Ætla að skattleggja erlenda miðla og veitur Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2021 13:00 Lilja og Bjarni hafa fundað og eru sammála um að það beri að skattleggja erlenda miðla og efnisveitur sem taka stöðugt meira til sín hér á landi. vísir/vilhelm Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessu þingi sem snýr að skattlagningu á erlendar efnisveitur sem ráða orðið lögum og lofum hér á landi sem víðar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra funduðu í liðinni viku og ræddu meðal annars um mögulegar leiðir til skattlagningar á erlendar efnis- og streymisveitur. „Vilji ráðherranna stendur eindregið til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra, og þau hafa falið sérfræðingum ráðuneytanna að móta tillögur um hvernig megi nýta skattkerfið í þeim tilgangi,“ segir í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Skattlagning á erlenda miðla eða ígildi skattlagningar á rafræn viðskipti við umrædd fyrirtæki erlendis eru meðal þess sem eru til skoðunar. Útfærslur hugmynda í þá veru liggja ekki fyrir, en stefnan er að hraða þeirri vinnu svo leggja megi fram frumvarp um málið á þessu þingi. Eins og fréttastofan greindi frá í gær hafa stóru veiturnar brugðist misjafnlega vel við áformum ríkisstjórna í Ástralíu. Meðan Facebook tók sig til og lokaði einfaldlega fyrir deilingar efnis allra fréttamiðla, og reyndar nokkrum öðrum stofnunum í leiðinni þá hefur Google gengið til samninga við fjölmiðlafyrirtæki. Lilja var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í vikunni og þá lýst hún yfir því að nauðsynlegt væri að jafna leikinn milli annars vegar frjálsra fjölmiða og ríkisútvarpsins sem og gangvart hinum stóru erlendu efnisveitum sem eru að taka til sín 5-7 milljarða árlega af auglýsingatekjum. „Það þarf að skattleggja erlendu miðlana eins og við viljum skattleggja innlendu miðlana.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra funduðu í liðinni viku og ræddu meðal annars um mögulegar leiðir til skattlagningar á erlendar efnis- og streymisveitur. „Vilji ráðherranna stendur eindregið til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra, og þau hafa falið sérfræðingum ráðuneytanna að móta tillögur um hvernig megi nýta skattkerfið í þeim tilgangi,“ segir í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Skattlagning á erlenda miðla eða ígildi skattlagningar á rafræn viðskipti við umrædd fyrirtæki erlendis eru meðal þess sem eru til skoðunar. Útfærslur hugmynda í þá veru liggja ekki fyrir, en stefnan er að hraða þeirri vinnu svo leggja megi fram frumvarp um málið á þessu þingi. Eins og fréttastofan greindi frá í gær hafa stóru veiturnar brugðist misjafnlega vel við áformum ríkisstjórna í Ástralíu. Meðan Facebook tók sig til og lokaði einfaldlega fyrir deilingar efnis allra fréttamiðla, og reyndar nokkrum öðrum stofnunum í leiðinni þá hefur Google gengið til samninga við fjölmiðlafyrirtæki. Lilja var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í vikunni og þá lýst hún yfir því að nauðsynlegt væri að jafna leikinn milli annars vegar frjálsra fjölmiða og ríkisútvarpsins sem og gangvart hinum stóru erlendu efnisveitum sem eru að taka til sín 5-7 milljarða árlega af auglýsingatekjum. „Það þarf að skattleggja erlendu miðlana eins og við viljum skattleggja innlendu miðlana.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04