þetta var ekkert ég, þetta var starfsfólkið. Ég kom ekkert að þessu máli fyrr en seinnipart dags og þá var búið að redda þessu öllu“.“ Tækið Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni. Að sögn Sveins voru viðbrögð hins opinbera þó ekki jafn liðleg. Áfallahjálp eftir slysið hafi verið af skornum skammti þar sem það gerðist erlendis og þurfti Sveinn sjálfur að ganga á eftir slíkri aðstoð. „Krakkarnir horfa öll á slysið og sjá hvað gerðist. Elsta dóttir mín, hún er þrettán ára og er föst í tækinu og horfir á bróður sinn falla úr átján metrum á 60 kílómetra hraða og falla á steinsteypu. Mjög ljót sjón. Hún er komin sólarhring seinna heim til Íslands. Þegar ég kem rúmri viku seinna er hún ekki farin að fá að hitta áfallateymi,“ segir Sveinn. „Þau fá að hitta áfallateymið tvisvar sinnum, allir krakkarnir, í hóptíma. Svo var bara sagt að við þyrftum að finna okkur sálfræðinga.“ Sálfræðikostnaður fyrir allan hópinn hafi kostað sitt, en það hafi þó verið nauðsynlegt. Það sé algjört frumskilyrði að fólk fái viðeigandi hjálp eftir slíkt áfall, enda sé sorgin sem fylgi því að missa barn ólík öllu öðru. „Það getur enginn tekist á við þetta á hörkunni. Þú getur það kannski í einhverja mánuði en svo hrynur þú. Það kemur að endastöð. Við erum ekki gerð til að missa börnin okkar.“
Ísland í dag Spánn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira