Þá verður kátt í höllinni og skálað fram á nótt! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 20. febrúar 2021 12:01 Ég hef lagt mig fram við að skilja stefnu og áherslur mótframbjóðanda míns til formanns VR. Ég hef gert það með opnum huga og tekið því fagnandi að fá mótframboð með svo ólíkum áherslum sem raunin er, félagsmönnum VR til góðs. Því ólíkari sem valkosturinn er því betra. En um hvað snýst þetta allt saman? Ég velti því fyrst fyrir mér um hvað mótframboðið er að tala þegar það vill aftengja formannsembættið flokkspólitík. Sérstaklega þegar viðkomandi er mjög flokkspólitískur til hægri. En þegar ég áttaði mig á því um hvað þetta snýst runnu á mig tvær grímur, það fór um mig hrollur. Ég hafði lesið allar þessar áherslur áður. Áherslur og málflutning sem núverandi og sérstaklega fyrrum framkvæmdastjóri SA hafa haldið á lofti af miklum móð. Að formaður stærsta stéttarfélags landsins á ekki að skipta sér af neinu sem snýr að pólitík eða neinu því sem snýr að stórum hagsmunamálum almennings sem löggjafinn fer með. Hann á þá bara að fara á þing! Og að verkalýðshreyfingin skipti sér alls ekki af lífeyrissjóðunum eða fjárfestingum þeirra. Ef ég skil þetta rétt eiga sérhagsmunaöflin og Samtök atvinnulífsins að fá algjöran frið við að vaða á skítugum skónum yfir lífeyrissjóðina okkar og löggjafann, án afskipta eða aðhalds verkalýðshreyfingarinnar. Í síðustu kjarasamningum náðum við 80 milljarða aðgerðarpakka frá Ríkisstjórninni. Síðustu tvö uppgjörsár Lífeyrissjóðs Verslunarmanna eru þau bestu í sögu sjóðsins, svo góð að sjóðurinn mun þurfa að hækka lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þetta eru staðreyndir sem fáir tala um. Helsta orsök bankahrunsins voru mikil ítök sérhagsmuna í pólitíkinni til að afregluvæða og einkavæða á meðan mótstaða var lítil sem engin. Við vitum öll hvernig það endaði. Spilling er ekki bara að stela, svíkja og pretta, eða hygla og moka undir aðra sem verða þér hliðhollir seinna. Spilling er líka að hafa vitneskju um það og gera ekkert í málunum. Spilling er að grafa undan aðhaldi, eftirliti og upplýstri umræðu. Versta tegund spillingar í okkar samfélagi eru ekki brotin heldur þöggunin og meðvitað aðgerðarleysi gagnvart þeim. Hluti af þessu er að telja fólki trú um hvað verkalýðshreyfingin má gera og hvað ekki. Sérhagsmunaöflin hafa löngum barið sér á brjóst fyrir að geta skrifað sínar eigin leikreglur, koma sínu fram án mótlætis í 90% tilfella. Aftur á móti hefur verkalýðshreyfingin reynt að valdefla sig og koma sínum sjónarmiðum fram. Til að rökstyðja það enn frekar má nefna að Atvinnulífið hefur fengið yfir 300 milljarða í aðgerðarpökkum stjórnvalda vegna Covid-19 á meðan heimilin og fólkið hafa fengið brot af því. Við gerum ekki lítið úr stuðningi við stærstu fyrirtækin en þegar VR þrýsti á frekari aðgerðir fyrir okkar félagsmenn og fólkið í landinu var málinu komið fyrir í nefnd. Nefnd sem hefði líklega aldrei farið af stað nema vegna „pólitískra afskipta“ formanns VR. Mótframbjóðandi minn til formanns VR vill aftengja embættið og félagið hvers kyns baráttu fyrir bættu siðferði og aðhaldi innan lífeyrissjóðanna og síst af öllu skipta sér af því hvað gerist á háborði stjórnmálanna þar sem endanleg ákvörðun um skiptingu lífskjara fer fram. Það verður kátt í SA höllinni ef þessi stefna verður að veruleika. Og því spyr ég félagsmenn VR. Eigum við að skála í kampavíni með Samtökum atvinnulífsins og uppfylla þeirra blautustu drauma um afskiptaleysi hreyfingarinnar og Salek? Eða skálum við fyrir áframhaldandi sterkri verkalýðsforystu sem mun veita nauðsynlegt aðhald og berjast fyrir bættum kjörum okkar allra og komandi kynslóða, á öllum vígstöðvum? Með atkvæði þínu mótum við framtíðina. Þitt er valið kæri VR félagi. Höfundur er formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Ég hef lagt mig fram við að skilja stefnu og áherslur mótframbjóðanda míns til formanns VR. Ég hef gert það með opnum huga og tekið því fagnandi að fá mótframboð með svo ólíkum áherslum sem raunin er, félagsmönnum VR til góðs. Því ólíkari sem valkosturinn er því betra. En um hvað snýst þetta allt saman? Ég velti því fyrst fyrir mér um hvað mótframboðið er að tala þegar það vill aftengja formannsembættið flokkspólitík. Sérstaklega þegar viðkomandi er mjög flokkspólitískur til hægri. En þegar ég áttaði mig á því um hvað þetta snýst runnu á mig tvær grímur, það fór um mig hrollur. Ég hafði lesið allar þessar áherslur áður. Áherslur og málflutning sem núverandi og sérstaklega fyrrum framkvæmdastjóri SA hafa haldið á lofti af miklum móð. Að formaður stærsta stéttarfélags landsins á ekki að skipta sér af neinu sem snýr að pólitík eða neinu því sem snýr að stórum hagsmunamálum almennings sem löggjafinn fer með. Hann á þá bara að fara á þing! Og að verkalýðshreyfingin skipti sér alls ekki af lífeyrissjóðunum eða fjárfestingum þeirra. Ef ég skil þetta rétt eiga sérhagsmunaöflin og Samtök atvinnulífsins að fá algjöran frið við að vaða á skítugum skónum yfir lífeyrissjóðina okkar og löggjafann, án afskipta eða aðhalds verkalýðshreyfingarinnar. Í síðustu kjarasamningum náðum við 80 milljarða aðgerðarpakka frá Ríkisstjórninni. Síðustu tvö uppgjörsár Lífeyrissjóðs Verslunarmanna eru þau bestu í sögu sjóðsins, svo góð að sjóðurinn mun þurfa að hækka lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þetta eru staðreyndir sem fáir tala um. Helsta orsök bankahrunsins voru mikil ítök sérhagsmuna í pólitíkinni til að afregluvæða og einkavæða á meðan mótstaða var lítil sem engin. Við vitum öll hvernig það endaði. Spilling er ekki bara að stela, svíkja og pretta, eða hygla og moka undir aðra sem verða þér hliðhollir seinna. Spilling er líka að hafa vitneskju um það og gera ekkert í málunum. Spilling er að grafa undan aðhaldi, eftirliti og upplýstri umræðu. Versta tegund spillingar í okkar samfélagi eru ekki brotin heldur þöggunin og meðvitað aðgerðarleysi gagnvart þeim. Hluti af þessu er að telja fólki trú um hvað verkalýðshreyfingin má gera og hvað ekki. Sérhagsmunaöflin hafa löngum barið sér á brjóst fyrir að geta skrifað sínar eigin leikreglur, koma sínu fram án mótlætis í 90% tilfella. Aftur á móti hefur verkalýðshreyfingin reynt að valdefla sig og koma sínum sjónarmiðum fram. Til að rökstyðja það enn frekar má nefna að Atvinnulífið hefur fengið yfir 300 milljarða í aðgerðarpökkum stjórnvalda vegna Covid-19 á meðan heimilin og fólkið hafa fengið brot af því. Við gerum ekki lítið úr stuðningi við stærstu fyrirtækin en þegar VR þrýsti á frekari aðgerðir fyrir okkar félagsmenn og fólkið í landinu var málinu komið fyrir í nefnd. Nefnd sem hefði líklega aldrei farið af stað nema vegna „pólitískra afskipta“ formanns VR. Mótframbjóðandi minn til formanns VR vill aftengja embættið og félagið hvers kyns baráttu fyrir bættu siðferði og aðhaldi innan lífeyrissjóðanna og síst af öllu skipta sér af því hvað gerist á háborði stjórnmálanna þar sem endanleg ákvörðun um skiptingu lífskjara fer fram. Það verður kátt í SA höllinni ef þessi stefna verður að veruleika. Og því spyr ég félagsmenn VR. Eigum við að skála í kampavíni með Samtökum atvinnulífsins og uppfylla þeirra blautustu drauma um afskiptaleysi hreyfingarinnar og Salek? Eða skálum við fyrir áframhaldandi sterkri verkalýðsforystu sem mun veita nauðsynlegt aðhald og berjast fyrir bættum kjörum okkar allra og komandi kynslóða, á öllum vígstöðvum? Með atkvæði þínu mótum við framtíðina. Þitt er valið kæri VR félagi. Höfundur er formaður VR
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun