„Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 21:01 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku. Landspítalinn tjáir sig ekki um einstök mál en Hjalti segir að andlega veikum sjúklingum sé sinnt á sama hátt og þeim sem glíma við líkamlega kvilla. Vísir/Egill Geðhjálp segir brotalamir í bráðaþjónustu við sjúklinga sem glíma við andleg veikindi. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir þennan sjúklingahóp fá sömu þjónustu og aðra sem þangað leiti. Fólk sé ekki sent heim nema eftir fullnægjandi mat. Pistill Írisar Hólm Jónsdóttur, sem birtist á Facebook í gær, hefur vakið mikla athygli í dag. Hún lýsir því að hún hafi leitað á bráðamóttöku í Fossvogi nóttina áður vegna andlegra veikinda. Enginn sérfræðingur hafi getað sinnt henni og hún fengið val um að fara heim eða bíða eftir að bráðamóttaka geðþjónustu opnaði á hádegi daginn eftir. Íris telur þessar móttökur ekki boðlegar. Kæra Svandís Svavarsdóttir Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Ég...Posted by Íris Hólm Jónsdóttir on Fimmtudagur, 18. febrúar 2021 Landspítali getur ekki tjáð sig um einstök mál en Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku í Fossvogi segir að þar sé tekið á móti andlega veikum sjúklingum á sama hátt og öðrum. „Við höfum aðstöðu til að taka á móti og sinna öllum þessum málum vel þar, þó að það mætti að sjálfsögðu alltaf bæta aðstöðuna.“ Hann segir að innlagnarvandi hafi vissulega skapað tafir á bráðamóttökunni. Þá telji hann geðrænan vanda fjölþættan og best leystan í samvinnu ólíkra heilbrigðisstofnana og stétta. Þarf oft að senda fólk heim, er oft sem ekkert er hægt að gera? „Fólk er ekki sent heim af bráðamóttökunni nema það hafi fengið fullnægjandi mat. Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til.“ Auðvelda eigi aðgengi áður en vandamálin blása út Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar telur ákveðnar brotalamir á fyrirkomulagi bráðaþjónustunnar eins og hún er núna. Aðgreining þjónustunnar sé gamaldags. „Það er slæmt ef við leitum aðstoðar þegar allt er komið í vitleysu, það á að vera auðveldara aðgengi að leita áður en vandamálin verða svona stór. Það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa eins mikið af forvörnum og við getum og heilsugæslan á að vera fyrsta stigs þjónusta þar sem þú kemur inn og færð aðstoð þannig að þú lendir ekki í svona hremmingum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Pistill Írisar Hólm Jónsdóttur, sem birtist á Facebook í gær, hefur vakið mikla athygli í dag. Hún lýsir því að hún hafi leitað á bráðamóttöku í Fossvogi nóttina áður vegna andlegra veikinda. Enginn sérfræðingur hafi getað sinnt henni og hún fengið val um að fara heim eða bíða eftir að bráðamóttaka geðþjónustu opnaði á hádegi daginn eftir. Íris telur þessar móttökur ekki boðlegar. Kæra Svandís Svavarsdóttir Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Ég...Posted by Íris Hólm Jónsdóttir on Fimmtudagur, 18. febrúar 2021 Landspítali getur ekki tjáð sig um einstök mál en Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku í Fossvogi segir að þar sé tekið á móti andlega veikum sjúklingum á sama hátt og öðrum. „Við höfum aðstöðu til að taka á móti og sinna öllum þessum málum vel þar, þó að það mætti að sjálfsögðu alltaf bæta aðstöðuna.“ Hann segir að innlagnarvandi hafi vissulega skapað tafir á bráðamóttökunni. Þá telji hann geðrænan vanda fjölþættan og best leystan í samvinnu ólíkra heilbrigðisstofnana og stétta. Þarf oft að senda fólk heim, er oft sem ekkert er hægt að gera? „Fólk er ekki sent heim af bráðamóttökunni nema það hafi fengið fullnægjandi mat. Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til.“ Auðvelda eigi aðgengi áður en vandamálin blása út Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar telur ákveðnar brotalamir á fyrirkomulagi bráðaþjónustunnar eins og hún er núna. Aðgreining þjónustunnar sé gamaldags. „Það er slæmt ef við leitum aðstoðar þegar allt er komið í vitleysu, það á að vera auðveldara aðgengi að leita áður en vandamálin verða svona stór. Það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa eins mikið af forvörnum og við getum og heilsugæslan á að vera fyrsta stigs þjónusta þar sem þú kemur inn og færð aðstoð þannig að þú lendir ekki í svona hremmingum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira