Óumdeilt mikilvægi menningar í heimsfaraldri Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm skrifa 22. febrúar 2021 07:30 Öll höfum við þurft að fara á mis við eitthvað í ástandinu sem hefur einkennt líf heimsbyggðarinnar allrar undanfarið rúmt ár af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Eitt af því sem við höfum öll saknað eru menningarupplifanir. Leikhús, ópera, danssýningar, tónleikar, uppistand, bíó og aðrar upplifanir þar sem við njótum þess að láta listina auðga andann, skemmta okkur og tengja okkur hvert við annað. Listamenn létu þó ekki sitt eftir liggja og fundu frumlegar leiðir til að halda áfram að gera einmitt það á meðan faraldurinn dundi á okkur. Beinar útsendingar í sjónvarpi og á netinu, frábært framtak Listahátíðar þar sem fólk gat sent ástvinum og fjölskyldu heimsenda skemmtun alveg upp að dyrum og aðrar lausnir sem voru nýttar til að við gætum öll haldið áfram að njóta menningar. Þó við söknum öll samverunnar sem felst í því að sitja saman úti í sal og upplifa verður ekki litið fram hjá því hversu aukin tækifæri þetta veitti þeim sem búa fjarri þeim stöðum þar sem alla jafna er hvað blómlegast menningarlíf að finna. Í Covid höfðu þau tækifæri til að njóta á nákvæmlega sama hátt og hin sem búa í hringiðu menningarlífsins án þess að þurfa að ferðast um langan veg. Vert er að hafa í huga þá möguleika sem við uppgötvuðum á fjölbreyttri miðlun menningar þegar lífið fer að komast í eðlilegar horfur og við fjölmennum sem aldrei fyrr í menningarhús um land allt til að upplifa og njóta. Mikið hefur verið talað um þær breytingar sem hafa orðið á því hvernig skólakerfi og vinnustaðir nýta sér tæknina í daglegu starfi. Allar líkur eru á því að möguleikar á fjarvinnu aukist í framhaldi af Covid og störf án staðsetningar verði algengari. Að sama skapi er eflaust margt sem hægt er að halda áfram að nýta sér til að tryggja jafnt aðgengi að menningu og listum óháð búsetu. Mikilvægi lista og menningar í lífi okkar hlýtur að vera nokkuð óumdeilt. Við fundum það síðasta árið. Og ætli listgreinarnar leiki ekki stórt hlutverk við að hjálpa okkur að vinna úr þeirri undarlegu og oft erfiðu upplifun sem þetta ár hefur verið. Verða það ekki tónlistin, leikhúsið, myndlistin og bókmenntirnar sem varðveita þessa sameiginlegu reynslu okkar og miðla til komandi kynslóða. Alveg eins og þau hafa létt okkur lundina á meðan faraldurinn hefur dunið á okkur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður Vinstri grænna Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm situr í stjórn Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Menning Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Öll höfum við þurft að fara á mis við eitthvað í ástandinu sem hefur einkennt líf heimsbyggðarinnar allrar undanfarið rúmt ár af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Eitt af því sem við höfum öll saknað eru menningarupplifanir. Leikhús, ópera, danssýningar, tónleikar, uppistand, bíó og aðrar upplifanir þar sem við njótum þess að láta listina auðga andann, skemmta okkur og tengja okkur hvert við annað. Listamenn létu þó ekki sitt eftir liggja og fundu frumlegar leiðir til að halda áfram að gera einmitt það á meðan faraldurinn dundi á okkur. Beinar útsendingar í sjónvarpi og á netinu, frábært framtak Listahátíðar þar sem fólk gat sent ástvinum og fjölskyldu heimsenda skemmtun alveg upp að dyrum og aðrar lausnir sem voru nýttar til að við gætum öll haldið áfram að njóta menningar. Þó við söknum öll samverunnar sem felst í því að sitja saman úti í sal og upplifa verður ekki litið fram hjá því hversu aukin tækifæri þetta veitti þeim sem búa fjarri þeim stöðum þar sem alla jafna er hvað blómlegast menningarlíf að finna. Í Covid höfðu þau tækifæri til að njóta á nákvæmlega sama hátt og hin sem búa í hringiðu menningarlífsins án þess að þurfa að ferðast um langan veg. Vert er að hafa í huga þá möguleika sem við uppgötvuðum á fjölbreyttri miðlun menningar þegar lífið fer að komast í eðlilegar horfur og við fjölmennum sem aldrei fyrr í menningarhús um land allt til að upplifa og njóta. Mikið hefur verið talað um þær breytingar sem hafa orðið á því hvernig skólakerfi og vinnustaðir nýta sér tæknina í daglegu starfi. Allar líkur eru á því að möguleikar á fjarvinnu aukist í framhaldi af Covid og störf án staðsetningar verði algengari. Að sama skapi er eflaust margt sem hægt er að halda áfram að nýta sér til að tryggja jafnt aðgengi að menningu og listum óháð búsetu. Mikilvægi lista og menningar í lífi okkar hlýtur að vera nokkuð óumdeilt. Við fundum það síðasta árið. Og ætli listgreinarnar leiki ekki stórt hlutverk við að hjálpa okkur að vinna úr þeirri undarlegu og oft erfiðu upplifun sem þetta ár hefur verið. Verða það ekki tónlistin, leikhúsið, myndlistin og bókmenntirnar sem varðveita þessa sameiginlegu reynslu okkar og miðla til komandi kynslóða. Alveg eins og þau hafa létt okkur lundina á meðan faraldurinn hefur dunið á okkur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður Vinstri grænna Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm situr í stjórn Ungra vinstri grænna
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun