Stefán Darri breyttist úr skúrk í hetju undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 16:00 Stefán Darri Þórsson tryggði Fram stig gegn Stjörnunni. vísir/hulda margrét Mikil spenna var á lokakafla leiks Fram og Stjörnunnar í Olís-deild karla í gær þar sem Frammarinn Stefán Darri Þórsson kom mikið við sögu. Starri Friðriksson jafnaði í 28-28 fyrir Stjörnuna með sínu áttunda marki. Fram fór í sókn sem endaði með skoti Stefáns Darra framhjá þegar hálf mínúta var eftir. Leiktöf var vissulega yfirvofandi en skot Stefáns Darra var víðsfjarri markinu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og stillti upp í lokasókn liðsins. Hún gekk vel upp og Tandri Már Konráðsson skoraði og kom Garðbæingum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 28-29. Fram tók miðjuna í flýti, Stefán Darri fékk boltann, fór framhjá Tandra og skoraði með góðu skoti framhjá Adam Thorstensen í marki Stjörnunnar í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 29-29 og Stefán Darri eflaust manna fegnastur með þá niðurstöðu. Lokakafla leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokakaflinn hjá Fram og Stjörnunni Þrátt fyrir að Fram hefði jafnað á elleftu stundu hefði þjálfari liðsins, Sebastian Alexandersson, viljað fá stigin tvö enda leiddu hans menn nánast allan tímann. „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins. Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ sagði Sebastian eftir leikinn. Patrekur sagði að Stjörnumenn hefðu ekki átt skilið meira en eitt stig út úr leiknum. „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt,“ sagði Patrekur. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með tólf stig. Í næstu umferð mætir Fram KA á heimavelli á meðan Stjarnan sækir Íslandsmeistara Selfoss heim. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Fram Stjarnan Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Starri Friðriksson jafnaði í 28-28 fyrir Stjörnuna með sínu áttunda marki. Fram fór í sókn sem endaði með skoti Stefáns Darra framhjá þegar hálf mínúta var eftir. Leiktöf var vissulega yfirvofandi en skot Stefáns Darra var víðsfjarri markinu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og stillti upp í lokasókn liðsins. Hún gekk vel upp og Tandri Már Konráðsson skoraði og kom Garðbæingum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 28-29. Fram tók miðjuna í flýti, Stefán Darri fékk boltann, fór framhjá Tandra og skoraði með góðu skoti framhjá Adam Thorstensen í marki Stjörnunnar í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 29-29 og Stefán Darri eflaust manna fegnastur með þá niðurstöðu. Lokakafla leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokakaflinn hjá Fram og Stjörnunni Þrátt fyrir að Fram hefði jafnað á elleftu stundu hefði þjálfari liðsins, Sebastian Alexandersson, viljað fá stigin tvö enda leiddu hans menn nánast allan tímann. „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins. Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ sagði Sebastian eftir leikinn. Patrekur sagði að Stjörnumenn hefðu ekki átt skilið meira en eitt stig út úr leiknum. „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt,“ sagði Patrekur. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með tólf stig. Í næstu umferð mætir Fram KA á heimavelli á meðan Stjarnan sækir Íslandsmeistara Selfoss heim. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Fram Stjarnan Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira