Íslenskir hestar streyma úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2021 15:17 Íslensku hestarnir njóta mikilla vinsælda víða um heim. Vísir/Vilhelm Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hestinum erlendis hefur vaxið hratt. Þetta kemur fram á vef Íslandsstofu. Árið 2019 voru flutt út 1.509 hross frá Íslandi og nemur því aukningin milli ára 53 prósentum. Samanlagt útflutningsverðmæti hrossa frá Íslandi árið 2020 var rúmlega einn og hálfur milljarður króna samkvæmt tölum Hagstofunnar, hálfum milljarði meiri en 2019. Fara þarf rúmlega tuttugu ár aftur í tímann, eða til ársins 1997 til að finna sambærilegar tölur en þá voru 2.565 hestar fluttir úr landi. Mikil aukningin varð á útflutningi til Bandaríkjanna eða 176 prósent og útflutningur til Bretlands nærri tvöfaldaðist. Íslnadsstofa segir þennan góða árangur mega meðal annars útskýra með markvissu markaðsstarfi Horses of Iceland undanfarin ár. Flest hross fóru að vanda til Þýskalands (974), næstflest til Svíþjóðar (306) og til Danmerkur (271). Athygli vekur að Bandaríkin eru í fjórða sæti (141) en áhugi á íslenska hestinum þar fer ört vaxandi. Fleiri markaðir sækja í sig veðrið. Sviss er í fimmta sæti (135) og jókst útflutningur þangað um 42 prósent milli ára. Fjöldi hesta sem seldur var til Belgíu (43) þrefaldaðist milli ára. Íslandsstofa segir vaxandi eftirspurn í Bretlandi ánægjulega en þangað fór 31 hestur. „Útflytjendur hafa löngum litið Bretlandsmarkað hýru auga vegna nálægðar og náinna tengsla við sterka markaði annars staðar í Evrópu. Strembið hefur reynst að vekja áhuga breskra hestaunnenda á íslenska hestinum vegna ríkra reiðmennskuhefða á stórum hestum, en þetta gæti verið vísbending um breytt viðhorf.“ Einnig fóru íslenskir hestar til nýrra markaðssvæða árið 2020, en þrjú íslensk hross voru flutt til Lettlands í fyrsta skipti. Í heildina voru þetta 314 stóðhestar, 1.015 hryssur og 991 geldingar. Þar af voru 156 fyrstu verðlauna hross. Þetta kemur fram í samantekt WorldFengs - upprunaættbók íslenska hestsins. Hestar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Samanlagt útflutningsverðmæti hrossa frá Íslandi árið 2020 var rúmlega einn og hálfur milljarður króna samkvæmt tölum Hagstofunnar, hálfum milljarði meiri en 2019. Fara þarf rúmlega tuttugu ár aftur í tímann, eða til ársins 1997 til að finna sambærilegar tölur en þá voru 2.565 hestar fluttir úr landi. Mikil aukningin varð á útflutningi til Bandaríkjanna eða 176 prósent og útflutningur til Bretlands nærri tvöfaldaðist. Íslnadsstofa segir þennan góða árangur mega meðal annars útskýra með markvissu markaðsstarfi Horses of Iceland undanfarin ár. Flest hross fóru að vanda til Þýskalands (974), næstflest til Svíþjóðar (306) og til Danmerkur (271). Athygli vekur að Bandaríkin eru í fjórða sæti (141) en áhugi á íslenska hestinum þar fer ört vaxandi. Fleiri markaðir sækja í sig veðrið. Sviss er í fimmta sæti (135) og jókst útflutningur þangað um 42 prósent milli ára. Fjöldi hesta sem seldur var til Belgíu (43) þrefaldaðist milli ára. Íslandsstofa segir vaxandi eftirspurn í Bretlandi ánægjulega en þangað fór 31 hestur. „Útflytjendur hafa löngum litið Bretlandsmarkað hýru auga vegna nálægðar og náinna tengsla við sterka markaði annars staðar í Evrópu. Strembið hefur reynst að vekja áhuga breskra hestaunnenda á íslenska hestinum vegna ríkra reiðmennskuhefða á stórum hestum, en þetta gæti verið vísbending um breytt viðhorf.“ Einnig fóru íslenskir hestar til nýrra markaðssvæða árið 2020, en þrjú íslensk hross voru flutt til Lettlands í fyrsta skipti. Í heildina voru þetta 314 stóðhestar, 1.015 hryssur og 991 geldingar. Þar af voru 156 fyrstu verðlauna hross. Þetta kemur fram í samantekt WorldFengs - upprunaættbók íslenska hestsins.
Hestar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira