Stoltur liðsfélagi Gylfa: Við skrifuðum söguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 13:00 James Rodriguez og Gylfi Sigurðsson standa við boltann í aukaspyrnu Everton fyrr á tímabilinu. Getty/Tony McArdle James Rodriguez var ánægður í viðtölum við fjölmiðla í heimalandi sínu Kólumbíu eftir 2-0 sigur Everton á Anfield um helgina. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Everton í leiknum en James Rodriguez lagði upp það fyrra fyrir Brasilíumanninn Richarlison. Everton vann þarna sinn fyrsta sigur á Anfield á þessari öld (sá síðasti vannst 1999) og sinn fyrsta sigur á Liverpool eftir tuttugu leikja bið.Everton náði líka Liverpool að stigum og á að auki leiki inni á nágranna sína. „Þetta var mjög erfiður leikur. Það vita allir að Liverpool er með frábært lið. Ég tel að þeir séu eitt af þeim þremur liðum sem spila besta fótboltann í dag,“ sagði James Rodriguez í viðtali við blaðamann Marca Claro í Kólumbíu. The merseyside derby is ours. pic.twitter.com/VBBYLUXfcc— James Rodríguez (@jamesdrodriguez) February 20, 2021 „Ég er ánægður með að hafa hjálpað liði mínu að vinna leikinn í dag. Everton hafði ekki unnið á Anfield síðan 1999 svo við skrifum söguna í þessum leik. Ég var ánægður að fá að hafa tekið þátt í því. Ég vona að okkur gangi vel áfram,“ sagði Rodriguez. Það voru einhverjar slúðurfréttir um óánægju hjá Kólumbíumanninum en hann segir ekkert til í því. „Ég er ánægður hérna. Við vitum öll að þetta er nýtt svið fyrir mig. Ég er næstum því orðinn þrítugur. Ég er ánægður með að fá að kynnast einhverju nýju og þetta safnast allt saman í púkkið,“ sagði Rodriguez. James Rodriguez | We ve made history I m happy I was there Everton star speaks to home country s media after Liverpool match. https://t.co/CSS2buwpKC #efc #coyb #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) February 21, 2021 „Það mun reyna á Everton á næstunni. Allir vita það að í ensku úrvalsdeildinni þá er leikur á þriggja daga fresti og hver leikur er eins og úrslitaleikur. Þú þarft að vera tilbúinn og nógu viljasterkur til að vinna,“ sagði Rodriguez. „Það eru leikir hjá okkur þar sem hlutirnir ganga vel og aðrir þar sem þeir ganga illa. Fótboltinn er samt mjög harður núna. Það eru lið sem hafa ekki mikil gæði en þau reyna að vinna með því að láta finna fyrir sér og brjóta af sér. Við erum tilbúnir í öllum leikjum og viljum spila góðan fótbolta,“ sagði James Rodriguez. James Rodriguez hefur komið að níu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili (5 mörk og 4 stoðsendingar) en Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að sex mörkum (4 mörk og 2 stoðsendingar). James Rodriguez becomes the first Everton player to assist a goal home AND away against Liverpool in the same Premier League season pic.twitter.com/Gb5BTsRCwq— ESPN UK (@ESPNUK) February 20, 2021 Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Everton í leiknum en James Rodriguez lagði upp það fyrra fyrir Brasilíumanninn Richarlison. Everton vann þarna sinn fyrsta sigur á Anfield á þessari öld (sá síðasti vannst 1999) og sinn fyrsta sigur á Liverpool eftir tuttugu leikja bið.Everton náði líka Liverpool að stigum og á að auki leiki inni á nágranna sína. „Þetta var mjög erfiður leikur. Það vita allir að Liverpool er með frábært lið. Ég tel að þeir séu eitt af þeim þremur liðum sem spila besta fótboltann í dag,“ sagði James Rodriguez í viðtali við blaðamann Marca Claro í Kólumbíu. The merseyside derby is ours. pic.twitter.com/VBBYLUXfcc— James Rodríguez (@jamesdrodriguez) February 20, 2021 „Ég er ánægður með að hafa hjálpað liði mínu að vinna leikinn í dag. Everton hafði ekki unnið á Anfield síðan 1999 svo við skrifum söguna í þessum leik. Ég var ánægður að fá að hafa tekið þátt í því. Ég vona að okkur gangi vel áfram,“ sagði Rodriguez. Það voru einhverjar slúðurfréttir um óánægju hjá Kólumbíumanninum en hann segir ekkert til í því. „Ég er ánægður hérna. Við vitum öll að þetta er nýtt svið fyrir mig. Ég er næstum því orðinn þrítugur. Ég er ánægður með að fá að kynnast einhverju nýju og þetta safnast allt saman í púkkið,“ sagði Rodriguez. James Rodriguez | We ve made history I m happy I was there Everton star speaks to home country s media after Liverpool match. https://t.co/CSS2buwpKC #efc #coyb #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) February 21, 2021 „Það mun reyna á Everton á næstunni. Allir vita það að í ensku úrvalsdeildinni þá er leikur á þriggja daga fresti og hver leikur er eins og úrslitaleikur. Þú þarft að vera tilbúinn og nógu viljasterkur til að vinna,“ sagði Rodriguez. „Það eru leikir hjá okkur þar sem hlutirnir ganga vel og aðrir þar sem þeir ganga illa. Fótboltinn er samt mjög harður núna. Það eru lið sem hafa ekki mikil gæði en þau reyna að vinna með því að láta finna fyrir sér og brjóta af sér. Við erum tilbúnir í öllum leikjum og viljum spila góðan fótbolta,“ sagði James Rodriguez. James Rodriguez hefur komið að níu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili (5 mörk og 4 stoðsendingar) en Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að sex mörkum (4 mörk og 2 stoðsendingar). James Rodriguez becomes the first Everton player to assist a goal home AND away against Liverpool in the same Premier League season pic.twitter.com/Gb5BTsRCwq— ESPN UK (@ESPNUK) February 20, 2021
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira