„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 18:16 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu verkfræðistofu. aðsend mynd Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. Mygla í húsnæði og möguleg áhrif hennar á lýðheilsu hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við fréttir af myglu sem upp hefur komið á nýjan leik í Fossvogsskóla. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu ræddi um myglu í húsum og áhrif hennar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð hvort mygla sé algengari nú en áður. „Það er góð spurning og í rauninni kannski ekki eitthvað sem að við vitum nógu vel. Þetta er meira í umræðunni, við vitum meira af þessu. Við erum meðvituð um að ef við finnum einhver einkenni í ákveðnum byggingum að það gæti verið út af rakaskemmdum eða einhverju slíku,“ segir Sylgja. Lengi vel vanþekking á vandamálinu „Síðan er annað sem er svolítið mikilvægt að við áttum okkur á er að mjög mikið af okkar húsakosti er komið á þann tíma að við erum farin að finna fyrir því ef að við sinnum ekki nógu góðu viðhaldi,“ segir Sylgja. Vanþekking á rakavandamálum á Íslandi hafi verið til staðar og ekki hafi verið brugðist nógu vel við því hingað til. „Við höfum verið að gera við húsnæði sem leka án þess oft að fara inn og klára viðgerðirnar innandyra með því að fjarlægja rakaskemmdir í byggingarefni. Og það er það sem við erum helst að sjá núna með hús sem eru komin á þennan aldur núna, fjörutíu til sextíu ára, það eru gamlir lekar sem við höfðum ekki brugðist við innandyra,“ útskýrir Sylgja. Gluggalekar og léleg þétting meðfram gluggum sé ein helsta áskorunin. Þar séu tækifæri til bætingar. „Í dag í nýrri húsum sem eru einangruð að utan þá sjáum við lekana miklu fyrr, það er að segja, það kjaftar fyrr frá. Við tökum eftir því og getum brugðist við,“ segir Sylgja. Góð loftskipti lykillinn Þá leggur hún áherslu á mikilvægi góðrar loftræstingar. „Við þurfum að vera dugleg að hafa loftskipti í húsunum okkar af því að við byggjum þétt,“ segir Sylgja. Stundum dugi ekki til aðeins að opna glugga. „Við þurfum að kynda og tryggja loftskipti og stundum dugar ekkert annað en vélræn loftskipti til að tryggja gegnumblástur og loftskipti eins og við viljum hafa,“ segir Sylgja. Skoða þurfi í hverju tilfelli hvaða leiðir henta í hverju húsnæði. Mygla í hverju húsi Hún segir eðlilegt að mygla myndist á heimilum upp að vissu marki, algengt sé að mygla byrji að myndast til dæmis við óþétta glugga eða blöndunartæki. Alltaf ætti að fjarlægja mylgu sem byrjar að myndast verði maður hennar var. „Í lýðheilsulegu tilliti þá ættum við alltaf að fjarlægja það. Við ættum að hreinsa reglulega niðurföllin, fylgjast með kíttinu í kringum sturtuna og fylgjast með þessum þéttingum sem eru í kringum votrými og annað. Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi, ég get alveg sagt ykkur það, en við eigum samt að vera meðvituð um að halda því niðri og ekki hafa viðvarandi leka og raka,“ segir Sylgja. Viðtalið við hana í heild sinni í Reykjavík síðdegis í dag má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Húsráð Húsnæðismál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík síðdegis Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Mygla í húsnæði og möguleg áhrif hennar á lýðheilsu hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við fréttir af myglu sem upp hefur komið á nýjan leik í Fossvogsskóla. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu ræddi um myglu í húsum og áhrif hennar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð hvort mygla sé algengari nú en áður. „Það er góð spurning og í rauninni kannski ekki eitthvað sem að við vitum nógu vel. Þetta er meira í umræðunni, við vitum meira af þessu. Við erum meðvituð um að ef við finnum einhver einkenni í ákveðnum byggingum að það gæti verið út af rakaskemmdum eða einhverju slíku,“ segir Sylgja. Lengi vel vanþekking á vandamálinu „Síðan er annað sem er svolítið mikilvægt að við áttum okkur á er að mjög mikið af okkar húsakosti er komið á þann tíma að við erum farin að finna fyrir því ef að við sinnum ekki nógu góðu viðhaldi,“ segir Sylgja. Vanþekking á rakavandamálum á Íslandi hafi verið til staðar og ekki hafi verið brugðist nógu vel við því hingað til. „Við höfum verið að gera við húsnæði sem leka án þess oft að fara inn og klára viðgerðirnar innandyra með því að fjarlægja rakaskemmdir í byggingarefni. Og það er það sem við erum helst að sjá núna með hús sem eru komin á þennan aldur núna, fjörutíu til sextíu ára, það eru gamlir lekar sem við höfðum ekki brugðist við innandyra,“ útskýrir Sylgja. Gluggalekar og léleg þétting meðfram gluggum sé ein helsta áskorunin. Þar séu tækifæri til bætingar. „Í dag í nýrri húsum sem eru einangruð að utan þá sjáum við lekana miklu fyrr, það er að segja, það kjaftar fyrr frá. Við tökum eftir því og getum brugðist við,“ segir Sylgja. Góð loftskipti lykillinn Þá leggur hún áherslu á mikilvægi góðrar loftræstingar. „Við þurfum að vera dugleg að hafa loftskipti í húsunum okkar af því að við byggjum þétt,“ segir Sylgja. Stundum dugi ekki til aðeins að opna glugga. „Við þurfum að kynda og tryggja loftskipti og stundum dugar ekkert annað en vélræn loftskipti til að tryggja gegnumblástur og loftskipti eins og við viljum hafa,“ segir Sylgja. Skoða þurfi í hverju tilfelli hvaða leiðir henta í hverju húsnæði. Mygla í hverju húsi Hún segir eðlilegt að mygla myndist á heimilum upp að vissu marki, algengt sé að mygla byrji að myndast til dæmis við óþétta glugga eða blöndunartæki. Alltaf ætti að fjarlægja mylgu sem byrjar að myndast verði maður hennar var. „Í lýðheilsulegu tilliti þá ættum við alltaf að fjarlægja það. Við ættum að hreinsa reglulega niðurföllin, fylgjast með kíttinu í kringum sturtuna og fylgjast með þessum þéttingum sem eru í kringum votrými og annað. Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi, ég get alveg sagt ykkur það, en við eigum samt að vera meðvituð um að halda því niðri og ekki hafa viðvarandi leka og raka,“ segir Sylgja. Viðtalið við hana í heild sinni í Reykjavík síðdegis í dag má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Húsráð Húsnæðismál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík síðdegis Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira