Hvar á garðyrkjunámið heima? Berglind Ásgeirdóttir skrifar 22. febrúar 2021 10:00 Tæplega tvö ár eru nú liðin frá því að hagsmunafélög garðyrkju á Íslandi óskuðu formlega eftir því að samráð yrði haft um stefnu, mótun og styrkingu starfsmenntanáms í garðyrkju. Tryggja þyrfti framtíð námsins, án togstreitu milli skólastiga og að framtíðarsýn yrði skýr og fagleg. Ákvarðanir teknar í raunverulegu samráði við þá sem starfa við fagið, enda er það þar sem nemendur fara til verknáms og til starfa að námi loknu. Í desember 2020 var fundi fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytis með hagsmunaaðilum aflýst með innan við klukkustundar fyrirvara, óskað eftir þolinmæði og tíma. Til hvers? Nú berast óljósar fréttir af tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) til Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) og enn og aftur er aðkoma eða samráð við atvinnulífið ekkert. Erindum um samráð og óskum um fundi er einfaldlega ekki svarað. Það er enn óljóst hvort eina aðstaða á landinu, sem er sérstaklega útbúin og byggð til að þjóna starfsmenntanámi í garðyrkju fylgi náminu til FSu eða hvort LBHÍ eigni sér húsnæðið og landið sem fylgdi garðyrkjunáminu við sameiningu skólanna á sínum tíma. Aðstaða sem var að stórum hluta gjöf til að starfrækja þar garðyrkjunám. Aðstaða sem er m.a. byggð upp af fjárstyrkjum frá garðyrkjubændum og öðrum velunnurum garðyrkjuskólans. Á garðyrkjunám á Íslandi að vera heimilislaust? Garðyrkjunámið er kannski ekki stórt eða merkilegt í huga mennta- og menningarmálaráðuneytisins en á hvaða grunni á að byggja mikilvæg mál eins og hringrásar hagkerfi, græna innviði, kolefnisbindingu og fæðuöryggi í landinu? Garðyrkjuskólinn er fullkomlega vannýtt auðlind sem þarf að byggja upp og þróa til að þetta sérhæfða og brothætta nám fái að stækka og blómstra í takt við tíðaranda samfélagsins og stóraukna þörf fyrir kunnáttu á sviði ræktunar og umhverfismála. Ef ætlunin er að byggja upp öflugt samfélag sem hefur þekkingu og reynslu til þess að standa að rannsóknum og nýsköpun í garðyrkju þarf fyrst og fremst að sinna grunnnáminu af kostgæfni og breikka þar með þann grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er til lítils að tala um nýsköpun og rannsóknir á sviði garðyrkju ef grunnnáminu er bolað í burtu. Hvað verður um títtnefndar rannsóknir og nýsköpun ef enginn kann raunverulega að rækta? Eðlilega er mikilvægt að halda áfram garðyrkjurannsóknum eins og var einnig áður en Garðyrkjuskólinn var sameinaður LbhÍ. Þær rannsóknir var í góðu samstarfi við atvinnulíf garðyrkjunnar. Það er auðvelt er að leita samstarfs og útfæra það með mörgum mennta- og rannsóknastofnunum innan lands og utan eftir því hvað hæfir hverju verkefni. Ekki verður séð að LbhÍ verði endilega ákjósanlegasti samstarfsaðilinn um þau verkefni. Fjölmörg dæmi eru fyrir árangursríku samstarfi Garðyrkjuskólans við ýmsa aðila. Um árabil var t.d. rekið eitt fræðasetra Háskóla Íslands á Reykjum þar sem 1-2 starfsmenn voru með aðstöðu og unnu að sínum rannsóknum. Það fræðasetur var stofnað áður en Garðyrkjuskólinn rann inn í LbhÍ. Starfsfólk garðyrkjubrauta er byrjað að týnast í burtu, mannauður sem er nú þegar komin að þolmörkum og ljóst að einstök þekking, reynsla og færni mun tapast ef ekki verður gengið hratt og örugglega til verks. Hver er raunverulegur vilji ráðherra til garðyrkjunámsins? Hvers vegna er atvinnulífið hundsað? Hvenær kemur að því að kerfið þjóni þörfum fagsins en ekki þörfum kerfisins? Hversu lengi enn á að fjalla um starfsmenntanám í garðyrkju án aðkomu þeirra sem hafa menntast í faginu eða þar starfa? Við sem störfum á vettvangi garðyrkju óskum enn og aftur eftir samráði ráðuneytis til að þjóna sem best hagsmunum garðyrkjunámsins og þörfum, nemenda og atvinnulífsins. Höfundur er skrúðgarðyrkjumeistari og formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Garðyrkja Háskólar Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Tæplega tvö ár eru nú liðin frá því að hagsmunafélög garðyrkju á Íslandi óskuðu formlega eftir því að samráð yrði haft um stefnu, mótun og styrkingu starfsmenntanáms í garðyrkju. Tryggja þyrfti framtíð námsins, án togstreitu milli skólastiga og að framtíðarsýn yrði skýr og fagleg. Ákvarðanir teknar í raunverulegu samráði við þá sem starfa við fagið, enda er það þar sem nemendur fara til verknáms og til starfa að námi loknu. Í desember 2020 var fundi fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytis með hagsmunaaðilum aflýst með innan við klukkustundar fyrirvara, óskað eftir þolinmæði og tíma. Til hvers? Nú berast óljósar fréttir af tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) til Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) og enn og aftur er aðkoma eða samráð við atvinnulífið ekkert. Erindum um samráð og óskum um fundi er einfaldlega ekki svarað. Það er enn óljóst hvort eina aðstaða á landinu, sem er sérstaklega útbúin og byggð til að þjóna starfsmenntanámi í garðyrkju fylgi náminu til FSu eða hvort LBHÍ eigni sér húsnæðið og landið sem fylgdi garðyrkjunáminu við sameiningu skólanna á sínum tíma. Aðstaða sem var að stórum hluta gjöf til að starfrækja þar garðyrkjunám. Aðstaða sem er m.a. byggð upp af fjárstyrkjum frá garðyrkjubændum og öðrum velunnurum garðyrkjuskólans. Á garðyrkjunám á Íslandi að vera heimilislaust? Garðyrkjunámið er kannski ekki stórt eða merkilegt í huga mennta- og menningarmálaráðuneytisins en á hvaða grunni á að byggja mikilvæg mál eins og hringrásar hagkerfi, græna innviði, kolefnisbindingu og fæðuöryggi í landinu? Garðyrkjuskólinn er fullkomlega vannýtt auðlind sem þarf að byggja upp og þróa til að þetta sérhæfða og brothætta nám fái að stækka og blómstra í takt við tíðaranda samfélagsins og stóraukna þörf fyrir kunnáttu á sviði ræktunar og umhverfismála. Ef ætlunin er að byggja upp öflugt samfélag sem hefur þekkingu og reynslu til þess að standa að rannsóknum og nýsköpun í garðyrkju þarf fyrst og fremst að sinna grunnnáminu af kostgæfni og breikka þar með þann grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er til lítils að tala um nýsköpun og rannsóknir á sviði garðyrkju ef grunnnáminu er bolað í burtu. Hvað verður um títtnefndar rannsóknir og nýsköpun ef enginn kann raunverulega að rækta? Eðlilega er mikilvægt að halda áfram garðyrkjurannsóknum eins og var einnig áður en Garðyrkjuskólinn var sameinaður LbhÍ. Þær rannsóknir var í góðu samstarfi við atvinnulíf garðyrkjunnar. Það er auðvelt er að leita samstarfs og útfæra það með mörgum mennta- og rannsóknastofnunum innan lands og utan eftir því hvað hæfir hverju verkefni. Ekki verður séð að LbhÍ verði endilega ákjósanlegasti samstarfsaðilinn um þau verkefni. Fjölmörg dæmi eru fyrir árangursríku samstarfi Garðyrkjuskólans við ýmsa aðila. Um árabil var t.d. rekið eitt fræðasetra Háskóla Íslands á Reykjum þar sem 1-2 starfsmenn voru með aðstöðu og unnu að sínum rannsóknum. Það fræðasetur var stofnað áður en Garðyrkjuskólinn rann inn í LbhÍ. Starfsfólk garðyrkjubrauta er byrjað að týnast í burtu, mannauður sem er nú þegar komin að þolmörkum og ljóst að einstök þekking, reynsla og færni mun tapast ef ekki verður gengið hratt og örugglega til verks. Hver er raunverulegur vilji ráðherra til garðyrkjunámsins? Hvers vegna er atvinnulífið hundsað? Hvenær kemur að því að kerfið þjóni þörfum fagsins en ekki þörfum kerfisins? Hversu lengi enn á að fjalla um starfsmenntanám í garðyrkju án aðkomu þeirra sem hafa menntast í faginu eða þar starfa? Við sem störfum á vettvangi garðyrkju óskum enn og aftur eftir samráði ráðuneytis til að þjóna sem best hagsmunum garðyrkjunámsins og þörfum, nemenda og atvinnulífsins. Höfundur er skrúðgarðyrkjumeistari og formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun