Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 14:20 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Með þeim á myndinni er Viktor Ingi Sigurðsson vinur þeirra sem tengist þó Bitcoin-málinu ekkert. Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming. Af þeim sjö sem ákærðir voru í málinu tilheyra fimm vinahóp sem þekkst hefur um langt skeið og samanstendur af þeim Sindra Þór, Hafþóri Loga Hlynssyni, bræðrunum Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav Karlssonum og Viktori Inga Jónassyni. Voru þeir meðal annars í Facebook-hóp sem kenndur var við „föruneytið“. Hafþór Logi hlaut 20 mánaða dóm í héraði en átta mánaða dóm í Landsrétti. Ólíkt var farið í peningaþvættismáli hjá Hafþóri Loga á dögunum þegar Landsréttur þyngdi dóm yfir honum. Matthías Jón fékk 2,5 ára fangelsi í héraði en Landsréttur stytti refsinguna í 15 mánuði. Hann var á dögunum dæmdur í tæplega sex ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnamáli. Viktor Ingi var dæmdur í átta mánaða fangelsi en hafði fengið átján mánaða dóm í héraði. Þá var Pétur Stanislav dæmdur í fimm mánaða fangelsi en refsing hans í héraði var ákveðin átján mánaða fangelsi. Tveir til viðbótar hlutu vægari dóma í málinu í héraði og ákváðu að áfrýja ekki niðurstöðunni til Landsréttar. Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn. Samkvæmt ákærunni var 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins var metið um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Péturs Stanislavs, segir um sigur að ræða frá niðurstöðunni sem var í héraðsdómi. „Fjallið hefur tekið joðsótt og fæðst lítil mús,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vísar hann til þess að dómur Péturs var styttur verulega, eða úr átján mánuðum í fimm. Málið vakti heimsathygli og hefur verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum og tímaritum. Meðal annars vakti athygli þegar Sindri Þór flúði af fangelsinu Sogni og flaug til Svíþjóðar með flugvél Icelandair. Í ljós kom að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal farþega í vélinni sem erlendum fjölmiðlum þótti ótrúleg tilviljun. Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Efnahagsbrot Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Af þeim sjö sem ákærðir voru í málinu tilheyra fimm vinahóp sem þekkst hefur um langt skeið og samanstendur af þeim Sindra Þór, Hafþóri Loga Hlynssyni, bræðrunum Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav Karlssonum og Viktori Inga Jónassyni. Voru þeir meðal annars í Facebook-hóp sem kenndur var við „föruneytið“. Hafþór Logi hlaut 20 mánaða dóm í héraði en átta mánaða dóm í Landsrétti. Ólíkt var farið í peningaþvættismáli hjá Hafþóri Loga á dögunum þegar Landsréttur þyngdi dóm yfir honum. Matthías Jón fékk 2,5 ára fangelsi í héraði en Landsréttur stytti refsinguna í 15 mánuði. Hann var á dögunum dæmdur í tæplega sex ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnamáli. Viktor Ingi var dæmdur í átta mánaða fangelsi en hafði fengið átján mánaða dóm í héraði. Þá var Pétur Stanislav dæmdur í fimm mánaða fangelsi en refsing hans í héraði var ákveðin átján mánaða fangelsi. Tveir til viðbótar hlutu vægari dóma í málinu í héraði og ákváðu að áfrýja ekki niðurstöðunni til Landsréttar. Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn. Samkvæmt ákærunni var 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins var metið um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Péturs Stanislavs, segir um sigur að ræða frá niðurstöðunni sem var í héraðsdómi. „Fjallið hefur tekið joðsótt og fæðst lítil mús,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vísar hann til þess að dómur Péturs var styttur verulega, eða úr átján mánuðum í fimm. Málið vakti heimsathygli og hefur verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum og tímaritum. Meðal annars vakti athygli þegar Sindri Þór flúði af fangelsinu Sogni og flaug til Svíþjóðar með flugvél Icelandair. Í ljós kom að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal farþega í vélinni sem erlendum fjölmiðlum þótti ótrúleg tilviljun.
Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Efnahagsbrot Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira